6. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 11:50


Mættir:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 11:50
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:50
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 11:50
Inga Sæland (IngS), kl. 11:50

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Skipun meðlima í íslenska dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauan Vestnorræna ráðsins Kl. 11:50
Íslandsdeild tók ákvörðun um að útnefna þrjá einstaklinga til setu í íslenskri dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vestnorræna ráðsins. Dómnefndina skipa Brynhildur Björnsdóttir, bókagagnrýnandi, Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur, og Kjartan Yngvi Björnsson, unglingabókahöfundur. Leitað var til Miðstöðvar íslenskra bókmennta um tilnefningar til nefndarsetunnar.

2) Ársfundur Vestnorræna ráðsins í Nuuk Kl. 11:53
Tilkynnt var um væntanlega frestun ársfundar Vestnorræna ráðsins í Nuuk sökum þingkosninga í Færeyjum.

3) Önnur mál Kl. 12:01
Formaður gaf stutta skýrslu um ferð sína á Hringborð norðurslóða í Shanghai fyrir hönd forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins. Ákveðið var að funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Hringborðs norðurslóða, við fyrsta tækifæri. Einnig var rætt um að efla tengsl Íslandsdeildar við ræðismenn Færeyja og Grænlands.

Fundi slitið kl. 12:23