29.9.2009

Heimsókn króatískra þingmanna

Þingmennirnir Neven Mimica og Marija Pejcinovic Buric, sem sæti eiga í Evrópunefnd króatíska þingsins, heimsóttu Alþingi 28. september.
 
Tilgangur heimsóknar þeirra var að kynna sér umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og gera jafnframt grein fyrir stöðu aðildarviðræðna Króatíu við sambandið. Í því skyni hittu þingmennirnir forseta Alþingis að máli og funduðu með fulltrúum utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra.