Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 1998.  Útgáfa 122b.  Prenta í tveimur dálkum.


Orkulög

1967 nr. 58 29. aprílI. kafli. Um Orkustofnun.
1. gr. Orkustofnun starfar undir yfirstjórn ráðherra þess, sem fer með raforkumál.
Stofnunin tekur við öllum eignum og tekur á sig efndir á skuldbindingum embættis raforkumálastjóra að undanskildum þeim, er ræðir um í 56. gr. 1)
[Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn Orkustofnunar til tveggja ára í senn. Í skipunarbréfi skal nánar kveðið á um starfssvið, starfshætti og starfskjör stjórnarmanna.] 2)
    1)Nú 59. gr. 2)L. 53/1985, 1. gr.
2. gr. Hlutverk Orkustofnunar er:
    1. Að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um orkumál.
    2. Að annast: Yfirlitsrannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýtingar þeirra; yfirlitsrannsóknir í orkubúskap þjóðarinnar, er miði að því, að unnt sé að tryggja, að orkuþörf þjóðarinnar sé fullnægt og orkulindir landsins hagnýttar á sem hagkvæmastan hátt á hverjum tíma; aðrar rannsóknir á sviði orkumála, eftir því sem tilefni gefast, og ef við á gegn greiðslu; [hagnýtingar 1) jarðfræðilegar kannanir, m.a. vegna neysluvatnsleitar og, ef við á, gegn greiðslu]. 2)
    3. Að halda skrá um orkulindir landsins. Skulu tilgreindar í skránni allar þær upplýsingar, sem máli skipta, eins og þær eru best vitaðar á hverjum tíma.
    4. Að vinna að áætlunargerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar og hagnýtingu orkulinda landsins. Um þetta skal Orkustofnun hafa samvinnu við aðrar ríkisstofnanir og aðila, sem vinna að áætlunargerð til langs tíma.
    5. Að safna skýrslum um orkuvinnslu, orkuinnflutning og útflutning og um orkunotkun þjóðarinnar, vinna úr þeim og gefa út. Að semja ár hvert og gefa út yfirlit um rekstur orkumannvirkja og um orkumál landsins í heild.
    6. Að fylgjast í umboði ráðherra með rekstri rafmagnsveitna, hitaveitna, orkuvera, jarðhitasvæða og annarra meiri háttar orkumannvirkja.
    7. Að stuðla að samvinnu allra aðila, sem að orkumálum starfa, og vinna að samræmingu í rannsóknum, framkvæmdum og rekstri á sviði orkumála.
    8. Að hafa af hálfu ríkisins yfirumsjón með eftirliti með raforkuvirkjum og jarðhitavirkjum til varnar hættu og tjóni af þeim.
    9. Að hafa umsjón með öllum fallvötnum og jarðhitasvæðum í eigu ríkisins, halda skrá yfir þau með greinargerð fyrir skilyrðum til hagnýtingar þeirra, eins og best er vitað á hverjum tíma, og láta ríkisstjórninni í té vitneskju um þetta.
Ráðherra kveður með reglugerð 3) nánar á um hlutverk og starfshætti Orkustofnunar, þar á meðal skiptingu hennar í deildir, að fengnum tillögum stofnunarinnar.
    1)Á væntanlega að vera „hagnýtar“. 2)L. 84/1972, 1. gr. 3)Rg. 632/1996.
3. gr. [Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Orkustofnunar til fimm ára í senn.] 1) Nefnist hann orkumálastjóri. Hann skal hafa verkfræðilega menntun. Ráðherra setur orkumálastjóra erindisbréf.
    1)L. 83/1997, 69. gr.
4. gr. Ráðherra skipar Tækninefnd Orkustofnunar, orkumálastjóra til ráðuneytis í tæknilegum og fjárhagslegum efnum, svo og til að auðvelda samvinnu allra hlutaðeigandi aðila.
Í nefndinni skulu eiga sæti:
    a. Orkumálastjóri, sem jafnframt er formaður Tækninefndar.
    b. Tæknimenntaðir fulltrúar tilnefndir af Landsvirkjun, Sambandi ísl. rafveitna, Sambandi ísl. hitaveitna, Rafmagnsveitum ríkisins, Rannsóknaráði ríkisins og hagfræðimenntaður fulltrúi Efnahagsstofnunarinnar. Þar til samband hitaveitna á Íslandi verður stofnað, tilnefnir Hitaveita Reykjavíkur fulltrúa í þess stað. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Tækninefnd getur kallað fleiri menn til starfa, þegar nauðsyn ber til vegna þeirra verkefna, sem þar eru til meðferðar hverju sinni.
Nánari ákvæði um starfssvið og starfshætti Tækninefndar Orkustofnunar skulu sett í reglugerð. 1) Ráðherra ákveður starfskjör tækninefndarmanna.
    1)Rg. 632/1996.
5. gr. [Orkumálastjóri ræður fasta starfsmenn Orkustofnunar.] 1) Fast starfsfólk Orkustofnunar skal taka laun samkvæmt ákvæðum laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna … 1)
    1)L. 83/1997, 70. gr.
6. gr. Orkustofnun lætur sveitarfélögum og öðrum aðilum í té leiðbeiningar og upplýsingar um orkumál, þegar þess er óskað og eftir því sem við verður komið, gegn hæfilegu endurgjaldi.
[7. gr. Iðnaðarráðherra er heimilt að stofna hlutafélag til að markaðsfæra erlendis þá þekkingu sem Orkustofnun ræður yfir á sviði rannsókna, vinnslu og notkunar jarðhita, vatnsorkurannsókna og áætlunargerðar í orkumálum, svo og á öðrum sviðum eftir því sem fært þykir.
Hlutafélagi skv. 1. mgr. er ætlað að standa undir rekstri sínum með tekjum af verkefnum erlendis. Allt starf að markaðsfærslu á sérþekkingu Orkustofnunar erlendis og öll rannsóknar- og ráðgjafarverk hennar erlendis skulu unnin af og á ábyrgð hlutafélagsins. Ábyrgð Ríkissjóðs Íslands á félaginu takmarkast alfarið við framlagt hlutafé.
Hlutafélaginu er heimilt að fengnu leyfi ráðherra að taka þátt í stofnun fyrirtækja ásamt með íslenskum og erlendum samstarfsaðilum í því skyni að vinna sameiginlega að öflun og úrlausn verkefna skv. 2. mgr.] 1)
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[8. gr. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga um hlutafélög, nr. 32/1978, 1) gildir ekki um tölu stofnenda hlutafélagsins og 1. mgr. 17. gr. sömu laga gildir ekki um tölu hluthafa. Sú undantekning skal gilda frá 2. mgr. 47. gr. laga nr. 32/1978 1) að á aðalfundi skal kjósa stjórn Orkustofnunar til að vera stjórn hlutafélagsins. Að öðru leyti gilda ákvæði hlutafélagalaga um félagið og fer ráðherra sá, sem fer með orkumál, með eignaraðild ríkisins að hlutafélaginu.] 2)
    1)l. 2/1995. 2)L. 53/1985, 2. gr.
[9. gr. Orkustofnun er heimilt, með leyfi ráðherra, að lána hlutafélagi skv. 7. gr. starfsfólk til starfa við erlend verkefni sem félagið tekur að sér. Slíkt starfsfólk Orkustofnunar telst starfsfólk hlutafélagsins á lánstímanum og skal starfstími hjá hlutafélaginu reiknast með starfstíma viðkomandi sem ríkisstarfsmanns varðandi þau réttindi sem tengd eru starfsaldri. Jafnframt skulu þeir starfsmenn, sem þess óska, halda aðild að lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna, enda haldi greiðslur áfram með sama hætti á lánstímanum og verið hefði ef starfsmaður hefði unnið óslitið hjá Orkustofnun. Um réttindi starfsfólksins fer að öðru leyti samkvæmt ráðningarsamningi.] 1)
    1)L. 53/1985, 2. gr.

II. kafli. Um vinnslu raforku.
[10. gr.]1) Til að reisa og reka raforkuver stærra en 2000 kw þarf leyfi Alþingis.
Til að reisa og reka raforkuver 200–2000 kw þarf leyfi ráðherra raforkumála.
Þá er heimilt að reisa og reka varastöð allt að 1000 kw án sérstaks leyfis.
Þeir, sem við gildistöku þessara laga hafa rétt til að eiga, reisa eða reka raforkuver, halda þeim rétti áfram.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[11. gr.]1) Umsóknir um leyfi til að reisa og reka raforkuver eða stækka skulu sendar ráðherra raforkumála, ásamt uppdráttum, kostnaðar- og rekstraráætlun hins fyrirhugaða raforkuvers. Ráðherra sendir gögn þessi Orkustofnun til umsagnar, áður en hann afgreiðir málið endanlega, eða fær það Alþingi til meðferðar.
    1)L. 53/1985, 2. gr.

III. kafli. …1)
    1)L. 57/1998, 36. gr.

IV. kafli. Um héraðsrafmagnsveitur.
[21. gr.]1) Héraðsrafmagnsveita veitir raforku um tiltekið orkuveitusvæði og selur hana neytendum innan takmarka þess.
Ráðherra sá, sem fer með raforkumál, ákveður orkuveitusvæði hverrar héraðsrafmagnsveitu, að fenginni umsögn viðkomandi sveitarfélags.
Ráðherra getur veitt einkarétt til að reka héraðsrafmagnsveitu á tilteknu orkuveitusvæði, veita raforku um orkuveitusvæðið og selja hana neytendum innan takmarka þess. Veitingu einkaréttar getur ráðherra bundið þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja til að tryggja jafnrétti notenda og hagkvæma og fullnægjandi dreifingu raforkunnar um orkuveitusvæðið.
Þrátt fyrir einkarétt samkvæmt þessari grein, getur ráðherra veitt Landsvirkjun leyfi til orkusölu til stórra notenda skv. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 59/1965, um Landsvirkjun. 2)
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)l. 42/1983.
[22. gr.]1) Taki orkuveitusvæði, sem ráðherra hefur ákveðið, aðeins yfir einn kaupstað eða einn hrepp eða hluta úr hreppi, eða íbúatala kaupstaðarins eða hreppsins er 3/ 4 af íbúatölu alls orkuveitusvæðisins a.m.k., hefur bæjarstjórn eða sveitarstjórn forgangsrétt til að reka héraðsveitu á því orkuveitusvæði og að hljóta til þess einkarétt skv. 18. gr. 2)
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)21. gr.
[23. gr.]1) Alls staðar annars staðar en um getur í 19. gr. 2) og þar sem bæjar- eða sveitarstjórn neytir eigi réttar síns samkvæmt þeirri grein, hafa Rafmagnsveitur ríkisins forgangsrétt til að reka héraðsrafmagnsveitu og hljóta til þess einkarétt skv. 18. gr. 3)
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)22. gr. 3)21. gr.
[24. gr.]1) Nú óskar einstakur maður eða félag að reka héraðsrafmagnsveitu á tilteknu orkuveitusvæði og hljóta til þess einkarétt skv. 18. gr., 2) og skal ráðherra þá tilkynna það hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórn og Rafmagnsveitum ríkisins, eins og við á, og veita þeim hæfilegan frest til að ákveða, hvort þær vilja nota rétt sinn skv. 19. og 20. gr. 3) Hafi þær eigi innan þess frests, sem þeim var settur, tilkynnt ráðherra, að þær ætli að nota rétt sinn skv. 19. og 20. gr., 3) getur ráðherra veitt umsækjanda einkaréttinn, enda sé að öðru leyti fullnægt ákvæðum laga og reglugerða þar að lútandi. Einkarétturinn veitist um tiltekið árabil.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)21. gr. 3)Nú 22. og 23. gr.
[25. gr.]1) Áður en einkaréttur er veittur, auglýsir ráðherra þrisvar sinnum í Lögbirtingablaðinu ákvörðun um veitingu einkaréttarins og um takmörk orkuveitusvæðisins.
Nú eiga einstakir menn, félög eða héruð rafmagnsveitur á því svæði, sem auglýsing skv. 1. mgr. nær til, og skulu þá eigendur þeirra skýra ráðherra frá því innan þriggja mánaða frá síðustu birtingu auglýsingarinnar, ef þeir óska að halda starfrækslunni áfram, og ákveður hann þá staðartakmörk þess fyrirtækis, um leið og hann veitir því leyfi til að starfa áfram. Þetta leyfi veitir engan frekari rétt en þeir höfðu áður og er því ekki til fyrirstöðu, að einkarétthafi stofnsetji og starfræki orkuveitu innan takmarka fyrirtækisins.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[26. gr.]1) Héraðsrafmagnsveitu, sem hlotið hefur einkarétt skv. 18. gr., 2) er skylt að selja raforku öllum, sem þess óska, innan takmarka orkuveitusvæðis hennar, með þeim skilyrðum, sem nánar eru ákveðin í lögum þessum og í reglugerðum, sem settar verða samkvæmt þeim.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)21. gr.
[27. gr.]1) Um héraðsrafmagnsveitu, sem hlýtur einkarétt skv. 18. gr., 2) skal setja reglugerð, 3) sem stjórn veitunnar semur og ráðherra staðfestir, og skal þar m.a. setja ákvæði um stjórn og rekstur veitunnar, orkuveitusvæði hennar, skilmála fyrir raforkusölunni, löggildingu rafvirkja og sektir fyrir brot á reglugerðinni.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)21. gr. 3) Augl. 129/1997.
[28. gr.]1) Gjald fyrir raforku frá héraðsrafmagnsveitu, sem fellur undir ákvæði 24. gr., 2) skal ákveða í gjaldskrá, sem stjórn veitunnar semur og ráðherra staðfestir. Í gjaldskrá má ákveða sérstakt heimtaugargjald, sem greiðist þegar heimtaug er lögð. Gjaldskrá skal endurskoða eigi sjaldnar en fimmta hvert ár.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)27. gr.
[29. gr.]1) Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast lán allt að 80% stofnkostnaðar héraðsrafmagnsveitna, að fenginni umsögn Orkustofnunar.
    1)L. 53/1985, 2. gr.

V. kafli. Um hitaveitur.
[30. gr.] 1) Ráðherra er heimilt að veita sveitarfélögum eða samtökum þeirra einkaleyfi, með þeim skilyrðum, sem lög þessi ákveða, til þess að starfrækja hitaveitur, sem annist dreifingu eða sölu heits vatns eða gufu til almenningsþarfa á tilteknu veitusvæði, frá jarðhitastöðvum eða hitunarstöðvum með öðrum orkugjafa. Þeir aðilar, sem nú hafa einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu, skulu halda þeim rétti.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[31. gr.]1) Einkaleyfi það, sem um ræðir í 27. gr., 2) getur sveitarfélag, með samþykki ráðherra, framselt einstaklingum eða félögum að einhverju eða öllu leyti um ákveðið tímabil í senn með þeim skilyrðum og kvöðum, sem ástæður þykja til.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)30. gr.
[32. gr.]1) Einkaleyfisumsókn samkvæmt 27. og 28. gr. 2) skulu fylgja fullnægjandi uppdrættir að fyrirhugaðri hitaveitu, kostnaðaráætlun og rekstraráætlun.
Einkaleyfi skal því aðeins veita, að ráðherra telji, að fengnu áliti Orkustofnunar, að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
Nú hefur einkaleyfi verið veitt til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt lögum þessum, og skal þá, áður en veitan tekur til starfa, setja henni gjaldskrá, er ráðherra staðfestir.
Í gjaldskrá má ákveða sérstakt heimæðargjald.
Gjaldskrána ber að endurskoða eigi sjaldnar en fimmta hvert ár.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Nú 30. og 31. gr.
[33. gr.]1) Heimilt er ríkisstjórninni að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs nauðsynleg lán, er aðilar þeir, sem um ræðir í 27. og 28. gr., 2) kunna að taka til að koma upp hitaveitu samkvæmt ákvæðum þessara laga. Má ábyrgðin þó aldrei fara fram úr 80% upphaflegs stofnkostnaðar hitaveitunnar. Í tryggingu fyrir ábyrgðinni getur ríkissjóður krafist 1. veðréttar í hitaveitunni, svo og árlegum tekjum hennar, ef aðrar tryggingar eru ekki fyrir hendi, er ríkisstjórnin metur gildar.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Nú 30. og 31. gr.
[34. gr.]1) Jarðeigendur, sem eiga land, þar sem leiðslur hitaveitu sveitarfélags verða lagðar, svo og lóðareigendur og lóðarleigjendur í hlutaðeigandi umdæmi eru skyldir til að láta af hendi land, landsafnot og mannvirki, sem þarf til þess að veita megi vatninu um veitusvæðið. Þeim er einnig skylt að þola grjóttak, malartekju og aðra jarðefnatöku, svo og eignarkvaðir, óhagræði og takmörkun á afnotarétti, sem bygging og rekstur hitaveitunnar kann að hafa í för með sér. Fullar bætur komi fyrir eftir mati, ef samkomulag næst ekki.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[35. gr.]1) Bæjarstjórn eða hreppsnefnd hefur rétt til þess að löggilda menn, er hún telur hæfa, til að annast pípulagningavinnu við veituna, og skulu þeir í starfi sínu fara eftir reglum, er sveitarstjórn setur.
Nú hefur sveitarfélag notfært sér framangreinda heimild, og mega þá engir aðrir en þeir, sem fengið hafa slíka löggildingu, taka að sér pípulagnir við hitaveituna.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[36. gr.]1) Nú vill sveitarfélag — eða samtök þeirra — koma upp hitaveitu samkvæmt 27. gr. 2) og telur fjárhagslega afkomu fyrirtækisins ekki tryggða, nema öll hús innan veitusvæðisins verði hituð frá veitunni, og getur ráðherra þá, að fenginni umsögn Orkustofnunar, ákveðið, að öll hús innan veitusvæðisins skuli hituð frá hitaveitunni, og einnig heimilað eignarnám á utanhússpípulögnum samhitunarkerfa, sem einkaleyfisheimild skv. 27. gr. 2) náði ekki til. Fer um eignarnám það að lögum. Nauðsynlegar breytingar á innanhússlögnum vegna tengingar við hitaveituna skulu kostaðar af húseigendum.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)30. gr.
[37. gr.]1) Nú hafa einstaklingar eða félög komið upp hitaveitu með leyfi hlutaðeigandi bæjarstjórnar eða hreppsnefndar samkvæmt 28. gr., 2) og getur ráðherra þá, við lok leyfistíma, heimilað eignarnám á eignum hitaveitunnar, ef sveitarstjórn óskar þess og ekki næst samkomulag um yfirtöku einkaleyfisins og eignanna. Fer um slíkt eignarnám að lögum.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)31. gr.
[38. gr.]1) Nú hefur félag komið á hitaveitu í þágu almennings fyrir gildistöku laga þessara og annast rekstur hennar, og hefur félagið þá sömu réttindi og skyldur samkvæmt þessum lögum sem sveitarfélag væri.
Rétt á bæjarstjórn eða hreppsnefnd að kaupa slíka hitaveitu eftir mati, ef samkomulag næst ekki um verð mannvirkisins.
    1)L. 53/1985, 2. gr.

VI. kafli. 1)
    1)L. 60/1979, 15. gr.

VII. kafli. 1)
    1)L. 57/1998, 36. gr.

VIII. kafli. Um jarðboranir ríkisins. …1)
    1)L. 107/1985, 7. gr.

IX. kafli. Um Rafmagnsveitur ríkisins.
[58. gr.]1) Ríkisstjórnin starfrækir rafmagnsveitur, sem eru eign ríkisins og reknar sem fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki með sérstöku reikningshaldi undir umsjón þess ráðherra, er fer með raforkumál. Stofnunin skal heita Rafmagnsveitur ríkisins.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[59. gr.]1) Rafmagnsveitur ríkisins taka við eignum og rekstri Rafmagnsveitna ríkisins og Héraðsrafmagnsveitna ríkisins, sem stofnaðar voru með lögum nr. 12 2. apríl 1946, með þeim réttindum og skuldbindingum, sem því fylgir.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[60. gr.]1) [Ráðherra skipar forstjóra Rafmagnsveitna ríkisins til fimm ára í senn.] 2) Nefnist hann rafmagnsveitustjóri ríkisins. Rafmagnsveitustjóri ríkisins hefur á hendi stjórn á rekstri fyrirtækisins og framkvæmdum þess undir umsjón þess ráðherra, sem fer með raforkumál.
[Rafmagnsveitustjóri ríkisins ræður fasta starfsmenn.] 2) Fast starfsfólk Rafmagnsveitna ríkisins skal taka laun samkvæmt ákvæðum laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna … 2) Nánari ákvæði um starfssvið rafmagnsveitustjóra ríkisins skulu sett í reglugerð.
Ráðherra skipar rafmagnsveitustjóra til ráðuneytis nefnd þriggja manna og skal einn þeirra tilnefndur af Orkuráði, en tveir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, annar þeirra sem fulltrúi strjálbýlis, en hinn þéttbýlis. Um starfssvið nefndarinnar skal nánar ákveðið í reglugerð.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)L. 83/1997, 71. gr.
[61. gr.]1) Rafmagnsveitur ríkisins skulu hafa það verkefni — annaðhvort einar sér eða í samvinnu við önnur fyrirtæki — að framleiða, dreifa og selja raforku, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu á tilteknu orkuveitusvæði, enda gegni önnur héraðsrafmagnsveita eigi því hlutverki.
Til þess að ná tilgangi þessum hafa Rafmagnsveitur ríkisins heimild til hvers konar samninga við aðra aðila, enda sé í öllu fylgt fyrirmælum laga þessara við gerð þeirra.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[62. gr.]1) Rafmagnsveitur ríkisins afla fjár til nýrra mannvirkja með heimtaugargjöldum neytenda, með lántökum og ráðstöfun fjár úr fyrninga- og varasjóði rafmagnsveitnanna.
Rafmagnsveitur ríkisins fá enn fremur stofntillag, eftir því sem fé er veitt í fjárlögum, til byggingar veitna í strjálbýli, þegar áætlanir sýna, að tekjur af veitunni muni ekki nægja til að standa straum af tilkostnaði hennar.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[63. gr.]1) Áður en hafist er handa um að reisa, kaupa eða leigja orkuver eða orkuveitu á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, skal rafmagnsveitustjóri hafa í samvinnu við Orkustofnun athugað, á hvern hátt verði heppilegast fullnægt raforkuþörf þeirra notenda, sem hinni fyrirhuguðu orkuveitu er ætlað að ná til.
Að lokinni þeirri athugun sendir rafmagnsveitustjóri ráðherra tillögur sínar um hinar fyrirhuguðu framkvæmdir.
Tillögum sínum lætur rafmagnsveitustjóri fylgja fullnægjandi kostnaðaráætlanir, greinargerð um skilyrði til orkuvinnslu eða orkukaupa og orkusölu og nákvæmar áætlanir um tekjur og gjöld af virkjunum, svo og tillögur um fjáröflun til framkvæmda.
Ef ráðist er í framkvæmdir, skal þessi undirbúningskostnaður talinn með stofnkostnaði þeirra.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[64. gr.]1) Nú telur ráðherra, að fengnum tillögum rafmagnsveitustjóra, rétt að reisa ný orkuver eða koma upp nýjum orkuveitum eða auka við hin fyrri orkuver eða orkuveitur á vegum Rafmagnsveitna ríkisins eða festa kaup á slíkum mannvirkjum, og leitar hann þá til þessa samþykkis Alþingis og gerir jafnframt tillögur um það, á hvern hátt fjár til þeirra framkvæmda skuli aflað. Tillögum sínum til Alþingis lætur ráðherra fylgja nákvæmar áætlanir um tekjur og gjöld af þessum virkjunum.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar getur rafmagnsveitustjóri látið gera minni háttar aukningu á orkuveri og orkuveitu, er hann telur þess brýna þörf, áður en samþykki Alþingis er fengið, og tekið til þess bráðabirgðalán, að fengnu samþykki ráðherra.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[65. gr.]1) Ráðherra setur, að fengnum tillögum rafmagnsveitustjóra og umsögn Efnahagsstofnunarinnar, gjaldskrá fyrir Rafmagnsveitur ríkisins.
Í gjaldskrá skal tilgreina:
    1. Verð í heildsölu fyrir orku, sem seld er héraðsrafmagnsveitum.
    2. Verð fyrir orku, selda beint til notenda.
    3. Heimtaugargjöld notenda.
    4. Önnur gjöld.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[66. gr.]1) Tekjum Rafmagnsveitna ríkisins af raforkusölu skal varið til að mæta rekstrarkostnaði þeirra og óhjákvæmilegri eignaaukningu, þar með talin orkukaup, stjórn, gæsla, viðhald, vaxtagreiðslur, fyrning eigna. Enn fremur er heimilt að leggja allt að 10% í varasjóð.
Tekjuafgangur sá, sem eftir verður, þegar fé hefur verið lagt í varasjóð, skal renna í Orkusjóð.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[67. gr.]1) Rafmagnsveitustjóri skal árlega senda ráðherra efnahags- og rekstrarreikning rafmagnsveitnanna. Í reikningi þessum skal m.a. aðgreint, hvernig kostnaður skiptist á vinnslu, aðalorkuflutning og dreifingu raforkunnar.
Enn fremur sendir rafmagnsveitustjóri kostnaðarreikning yfir þau virki, sem eru í smíðum, og skýrslu um starfsemina. Hann skal og árlega gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og senda ráðherra svo snemma að fylgt geti fjárlagafrumvarpi til Alþingis. Í fjárhagsáætlun skal taka upp tillögur um nýjar framkvæmdir, lántökur og önnur fjárframlög.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[68. gr.]1) Ráðherra setur með reglugerð 2) nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga að því er varðar Rafmagnsveitur ríkisins, þar á meðal um:
    1. Stjórn og fjárreiður, reikningshald og fyrningar, um meðferð varasjóðs, svo og um skýrslugerðir.
    2. Starfsmannahald og verkaskiptingu starfsmanna.
    3. Skilyrði, sem Rafmagnsveitur ríkisins mega setja héraðsrafmagnsveitum, sem kaupa raforku frá þeim, um rekstrarfyrirkomulag og tilhögun veituvirkja til tryggingar öruggum rekstri, svo og til að tryggja Rafmagnsveitum ríkisins greiðslu fyrir þá orku, er þær selja, og til að stuðla að aukinni raforkunotkun og góðri hagnýtingu orkunnar.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Rg. 122/1992, sbr. 256/1997 (fyrir Rafmagnsveitur ríkisins).

X. kafli. Um Orkusjóð.
[69. gr.]1) Orkusjóður er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[70. gr.]1) Orkusjóður tekur við öllum eignum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs, eins og þær eru við gildistöku þessara laga, og öllum skuldbindingum beggja sjóðanna.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[71. gr.]1) Tekjur Orkusjóðs eru:
    a. Vextir af fé sjóðsins.
    b. Fé það, sem veitt er í fjárlögum hverju sinni.
    c. Rekstrarhagnaður af Rafmagnsveitum ríkisins og jarðborunum ríkisins.
    d. Endurgreiddur kostnaður af rannsóknum, jarðhitaleit og jarðborunum, sbr. 73. gr. 2)
Orkusjóður tekur auk þess lán til starfsemi sinnar, eftir því sem ákveðið er í fjárlögum eða með heimild í sérstökum lögum.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)76. gr.
[72. gr.]1) Stjórn Orkusjóðs er í höndum Orkuráðs, undir yfirstjórn ráðherra þess, sem fer með raforkumál. Sameinað Alþingi kýs með hlutfallskosningu 5 menn í Orkuráð til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann úr hópi kjörinna ráðsmanna. Orkumálastjóri er framkvæmdastjóri Orkusjóðs. 2)
Orkuráð semur árlega fjárhags- og greiðsluáætlun fyrir Orkusjóð og sendir ráðherra svo snemma, að fylgt geti fjárlagafrumvarpi til Alþingis.
Orkuráð gerir tillögur um lánveitingar og einstakar greiðslur úr Orkusjóði, samkvæmt fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins, og leitar staðfestingar ráðherra á þeim tillögum. Orkuráð gerir enn fremur tillögur um ráðstöfun stofntillaga til lagningar rafmagnsveitna í strjálbýli, skv. 2. mgr. 59. gr. 3)
    1)L. 53/1985 2. gr. 2)Rg. 68/1947 (um stjórn, gæslu og meðferð raforkusjóðs). 3)62. gr.
[73. gr.]1) Orkusjóður skal vera í vörslu Seðlabanka Íslands, sem hefur á hendi daglegan rekstur hans og bókhald, ársuppgjör og skýrslugerð.
Seðlabankinn skal hafa lokið gerð reikninga Orkusjóðs fyrir 1. mars ár hvert og hafa afhent þá Orkuráði til úrskurðar.
Allur kostnaður við rekstur Orkusjóðs greiðist af tekjum sjóðsins.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[74. gr.]1)2) Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda Íslands með fjárhagslegum stuðningi við framkvæmdir á sviði orkumála.
Úr Orkusjóði er heimilt:
    [1. Að styrkja gerð yfirlitsathugana á möguleikum til að auka hlutdeild innlendra orkulinda í orkubúskap þjóðarinnar.
    2. Að styrkja sérstök verkefni á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þar með talda fræðslu- og upplýsingastarfsemi.
    3. Að veita fyrirtækjum eða einstaklingum styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerða tækja og búnaðar sem ætla má að leiði til þess að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis.] 3)
    4. [Að veita opinberum aðilum, félögum og einstaklingum lán til að leita og afla jarðvarma með jarðvísindalegum forrannsóknum, jarðborunum og vinnslurannsóknum til að meta árangur borana.] 4)
    5.3)
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Rg. 97/1954 (um veitingu einkarafstöðvalána úr raforkusjóði (vatnsaflsstöðvar)), 98/1954 (um veitingu mótorrafstöðvalána úr raforkusjóði). 3)L. 140/1996, 24. gr. 4)L. 32/1983, 2. gr.
[75. gr.]1) [Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum Orkuráðs, vexti og önnur útlánakjör Orkusjóðs. Lán, sem veitt eru samkvæmt 71. gr., 4. tölul., 2) skulu vera verðtryggð og til hæfilega langs tíma. Lánstími skal þó ekki vera lengri en 10 ár.
Áður en tillaga er gerð um lánveitingu úr Orkusjóði skal Orkuráð leita umsagnar sérfróðra aðila um jarðfræðilegar og vinnslutæknilegar líkur á árangri og um fjárhagslegan ávinning af öflun jarðvarma.
Ef tiltekin borun, sem lánað hefur verið til skv. 4. tölul. 2. mgr. 71. gr., 2) reynist árangurslaus eða árangur til muna lakari en gert var ráð fyrir samkvæmt áætlunum sérfræðinga, kostnaður óeðlilega hár og ávinningur af notkun borholunnar til vinnslu jarðvarma því minni en upphaflega var gert ráð fyrir og fjárhagslegri afkomu lántaka stefnt í hættu af þessum sökum, er ráðherra heimilt, að fenginni tillögu Orkuráðs, að fella niður að hluta eða öllu leyti endurgreiðsluskyldu lántaka, skv. 4. tölul. 2. mgr. 71. gr. 2)] 3)
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)74. gr. 3)L. 32/1983, 3. gr.
[76. gr.]1) Ef ráðist er í framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið með rannsóknum og áætlanagerðum á vegum Orkustofnunar, skal þessi rannsóknar- og undirbúningskostnaður talinn með stofnkostnaði þeirra og endurgreiðast Orkusjóði. Endurgreiðslu skal að fullu lokið eigi síðar en fimm árum eftir að hafist er handa um hagnýtingu framkvæmdanna.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[77. gr.]1) Orkustofnun getur haft eftirlit með þeim framkvæmdum, sem Orkusjóður veitir fé til.
Er skylt að láta stofnuninni fyrirfram í té fullnægjandi upplýsingar um hið fyrirhugaða verk og gefa henni kost á að fylgjast í hvívetna með framkvæmd þess. Orkustofnun getur sett þau skilyrði um framkvæmd verksins, er hún telur þörf á til að stuðla að sem bestum árangri. Ber að hlýða fyrirmælum hennar í þessum efnum. Ber að stöðva greiðslur úr Orkusjóði til verksins, ef út af er brugðið og Orkustofnun óskar þess.
    1)L. 53/1985, 2. gr.

XI. kafli. Almenn ákvæði.
[78. gr.]1) Matsgerðir samkvæmt lögum þessum skulu dómkvaddir menn framkvæma. Um matsgerðir fer að öðru leyti eftir ákvæðum vatnalaga nr. 15 frá 1923, nema annað sé fram tekið í lögum þessum.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[79. gr.]1) Öll gjöld samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum og gjaldskrám, sem settar verða samkvæmt þeim, má taka lögtaki á kostnað gjaldanda og stöðva afhendingu rafmagns og hitaorku, ef ekki er staðið í skilum á greiðslu fyrir þau á settum gjalddaga.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[80. gr.]1) Orkustofnun, Rafmagnsveitur ríkisins, Rafmagnseftirlit ríkisins, … 2) og jarðboranir ríkisins eru undanþegin tekjuskatti, útsvari, aðstöðugjaldi, stimpilgjaldi og öðrum sköttum til ríkis, sveitar- og bæjarfélaga.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)L. 48/1992, 4. gr.
[81. gr.]1) Brot gegn lögum þessum varða sektum.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[82. gr.]1) Nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga skal setja í reglugerð, 2) þar á meðal ákvæði um skyldu einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til að láta Orkustofnun í té skýrslur um atriði, er orkumál varða og Orkustofnun þarf á að halda til að geta sinnt hlutverki sínu; um skyldu til samningsgerðar um samrekstur orkuvera, þar sem tveir eða fleiri aðilar annast vinnslu raforku inn á samtengt kerfi.
    1)L. 53/1985, 2. gr. 2)Rg. 585/1993.
[83. gr.]1) Með mál út af brotum á lögum þessum og reglugerðum samkvæmt þeim skal farið að hætti opinberra mála.
    1)L. 53/1985, 2. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða. Ríkissjóður leggur hlutafélaginu 1) til stofnfé eftir því sem nánar er kveðið á um í fjárlögum, allt að jafnvirði 4.000.000,00 kr. (miðað við verðlag í janúar 1985) árlega árin 1986, 1987 og 1988.] 2)
    1)Sbr. 7.–9. gr. þ.l. 2)L. 53/1985, brbákv.