22.2.2010

Fundur þingmannanefndar EFTA 22.-23. febrúar

Þingmannanefnd EFTA kemur saman til fundar í Brussel 22.-23. febrúar 2010. Á fundinum verður m.a. fjallað um fríverslunarsamningagerð EFTA, möguleg áhrif Lissabonsáttmálans á viðskiptastefnu Evrópusambandsins og yfirstandandi endurskoðun á sjávarútvegsstefnu þess.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundinn þau Árni Þór Sigurðsson formaður, Valgerður Bjarnadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.