12.11.2012

Fundur þingmannanefndar og ráðherra EFTA 12. nóvember

Þingmannanefnd og ráðherrar EFTA koma saman til fundar í Genf 12. nóvember 2012. Helstu dagskrárefni fundarins er gerð fríverslunarsamninga EFTA. Þá mun þingmannanefndin fjalla um skýrslu um frjálsa för vinnuafls á EES-svæðinu.

Af hálfu Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundina Árni Þór Sigurðsson formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.