Tilskipun 2013/11/ESB er varðar lausn deilna í neytendamálum

(1503041)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
19.03.2015 28. fundur utanríkismálanefndar Tilskipun 2013/11/ESB er varðar lausn deilna í neytendamálum
Fyrir fundinum lá álit allsherjar- og menntamálanefndar eftir umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.
12.03.2015 44. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2013/11/ESB er varðar lausn deilna í neytendamálum
Nefndin samþykkti álit sitt vegna tilskipanar 2013/11/ESB, er varðar lausn deilna í neytendamálaum.
Allir nefndarmenn samþykkir áliti.
Vilhjálmur Árnason var á áliti sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
09.03.2015 41. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Tilskipun 2013/11/ESB er varðar lausn deilna í neytendamálum
Fjallað var um 5. og 6. dagskrárlið sameiginlega. Á fundinn komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneyti og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Gestirnir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.