18.10.2010

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í Lúxemborg

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja funda í Lúxemborg dagana 18.-19. október 2010. Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir 1 milljón.
 
Auk Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, sækja fulltrúar þjóðþinga Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó og Svartfjallalands fundinn. Þingforsetarnir munu m.a. ræða á fundinum um efnahags- og orkumál, auk almannavarna.