1. fundur
Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 15:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 15:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 15:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Arna Gerður Bang

Bókað:

1) Kosning varaformanns Kl. 15:00
Formaður lagði til að Ágúst Ólafur Ágústsson yrði varaformaður nefndarinnar. Fundarmenn samþykktu þá tillögu formanns. Afgreiðslu frestað til næsta fundar þar sem nefndin var ekki fullskipuð.

2) Kynning á starfi nefndarinnar Kl. 15:00
Ritari kynnti starf nefndarinnar og fundi framundan á árinu 2018.

3) Önnur mál Kl. 15:00
Íslandsdeild mun þiggja boð utanríkisráðherra um kynningu á helstu verkefnum sem tengjast störfum nefndarinnar í ráðuneytinu. Ritari mun senda fundarmönnum tillögu að fundartíma.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 15:30