21.5.2008

Fundur forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja í Strassborg 22.-23. maí

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja sem haldinn verður í Strassborg dagana 22.-23. maí 2008.
 

Helstu mál sem verða til umræðu eru samskipti þinga og þjóða, ásamt því hvernig þjóðþing og Evrópuráðið geta unnið að framgangi lýðræðis og mannréttinda.