1. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 11:36


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:36
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:36
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 11:36
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 11:36
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:36

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 12:12

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Skipun meðlims í sérnefnd um málefni norðurslóða Kl. 11:40
Íslandsdeild skipaði Kristrúnu Frostadóttur í sérnefnd um málefni norðurslóða og Þórarinn Inga Pétursson sem varamann hennar.

2) Kynning á Vestnorræna ráðinu Kl. 11:45
Ritari Íslandsdeildar kynnti starfsemi Vestnorræna ráðsins.

3) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins á Akureyri 25. -27. janúar Kl. 12:10
Íslandsdeild ræddi þátttöku í þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins.

4) Kosning varaformanns Kl. 12:15
Íslandsdeild kaus Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem varaformann.

5) Önnur mál Kl. 12:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:18