9.11.2020

Heimsþing kvenleiðtoga haldið í þriðja sinn

Heimsþing kvenleiðtoga er haldið í þriðja sinn í samstarfi Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og samtakanna Women Political Leaders, WPL, dagana 9.–11. nóvember. Að þessu sinni er heimsþingið að fullu rafrænt vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fjöldi þingmanna tekur þátt í þinginu að þessu sinni, víða að úr heiminum, ásamt núverandi og fyrrverandi þjóðarleiðtogum. 

Á meðal kvenleiðtoga sem sækja munu þingið í ár eru Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússalandi, og Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women. Frekari upplýsingar má nálgast á vef heimsþingsins. Þar má einnig finna upplýsingar um valda viðburði á dagskránni sem eru opnir öllum.

2_WLGF_SPEECHMARKS_RGB-01