14.4.2008

Fundir nefnda Norðurlandaráðs 14. og 15. apríl í Stavanger

Aprílfundir forsætisnefndar og málefnanefnda Norðurlandaráðs eru haldnir dagana 14. og 15.apríl í Stavanger í Noregi. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina Árni Páll Árnason, formaður Íslandsdeildar, Helgi Hjörvar, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.