29.11.2013

Ráðstefna kvenþingmanna, í tilefni af 120 ára kosningarrétti kvenna

Þingmennirnir Björt Ólafsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sóttu alþjóðlega ráðstefnu kvenþingmanna sem haldin var í Evrópuþinginu í Brussel dagana 27.-29. nóvember 2013.
Á ráðstefnunni var þess minnst að þann 28. nóvember 1893 fengu konur á Nýja-Sjálandi fyrstar kvenna kosningarrétt. Þátttakendur komu alls staðar að úr heiminum og var ráðstefnan haldin með stuðningi UN Women, auk fleiri aðila.
 

Á ráðstefnunni voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum og hlaut Ísland tvenn verðlaun sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veittu viðtöku. Þá var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, einn aðalræðumanna á ráðstefnunni.

Myndir af verðlaunaafhendingunni má sjá á Twitter.

Frekari upplýsingar og dagskrá má nálgast á vef ráðstefnunnar.