20.8.2021

Forseti Alþingis heiðursgestur í Tallinn

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir Eistland heim og verður við hátíðarviðburði í höfuðborginni Tallinn í dag, föstudaginn 20. ágúst, í tilefni þess að 30 ár eru frá endurreisn sjálfstæðis Eistlands. 

Íslendingar voru fyrstir þjóða til að viðurkenna endurreist sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litáens, og tók fyrst allra ríkja upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú, 26. ágúst 1991. 

Forseti Alþingis er heiðursgestur þjóðþings Eistlands, Riigikogu, og sækir Tallinn heim í boði Jüri Ratas, forseta þings. Flutti forseti Alþingis þinginu og eistnesku þjóðinni kveðju Alþingis með ávarpi sem lesa má í heild sinni hér.

Eistland_sjalfstaedisafmaeli2021_1


Eistland_sjalfstaedisafmaeli2021_2

Eistland_sjalfstaedisafmaeli2021_3

Eistland_sjalfstaedisafmaeli2021_5Ljósmyndir © Riigikogu, eistneska þingið, Erik Peinar