22.5.2024

Heimsókn forseta Alþingis í breska þingið

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, heimsótti breska þingið í dag í boði Lindsey Hoyle, forseta neðri málstofu. Á fundi þeirra bar hæst samskipti þjóðþinganna og það sem efst er á baugi í þingstörfum og stjórnmálum í löndunum. Þá átti forseti Alþingis fund með forseta lávarðadeildarinnar, John Francis McFall baróni af Alcluith. 

Á dagskrá heimsóknar voru einnig fundir með þingmönnum í vinahópi Íslands á breska þinginu og Bretlandsdeild alþjóðaþingmannasambandsins þar sem m.a. var rætt um alþjóðastarf þjóðþinga og áskoranir í alþjóðastjórnmálum.

Heimsokn-forseta-Althingis-i-breska-thingid-2024-05-22_2

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Lindsey Hoyle, forseti neðri málstofu breska þingsins. 

Heimsokn-forseta-Althingis-i-breska-thingid-2024-05-22_3

Birgir Ármannsson hitti einnig forseta lávarðadeildarinnar, John Francis McFall barón af Alcluith.

Heimsokn-forseta-Althingis-i-breska-thingid-2024-05-22_4

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hittu einnig Bretlandsdeild alþjóðaþingmannasambandsins.