29.11.2007

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í San Marínó

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda í San Marínó, dagana 29. nóvember til 1. desember 2007. Þetta er öðru sinni slíkur fundur er haldinn, fyrsti fundur þingforseta evrópskra smáríkja var haldinn í Mónakó á síðasta ári.

Fundurinn er samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu og þar sem íbúarnir eru færri en ein milljón. Á fundinum verður rætt um stöðu smáríkja í samrunaferli Evrópu, sérstöðu minni efnahagskerfa, stöðu minni ríkja í alþjóðasamfélaginu og innflytjendamál í smáríkjum Evrópu.

Fulltrúar eftirfarandi ríkja eiga fulltrúa í San Marínó: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Svartfjallaland, Malta, Mónakó, auk gestgjafanna í San Marínó. Fulltrúar Alþingis eru Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, og Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar. Með þeim í för er Jörundur Kristjánsson, alþjóðaritari.