11.2.2003

Fundur þingmannanefndar EFTA í Brussel

Þingmannanefnd EFTA efnir til fundar í Brussel miðvikudaginn 12. febrúar.

Helsta mál á dagskrá fundarins eru samningaviðræður EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um aðlögun EES-samningsins samfara stækkun ESB. Þá verður fjallað um forgangsmál Grikkja hjá ESB en Grikklandsstjórn fer með formennsku í ráðherraráði ESB á fyrri helmingi þessa árs. Enn fremur verður Lissabon-ferlið og framtíð þess til umræðu á fundinum.

Össur Skarphéðinsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Gunnar Birgisson sækja fundinn fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA.