10.8.2017

Heimsókn varaforseta þjóðþings Indónesíu

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tók í dag á móti varaforseta þjóðþings Indónesíu, hr. Agus Hermanto, og sendinefnd indónesískra þingmanna. Fundinn sat einnig Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, en sendinefndin frá Indónesíu hefur á meðan dvölinni stendur kynnt sér hagnýtingu jarðhita.  

Á fundinum var rætt um möguleika á samvinnu á sviði jarðhitarannsókna og -nýtingu, tækifæri til samstarfs á sviði fiskveiða og önnur möguleg samstarfssvið. Lýstu bæði Unnur Brá og Agus Hermanto stuðningi við markmið loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og vilja til að efla samskipti þjóðþings Indónesíu og Alþingis.

Heimsókn varaforseta þjóðþings Indónesíu