27.8.2013

Fundur þingforseta evrópskra smáríkja haldinn í Reykjavík 28. og 29. ágúst

Fundur þingforseta evrópskra smáríkja verður haldinn í Reykjavík dagana 28. og 29. ágúst næstkomandi. Fundinn sækja þingforsetar og aðrir fulltrúar þjóðþinga Evrópuráðsríkja með undir 1 milljón íbúa. Þátttakendur að þessu sinni koma frá Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Möltu, San Marínó og Svartfjallalandi, auk gestgjafans Einars K. Guðfinnssonar, forseta Alþingis.

Á fundinum munu þingforsetar meðal annars ræða þau mál sem eru efst á baugi í þjóðþingunum. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, flytur erindi um áhrif efnahags- og skuldakreppunnar í Evrópu á smáríkin, einkum Ísland og Kýpur, og munu þingforsetar gera grein fyrir stöðu og horfum í efnahagsmálum í sínum löndum í kjölfarið. Einnig mun Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kynna rannsóknir á smáríkjum og tækifæri til samvinnu í þeim efnum. Þá munu hinir erlendu gestir heimsækja forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á Bessastaði, ásamt því að kynna sér nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi.