14.9.2016

Fundur forseta þjóðþinga Evrópuráðsríkja í Strassborg 15.–16. september

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir fund forseta þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins sem haldinn verður í Strassborg 15.–16. september 2016.  

Helstu mál sem verða til umræðu eru málefni flóttamanna og hælisleitenda í Evrópu, samvinna Evrópuráðsþingsins og þjóðþinganna og hvernig virkja má þjóðþingin til að berjast gegn kynþáttahatri og útlendingaandúð. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnu.

Evrópuráðsþingið_þingforsetar©Ellen Wuibaux/Council of Europe