26.9.2016

Forseti Evrópuráðsþingsins í opinberri heimsókn á Íslandi

Forseti Evrópuráðsþingsins, Pedro Agramunt, er í opinberri heimsókn á Íslandi 25.–28. september í boði forseta Alþingis.  Evrópuráðsþingsforsetinn sækir fund stjórnmála- og lýðræðisnefndar Evrópuráðsþingsins sem haldinn er í Hörpu í dag, 26. september.  Hann mun í dag einnig eiga fund með fjármálaráðherra og heimsækja Barnahús og kynna sér starfsemi þess, ásamt því að eiga fund með Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.  Á morgun mun Agramunt eiga fund með forseta Alþingis og hitta fulltrúa í utanríkismálanefnd að máli, funda með utanríkisráðherra og sækja forseta Íslands heim á Bessastaði.

Heimsókn forseta Evrópuráðsþingsins

Fundur utanríkismálanefndar með forseta EvrópuráðsþingsinsFrá heimsókn Agramunt í Alþingishúsið 27. september 2016  og fundi með utanríkismálanefnd Alþingis.