19.9.2012

Fundur forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja í Strassborg 20.-21. september

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins sem haldinn verður í Strassborg 20.-21. september 2012.
 
Helstu mál sem verða til umræðu eru staða fulltrúalýðræðis, arabíska vorið og málefni mannréttindadómsstóls Evrópu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fundarins.