20.8.2010

Fundur vestnorrænna þingforseta í Tasiilaq á Grænlandi 21. ágúst

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir fund vestnorrænna þingforseta í Tasiilaq á Grænlandi, í boði Josefs Motzfeldts, forseta grænlenska þingsins. Fundinn sækir einnig Hergeir Nielsen, forseti færeyska Lögþingsins.
 
Á fundinum munu þingforsetar m.a. ræða samstarf á vettvangi Vestnorræna ráðsins, samvinnu í björgunaraðgerðum á sjó og landi, auk nýtingar á auðlindum sjávar.