28.9.2011

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál 28.-29. september í Syktivkar

Dagana 28.-29. september 2011 verður haldinn fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál í Syktivkar, Rússlandi.

Á fundinum verður m.a. rætt um samstarf og stjórnskipulag á norðurslóðum, loftslagsbreytingar, málefni frumbyggja og umræðuefni næstu ráðstefnu nefndarinnar sem haldin verður á Íslandi 2012.

Fyrir hönd Alþingis sækir fundinn formaður Íslandsdeildar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.