1. fundur
Íslandsdeildar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á 154. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl. 11:35


Mætt:

Birgir Þórarinsson (BirgÞ) formaður, kl. 11:35
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 11:35
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:35

Nefndarritari: Auður Örlygsdóttir

Magnús Árni Skjöld Magnússon, varaþingmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, sat einnig fundinn en Dagbjört Hákonardóttir, varamaður í Íslandsdeild, fór með atkvæðisrétt Jóhanns Páls í nefndinni.

Bókað:

1) Kosning varaformanns Kl. 11:35
Jóhann Páll Jóhannsson var kjörinn varaformaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins.

2) Önnur mál Kl. 11:40
Íslandsdeild ræddi stöðu heimsmála og þá sérstaklega ástandið í Nagorno-Karabakh og eins fyrir botni Miðjarðarhafs.

Fundi slitið kl. 12:00