5. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 11:15


Mætt:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 11:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 11:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 11:15

Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 2022 Kl. 11:15
Rædd var sú tilkynning Grænlendinga að þeir sjái sér ekki fært að halda þemaráðstefnu ársins 2021 í Suður-Grænlandi líkt og áformað var vegna COVID-19. Annars vegar hefði komið fram tillaga um að halda þemaráðstefnuna á fjarfundarformi og hins vegar að fresta henni um ár.

2) Ársfundur Vestrnorræna ráðsins 2021 Kl. 11:30
Nefndin ræddi drög að ályktun um samvinnu vestnorrænna landa um fjarkennslu á háskólastigi sem fyrirhugað er að leggja fram á ársfundi Vestnorræna ráðsins í ágústlok 2021.

3) Önnur mál Kl. 11:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35