10.3.2005

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Litháen 10.- 12. mars 2005

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Litháen og verður viðstaddur hátíðahöld 11. mars í tilefni af því að fimmtán ár eru liðin frá því að litháíska þingið samþykkti í atkvæðagreiðslu að lýsa landið sjálfstætt og fullvalda ríki.
 
Halldór mun halda ræðu á sérstökum þingfundi en auk þess verður hann meðal annars við opnun ljósmyndasýningar og hlýðir á hátíðartónleika. Halldór mun eiga fund með forseta litháíska þingsins og situr kvöldverðarboð hans í tilefni dagsins. Í för með þingforseta er Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.