3. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 12:07


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 12:07
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:07
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 12:07
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 12:07
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 12:07

Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Lárus Valgarðsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Kosning varaformanns Kl. 12:07
Íslandsdeild kaus Eyjólf Ármannsson sem varaformann.

2) Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 2022 Kl. 12:10
Íslandsdeild ræddi þátttöku í þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins. Formaður upplýsti nefndarmenn um að dagsetningum ráðstefnunnar hefði verið breytt að ósk grænlensku landsdeildarinnar. Ráðstefnan verður haldin í Qaqortoq í Suður-Grænlandi, 15.-17. júní.

3) Ársfundur Vestnorræna ráðsins 2022 Kl. 12:28
Íslandsdeild ræddi drög að dagskrá ársfundar Vestnorræna ráðsins í lok sumars. Formaður benti á að drög að ályktunum ársfundar þyrftu að koma fram sem fyrst.

4) Önnur mál Kl. 12:35
Íslandsdeild ákvað að fela ritara að skipuleggja heimsóknir Íslandsdeildar á sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands í Reykjavík. Einnig var rætt um fyrirhugaða kynningu utanríkisráðuneytis til nefndarinnar.

Nefndin ræddi um að leggja fram tillögu til þingsályktunar um framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2021.

Fundi slitið kl. 12:39