22.6.2008

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 23.-27. júní

Þriðji fundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 23.-27. júní 2008.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins Guðfinna S. Bjarnadóttir formaður, Ellert B. Schram varaformaður, Steingrímur J. Sigfússon og Kristinn H. Gunnarsson. Það sem ber hæst á þinginu er sérstök umræða um stöðu lýðræðis í Evrópu og ráðstefna sem fer fram í tengslum við hana með þátttöku frjálsra félagasamtaka. Auk þess verður staða mála í Kína til umræðu.