27.10.2009

Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi 27.-29. október

Norðurlandaráðsþing er haldið í Stokkhólmi 27.-29. október 2009. Þingið sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs Helgi Hjörvar formaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varaformaður, Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir.

Á þinginu eru til umæðu norræn málefni á borð við norðurskautsmál, hlutverk Norðurlanda í ESB-samstarfi, mansal, norræn málstefna og aukið utanríkis- og varnarsamstarf. Einnig eru veitt verðlaun Norðurlandaráðs í bókmenntum, kvikmyndum, tónlist og náttúru- og umhverfismálum.

Ísland gegnir formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári. Nýr íslenskur forseti Norðurlandaráðs verður kjörinn á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi og næsta þing verður haldið í Reykjavík árið 2010.