6. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 11:31


Mætt:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 11:31
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:31
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 11:31
Inga Sæland (IngS), kl. 11:47
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 11:31

Bryndís Haraldsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, og Steen Løgstrup Nielsen, starfsmaður ráðsins, sátu einnig fundinn.

Bókað:

1) Ársfundur Vestnorræna ráðsins í Nuuk Kl. 11:31
Meðlimir Íslandsdeildar ræddu nýliðinn ársfund Vestnorræna ráðsins á Grænlandi og framfylgd ákvarðana sem teknar voru þar. Tvær nýjar ályktanir Vestnorræna ráðsins verða lagðar fram sem þingsályktunartillögur um leið og íslenskur texti þeirra er tilbúinn.

2) Önnur mál Kl. 11:45
Rætt var um starfið framundan, þar á meðal þemaráðstefnuna í Færeyjum í janúar 2020 og áhersluefni ráðsins næstu misseri. Einnig var rætt um möguleikann á að bjóða fulltrúum frá nágrannaríkjum til þátttöku á fundum ráðsins í framtíðinni.

Fundi slitið kl. 12:01