Lagasafn. Íslensk lög í september 2001. Útgáfa 126b. Prenta í tveimur dálkum.
Girðingarlög
1965 nr. 10 25. mars
1. gr. Girðingar í lögum þessum, þegar annars er ekki getið, eru 6 strengja gaddavírsgirðingar, 1,10 metrar á hæð frá jafnsléttu og ekki lengra milli jarðfastra stuðla (stólpa) hennar en 4 metrar, eða girðing, er jafngildi henni að vörslunotum, þar með taldir skurðir með þremur eða fleiri gaddavírsstrengjum á skurðbakka. Gerð ristarhliða skal ákveða í reglugerð, er landbúnaðarráðherra setur.
2. gr. Þegar lögð er girðing af leiguliða, fer um skyldur jarðeiganda við burtför ábúandans eftir sömu reglum og um hús á jörðinni sé að ræða, sbr. 13. gr. ábúðarlaga.
1)

Girðingar, sem ríkistillag hefur verið greitt vegna eða lán veitt til með veðrétti á jörðu, skulu jafnan fylgja jörðinni og þeim við haldið, meðan lánið er ekki að fullu greitt (eða styrkur ekki endurgreiddur), en heimilt er að fengnu samþykki lánveitanda að flytja girðingar þangað, sem þær koma jörðinni að meira gagni.
1)Nú 16. gr. l. 64/1976.
3. gr. Nú fer jörð í eyði, sem ekki á að byggjast aftur, sbr. 4. kafla jarðræktarlaga, og verða eigi lengur nein not af girðingunni fyrir jörðina, skal þá eiganda girðingarinnar skylt að taka hana upp.

Nú telja þeir, er dæma jörðina ekki ábúðarhæfa, að nágrannajörð eða jarðir geti haft not af girðingunni eða hluta úr henni, og skal þá viðhaldsskyldan að þeim hluta færast yfir á ábúanda þeirrar jarðar, enda á hann rétt á að kaupa girðinguna eða þann hluta hennar er hann hefur gagn af, eftir mati úttektarmanna.
4. gr. Vilji eigandi eða notandi ræktunarlanda í þorpum og bæjarfélögum girða land sitt, skal hann með árs fyrirvara tilkynna það öllum þeim, er land eiga á móti því landi, sem hann vill girða. Þeim, sem eiga þannig aðliggjandi útmældar ræktunarlóðir, er skylt að taka þátt í kostnaði við girðinguna til jafns við þann, sem vill girða, ef um vírgirðingu er að ræða, að tiltölu við lengd girðingarinnar fyrir landi hvers eins. Þetta gildir þó ekki um það land, sem liggur að götu í bæ eða kauptúni.
5. gr. Nú vill ábúandi eða eigandi jarðar, sem er í ábúð, girða land sitt, og hefur hann þá rétt til að krefjast, að sá eða þeir, sem land eiga að hinu fyrirhugaða girðingarstæði, greiði hálfan girðingarkostnaðinn að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins. En annar helmingur girðingarkostnaðar skiptist eftir því, hvert gagn hver um sig hefur af girðingunni. Verði ekki samkomulag um þau skipti, skera matsmenn úr þeim ágreiningi, sbr. 6. gr. Eigi síðar en ári áður en verk er hafið skal sá, er samgirðingar krefst, bera fram kröfu sína. Hver aðili hefur rétt til að leggja fram efni, flutning og vinnu í hlutfalli við þátttöku í kostnaðinum. Neiti sá, er samgirðingar er krafinn, þátttöku í undirbúningi eða framkvæmd verksins, getur sá, er girða vill, sett hana upp, og á hann þá kröfurétt á endurgreiðslu á þeim hluta kostnaðar, er hinum ber að greiða.
6. gr. Nú verða aðilar ekki ásáttir um, hvers konar girðingu skuli setja, eða um aðra framkvæmd verksins, og skulu þá úttektarmenn hreppsins og jarðræktarráðunautur hlutaðeigandi héraðs skera úr um ágreininginn. Liggi girðing í hreppamörkum, skal hvor aðili tilnefna úttektarmann úr sínum hreppi til að jafna ágreininginn ásamt hlutaðeigandi jarðræktarráðunaut. Liggi girðingin í mörkum [stjórnsýsluumdæma, tilnefna hlutaðeigandi sýslumenn]
1) sinn manninn hvor, en [stjórn Bændasamtaka Íslands tilnefnir einn mann].
2) Jarðræktarráðunautarnir skulu jafnan vera oddamenn og afl atkvæða ráða úrslitum.

Kostnað við matið greiða aðilar eftir sömu hlutföllum og girðingarkostnaðinn, og ákveða matsmenn, hverju hann nemur.
1)L. 92/1991, 42. gr. 2)L. 73/1996, 7. gr.
7. gr. [Vilji meiri hluti ábúenda eða eigenda jarða, er liggja að afrétt, girða milli afréttarinnar og heimalanda sinna, skulu eigendur eða notendur afréttarinnar greiða
4/
5 hluta stofnkostnaðar girðingarinnar, en eigendur eða ábúendur hlutaðeigandi jarða
1/
5. Ef ágreiningur verður um framkvæmd verksins, fer um það eins og segir í 5. gr. Um girðingarkostnað milli afréttarlanda gilda sömu reglur og um landamerkjagirðingar sé að ræða. Viðhaldskostnaður allra girðinga greiðist í sömu hlutföllum og stofnkostnaður nema þeirra girðinga, er vegagerðin setur upp …
1)

Nú er landamerkjagirðing, sem kostuð hefur verið eftir öðrum hlutföllum en um getur í 5. gr., og skal þá viðhald hennar falla undir fyrirmæli 5. gr., eftir að lög þessi hafa öðlast gildi, enda brjóti það ekki í bág við gildandi samninga.]
2)
1)L. 56/1995, 4. gr. 2)L. 45/1967, 1. gr.
[8. gr. [Nú vilja sveitarfélög, eitt eða fleiri, girða af sitt afréttarland, en fá ekki samþykki aðliggjandi hreppa, og skal þá sýslumaður, áður en tekur til ákvæða 5., 6. og 7. gr. um þau atriði, fella úrskurð um hvort fyrirhuguð girðing skuli heyra undir ákvæði ofannefndra lagagreina. Skal úrskurður sýslumanns reistur á þrem eftirtöldum atriðum:]
1)
1. Hvort ágangur búfjár frá aðliggjandi hreppum réttlæti einhliða ákvörðun kröfuaðilans um lagningu girðingar.
2. Hvort fyrirhugað stæði girðingar er nothæft miðað við hæð lands, landslag og snjóalög.
3. Hvort fleiri sveitarfélög en þau, er lönd eiga að afréttargirðingu, og hver skuli vera þátttakendur í stofn- og viðhaldskostnaði girðingar og eftir hvaða hlutföllum innbyrðis, sbr. næstu grein hér á eftir.

Sé um fleiri en eina sýslunefnd að ræða skal úrskurður felldur á sameiginlegum fundi.]
2)
1)L. 108/1988, 25. gr. 2)L. 41/1971, 1. gr.
[9. gr. [Nú er afréttargirðing úrskurðuð hæf af sýslumanni samkvæmt næstu grein hér á undan, og skulu þá þau sveitarfélög, sem samliggjandi afréttir eiga þeim megin sem þátttaka var úrskurðuð, vera þátttakendur í úrskurðuðum kostnaði hvort sem afréttarlönd þeirra liggja að hinu afgirta landi eða ekki ef búfé frá þeim hefur síðastliðin fimm ár, áður en girt var, komið fram í fjallskilum að hausti á hinu afgirta landi. Skal tala þessa búfjár vera skiptingargrundvöllur.]
1)]
2)
1)L. 108/1988, 26. gr. 2)L. 41/1971, 1. gr.
[10. gr.]1) Nú eru lagðar girðingar fyrir ríkisfé til varnar útbreiðslu búfjársjúkdóma, án framlags frá ábúendum eða eigendum viðkomandi jarða, og einstaklingum eða sveitarfélögum er gefinn kostur á þeim girðingum, og gilda þá sömu reglur um greiðslu á andvirði þeirra og viðhald, eftir því sem við á, eins og um aðrar þær girðingar, er lög þessi mæla fyrir um.

Nú er ekki þörf á slíkri girðingu til varnar útbreiðslu búfjársjúkdóma og enginn gefur kost á að kaupa hana eða halda henni við, og er þá ríkinu skylt að láta taka hana upp. Hafi þessi skylda verið vanrækt í eitt ár eða lengur, eftir að lög þessi öðlast gildi, er viðkomandi sveitar- eða upprekstrarfélagi heimilt að láta taka girðinguna upp á kostnað ríkisins.
1)L. 41/1971, 1. gr.
[11. gr.]1) …
2)
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)L. 56/1995, 4. gr.
[12. gr.]1) Nú er girðing gerð á landamerkjum, og skal hún þá svo reist, að á hvorugan sé gengið, sem land á að henni. Innlent efni skal, eftir því sem með þarf, taka að jöfnu úr þeim löndum, sem að henni liggja.

Nú ræður landamerkjum krókóttur vatnsfarvegur eða merki liggja í smákrókum af öðrum ástæðum, en landeigandi vill girða beint, og vill sá eigi samþykkja, er land á á móti, þá skal það þó heimilt, ef matsmenn (sbr. 6. gr.) meta, að eigi séu gildar ástæður til að banna girðinguna, skulu þeir þá ákveða girðingunni stað, og skal það gert þannig, að sem jafnast sneiðist bæði löndin. Nú fer þó svo, að meira sneiðist annað landið, og skal þá meta skaðabætur þeim, er landið missir.

Réttur til hvers konar hlunninda, jarðhita eða námuverðmæta helst þó óbreyttur, nema samkomulag verði um, að girðingin skipti löndum til fullnustu.
1)L. 41/1971, 1. gr.
[13. gr.]1) Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við, að búfé stafi ekki hætta af þeim.

Samgirðingu, sem lögð er samkvæmt ákvæðum 5. og 7. gr., er skylt að halda við, þannig að hún sé fjárheld, svo fljótt sem verða má, eftir að snjóa leysir af henni að vorinu og þar til snjó leggur á hana að hausti eða vetri. Vanræki annar hvor aðili viðhald hennar að sínum hluta, er hinum heimilt að gera við hana á kostnað eiganda. Nú sýnir eigandi samgirðingar stórfellt hirðuleysi í þessu efni, svo að sameigandi hans í girðingunni eða annar aðili verður af þeim sökum fyrir sannanlegu tjóni, og á hann þá rétt til bóta frá þeim, sem olli.

Valdi vanræksla í þessu efni skaða á búfé, varðar það sektum og skaðabótum til fénaðareiganda.

Nú er hætt að nota girðingu og jafnframt að halda henni við, og er þá girðingareiganda skylt að taka hana upp, svo að hún valdi ekki tjóni.
1)L. 41/1971, 1. gr.
[14.–18. gr.]1) …
2)
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)L. 56/1995, 4. gr.
[19. gr.]1) …
2)
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)L. 108/1988, 27. gr.
[20. gr.]1) Nú koma fyrir sýslunefnd óskir um að gera samþykkt skv. 17. gr.
2) Telji hún þær hafa við sterk rök að styðjast, skal hún þá eða oddviti hennar kveðja til fundar með nægum fyrirvara á svæði því, er samþykktinni er ætlað að ná yfir. Atkvæðisrétt á þeim fundi hafa allir, sem á nefndu svæði hafa jörð eða jarðarhluta til afnota. Sýslunefnd ákveður fundarstað, en oddviti hennar eða sá, er nefndin kýs til þess, tiltekur fundardag og stjórnar fundi.
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)Nú 19. gr.
[21. gr.]1) Á fundi þeim, er um getur í 18. gr.
2) leggur fundarstjóri fram frumvarp til samþykktar, er áður hefur verið samþykkt af sýslunefndinni. Fallist fundurinn á frumvarpið óbreytt að efni með
2/
3 hlutum atkvæða, þeirra er fundinn sækja og samþykktin nær til, sendir sýslumaður það til stjórnarráðsins til staðfestingar og löggildingar. Eins fer um frumvarpið, þó að fundurinn geri við það breytingar, ef þær eru samþykktar með
2/
3 hlutum atkvæða og sýslunefnd fellst á þær. En vilji sýslunefnd ekki fallast á breytingartillögur, er samþykktarfundur gerir, skal kveðja til nýs fundar. Fallist fundurinn þá á frumvarpið óbreytt með
2/
3 hlutum atkvæða, fer um það svo sem fyrr segir.
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)Nú 20. gr.
[22. gr.]1) Heimilt er hreppsnefnd að gera samþykktir fyrir stærri eða minni svæði innan sveitar um hið sama efni og til er tekið í 17. gr.
2) Er öll meðferð samþykktar þá hin sama og 18. og 19. gr.
3) skipa fyrir um nema hreppsnefnd kemur þá hvarvetna í stað sýslunefndar og oddviti hreppsnefndar í stað oddvita sýslunefndar.
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)Nú 19. gr. 3)Nú 20. og 21. gr.
[23. gr.]1) Nú er samþykkt gerð eins og fyrir er mælt og send stjórnarráðinu til staðfestingar, og virðist stjórnarráðinu hún koma í bága við grundvallarreglur laga eða réttindi manna, og er samþykktin þá endursend ásamt synjunarástæðum stjórnarráðsins.

Að öðrum kosti staðfestir stjórnarráðið samþykktina, skipar fyrir um birtingu hennar og tiltekur, hvenær hún öðlist gildi. Upp frá því er hún skuldbindandi fyrir alla þá, sem búa á því svæði, er hún nær yfir.
1)L. 41/1971, 1. gr.
[24. gr.]1) Öllum leiguliðum, er búið hafa á sömu jörð í 5 ár eða lengur, að öðrum kosti jarðareigendum, er skylt að hreinsa burtu af landi sínu er búfénaður gengur um, ónothæfar vírgirðingar og girðingaflækjur, sem vera kunna í landi jarða þeirra. Nú vanrækir landeigandi þessi fyrirmæli í eitt ár, eftir að lög þessi öðlast gildi, og er þá ábúanda skylt að framkvæma verkið á kostnað jarðareiganda.

Ef um eyðijörð er að ræða, þar sem þessi skylda er vanrækt, ber hlutaðeigandi sveitarstjórn að láta framkvæma verkið á kostnað jarðareiganda eða þess, er nytjar jörðina. Hið sama gildir, ef ábúandi jarðar vanrækir skyldu sína í þessu efni.
1)L. 41/1971, 1. gr.
[25. gr.]1) Brot gegn lögum þessum svo og girðingarsamþykktum sýslu- og sveitarfélaga (sbr. 17. og 20. gr.)
2) varða sektum. …
3)
1)L. 41/1971, 1. gr. 2)Nú 19. og 22. gr. 3)L. 10/1983, 38. gr.
[26. gr.]1) Með brot móti lögum þessum og samþykktum, sem gerðar kunna að verða samkvæmt þeim, skal farið að hætti opinberra mála.
1)L. 41/1971, 1. gr.