28.8.2001

Fundur Þingmannanefndar um norðurskautsmál

FRÉTTATILKYNNING

Fundur Þingmannanefndar um norðurskautsmál á Akureyri 30.-31. ágúst.

Fimmtudaginn 30. ágúst n.k. heldur Þingmannanefnd um norðurskautsmál fund á Hótel KEA á Akureyri þar sem rædd verða ýmis mál ofarlega á baugi í alþjóðlegu samstarfi norðurskautssvæða. Nefndin byggir á samstarfi átta þjóðþinga – Bandaríkjanna, Kanada, Rússlands, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Danmerkur og Íslands. Fulltrúi Íslands í nefndinni er Tómas Ingi Olrich. Á fundinum á Akureyri mun sérstaklega vera fjallað um tillögur nefndarinnar að þróunarskýrslu um velferð og sérstöðu íbúa norðurskautssvæða, bættar samgöngur og aukna tækni- og tölvuvæðingu norðurskauts. Nefndin mun heimsækja Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þar sem Níels Einarsson, forstöðumaður, mun kynna starfsemi stofnunarinnar. Föstudaginn 31. ágúst mun nefndin fara í skoðunarferð um Norðurland eystra. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá alþjóðasviði Alþingis, Austurstræti 14, s. 563 0738.