7. fundur
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. ágúst 2018 kl. 14:05


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) formaður, kl. 14:05
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 14:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 14:05

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Bókað:

1) Fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar mættu Matthías Geir Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu, og Hildur Hjörvar, sérfræðingur fastanefndarinnar í Strassborg. Þau fóru yfir störf fastanefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Formennska Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins Kl. 14:50
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kynnti auknar starfsheimildir Alþingis vegna formennsku hennar í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins.

3) Útnefning fulltrúa Íslands í CPT-nefndinni Kl. 15:00
Íslandsdeild ræddi fyrirhugað auglýsingaferli vegna tilnefningar í sæti Íslands í nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyntingum (CPT). Ákveðið var að auglýsa sætið laust til umsóknar á vef Alþingis og vekja athygli ýmissa fagfélaga á auglýsingunni.

4) Önnur mál Kl. 15:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30