13.11.2012

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál 13.-14. nóvember í Inari, Finnlandi

Dagana 13.-14. nóvember verður haldinn fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál í Inari í Finnlandi.

Á fundinum verður m.a. rætt um samstarf og stjórnskipulag á norðurslóðum og loftslagsbreytingar og viðskiptatækifæri á norðurslóðum.

Fyrir hönd Alþingis sækir fundinn formaður Íslandsdeildar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.