31.5.2006

Vestnorræn kvennaráðstefna í Qaqortoq á Grænlandi 31. maí til 2. júní

Þuríður Backman, 5. varaforseti Alþingis, og Anna Kristín Gunnarsdóttir sækja vestnorræna kvennaráðstefnu 31. maí til 2. júní. Ráðstefnan er haldin á vegum grænlenska þingsins í Qaqortoq á Grænlandi. Ráðstefnunni er ætlað að gefa stjórnmálakonum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi tækifæri til þess að deila hugmyndum og reynslu sinni og styrkja samstarf þeirra á milli eftir því sem við á.