26.8.2010

Fundur kvenþingforseta Evrópusambandsins

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir fund kvenþingforseta Evrópusambandsins í Varna í Búlgaríu 27. ágúst 2010, í boði Tsetsku Tsachevu, forseta búlgarska þingsins. Til fundarins er boðið öllum kvenþingforsetum aðildarríkja Evrópusambandsins, auk umsóknarríkja. Aðalumræðuefni fundar eru samskipti ólíkra menningarheima í Evrópu og notkun veraldarvefsins í því samhengi.