30.10.2012

64. þing Norðurlandaráðs í Helsinki 30. október til 1. nóvember

64. þing Norðurlandaráðs er haldið í Helsinki dagana 30. október til 1. nóvember 2012.

Norðurlandaráð fagnar 60 ára afmæli 2012 og hefur Ísland átt aðild að ráðinu frá byrjun.

Norðurlandaráðsþingið í Helsinki sækja Helgi Hjörvar, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Illugi Gunnarsson, Siv Friðleifsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður vestnorræna ráðsins.

Helstu mál til umfjöllunar eru alþjóðamál og öryggis- og varnarmál, stjórnsýsluhindranir, efnahagslegar og aðrar áskoranir norrænna velferðarkerfa og áfengis- og tóbaksmál.