28.8.2005

Eystrasaltsráðstefna í Vilníus 28.-30. ágúst

Fjórtánda Eystrasaltsráðstefnan er haldin í Vilníus 28.-30. ágúst. Rannveig Guðmundsdóttir mun sem forseti Norðurlandaráðs ávarpa ráðstefnuna. Drífa Hjartardóttir mun í lok ráðstefnunnar, fyrir hönd forseta Alþingis, bjóða þátttakendum til Íslands að ári, en Alþingi verður gestgjafi 15. Eystrasaltsráðstefnunnar í september 2006.