22.9.2020

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna funda um Hvíta-Rússland

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna áttu í dag fjarfund um ástandið í Hvíta-Rússlandi. Gestur fundarins var Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fór yfir stöðuna í Hvíta-Rússlandi eftir forsetakosningarnar 9. ágúst sl. og þá bylgju friðsamlegra mótmæla sem reis í kjölfarið. 

Meginkröfur mótmælahreyfingarinnar eru þríþættar: Að þúsundir pólitískra fanga verði leyst úr haldi, að stjórnvöld láti tafarlaust af harkalegu ofbeldi gegn mótmælendum og að boðað verið til frjálsra forsetakosninga.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, á fjarfundi með öðrum þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og Svetlönu Tsíkanovskaju.