27.5.2009

Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, heimsækir Alþingi

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, átti hádegisverðarfund með Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, 27. maí 2009.
 
Stoltenberg fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis þar sem hann kynnti skýrslu sína um norræna samvinnu í utanríkis- og öryggismálum, sem unnin er að frumkvæði utanríkisráðherra Norðurlanda.