28.10.2013

Fundir forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins í tengslum við Norðurlandaráðsþing

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins sækir Norðurlandaráðsþing í Ósló dagana 28.–30. október auk þess að funda innbyrðis og með forsætisnefnd Norðurlandaráðs og fagráðherrum vestnorrænu landanna.

Á fundunum verða m.a. ályktanir Vestnorræna ráðsins ræddar og samstarf landanna á sviði sameiginlegra hagsmunamála á norðurslóðum. Þingmenn Vestnorræna ráðsins hafa sem gestir Norðurlandaráðs málfrelsi á þinginu undir liðnum um alþjóðlegt samstarf og í almennum umræðum.

Unnur Brá Konráðsdóttir sækir fundina fyrir hönd Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.