4.9.2007

Norrænn undirbúningsfundur fyrir 117. þing Alþjóðaþingmannasambandsins 5. september 2007

Norrænn undirbúningsfundur fyrir 117. þing Alþjóðaþingmannasambandsins verður haldinn í Stykkishólmi miðvikudaginn 5. september. Á fundinum verður m.a. rætt um nýja nefnd um málefni Sameinuðu þjóðanna og breytingar á starfi Alþjóðaþingmannasambandsins. Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, Þuríður Backman og Björk Guðjónsdóttir.