4.4.2009

120. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Eþíópíu 5.-10. apríl 2009

120. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Addis Ababa í Eþíópíu dagana 5.-10. apríl 2009. Fundinn sækir Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, varaformaður Íslandsdeildar.

Helstu umræðuefni þingsins verða loftslagsbreytingar, sjálfbær þróun og viðskipti, tjáningarfrelsi og réttur til upplýsinga og takmörkun vígbúnaðar og bann við útbreiðslu kjarnavopna. Enn fremur verða umræður um þingræði, friðarumleitanir, lýðræði og þróun á tímum kreppu.