Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 266, 115. löggjafarþing 61. mál: aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
Lög nr. 92 23. desember 1991.

Lög um breyting á ýmsum lögum vegna aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði o.fl.


1. gr.

     Í 4. gr. tilskipunar um ráðstafanir til viðurhalds á eignum kirkna og prestakalla á Íslandi, og því, sem þeim fylgir, 24. júlí 1789, falla niður orðin „er hann hefur stefnt löglega til þess, láta sýslumann kveðja til“, en í stað þeirra kemur: fá dómkvadda.

2. gr.

     Á lögum um stofnun veðdeildar í Landsbankanum í Reykjavík, nr. 1 12. janúar 1900, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 3. málslið 8. gr. falla brott orðin „bæjarfógetar og“.
 2. Í sama ákvæði fellur brott orðið „landshöfðingi“, en í stað þess kemur: dómsmálaráðherra.


3. gr.

     Á lögum um verzlanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42 13. nóvember 1903, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. gr. fellur niður orðið „lögreglustjórar“, en í stað þess kemur: sýslumenn.
 2. Í 2. mgr. 3. gr. fellur niður orðið „landshöfðingja“, en í stað þess kemur: viðskiptaráðherra.
 3. Í 5. gr. fellur niður orðið „Landshöfðingja“, en í stað þess kemur: Viðskiptaráðherra.


4. gr.

     Á lögum um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum, nr. 42 10. nóvember 1913, verða svofelldar breytingar:
 1. 2. gr. fellur niður.
 2. Í 3. mgr. 4. gr. falla niður orðin „sjódómur rannsakar málið“, en í stað þeirra kemur: sjópróf fer fram.
 3. 2. mgr. 10. gr. fellur niður.
 4. 13. gr. fellur niður.


5. gr.

     Á lögum um útmælingar lóða í kaupstöðum, löggiltum kauptúnum o. fl., nr. 75 14. nóvember 1917, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. málslið 1. mgr. 2. gr. falla niður orðin „beiða lögreglustjóra hennar skriflega“, en í stað þeirra kemur: leita eignarnámsmats eftir almennum reglum um framkvæmd eignarnáms.
 2. 3., 4. og 5. málsliður 1. mgr. 2. gr. falla niður.
 3. 3. málsliður 1. mgr. 4. gr. fellur niður.
 4. 5. gr. fellur niður.


6. gr.

     Á lögum um landamerki o. fl., nr. 41 28. nóvember 1919, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 3. málslið 3. mgr. 1. gr. fellur niður „(bæjarfógeti)“.
 2. Í 1. málslið 5. gr. fellur niður orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 3. Í 1. málslið 1. mgr. 6. gr. fellur niður orðið „valdsmenn“, en í stað þess kemur: sýslumenn.
 4. Í 2. málslið 1. mgr. 6. gr. fellur niður orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 5. 2. mgr. 6. gr. verður svohljóðandi:
 6.      Sýslumenn og hreppstjórar skulu gefa því gætur að ákvæðum þessara laga um merkjagerð, merkjaskrár og viðhald merkja sé fylgt. Verði hreppstjóri var við misbrest í þeim efnum skal hann tilkynna það sýslumanni.
 7. Við 6. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
 8.      Nú berst sýslumanni tilkynning skv. 2. mgr., og skal hann þá kveðja þann eða þá sem eiga hlut að máli á sinn fund og beina því til þeirra að ráða bót á. Komi í ljós að ágreiningur sé um landamerki skal sýslumaður leita sátta um hann. Ef þau lönd, sem óvissa um landamerki varðar, standa á mörkum umdæma sýslumanna eða mörkin liggja um fleira en eitt umdæmi ákveður dómsmálaráðherra hvor eða hver þeirra gegni þessu starfi.
 9. II. kafli fellur niður.


7. gr.

     Á lögum um verzlunarskýrslur, nr. 12 19. júní 1922, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 1. gr. fellur niður orðið „lögreglustjórum“, en í stað þess kemur: tollstjórum.
 2. Í 3. mgr. 1. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: tollstjóri.
 3. Í 1. málslið 2. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.
 4. Í 1. málslið 1. mgr. 4. gr. fellur tvívegis niður orðið „lögreglustjóra“, en í báðum tilvikum kemur í stað þess: tollstjóra.
 5. Í 1. málslið 2. mgr. 4. gr. fellur tvívegis niður orðið „lögreglustjóra“, en í báðum tilvikum kemur í stað þess: tollstjóra.
 6. Í 2. málslið 2. mgr. 4. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: tollstjóri.
 7. Í 1. málslið 3. mgr. 4. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.
 8. Í 2. málslið 5. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: tollstjóri.


8. gr.

     Á lögum um rétt til fiskiveiða í landhelgi, nr. 33 19. júní 1922, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 4. gr. falla niður orðin „gefa viðkomandi lögreglustjóra eða hreppstjóra eða umboðsmanni þeirra það til vitundar, en valdsmaður“, en í stað þeirra kemur: tilkynna það viðkomandi tollstjóra eða umboðsmanni hans, en hann.
 2. Í 1. málslið 2. mgr. 4. gr. falla niður orðin „lögreglustjóra eða hreppstjóra“, en í stað þeirra kemur: tollstjóra eða umboðsmanni hans.
 3. Í 1. málslið 10. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.


9. gr.

     Á vatnalögum, nr. 15 20. júní 1923, verða svofelldar breytingar:
 1. 3. mgr. 139. gr. fellur niður.
 2. Í 1. mgr. 152. gr. falla niður orðin „og bæjarfógetar“.


10. gr.

     Á lögum um réttindi og skyldur hjóna, nr. 20 20. júní 1923, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 3. mgr. 8. gr. fellur brott orðið „fógetagerð“, en í stað þess kemur: aðfarargerð.
 2. Í 1. mgr. 9. gr. fellur niður þrívegis orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur í öllum tilvikum orðið: sýslumaður.
 3. Í 1. málslið 1. mgr. 13. gr. fellur niður orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 4. Í 2. mgr. 13. gr. fellur niður orðið „valdsmanns“, en í stað þess kemur: sýslumanns.
 5. Í 3. málslið 14. gr. fellur niður orðið „valdsmanns“, en í stað þess kemur: sýslumanns.
 6. Í 4. málslið 1. mgr. 20. gr. fellur niður orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 7. Í 22. gr. fellur niður orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 8. Í upphafi 1. mgr. 78. gr. og síðan aftur í upphafi 2. málsliðar 1. tölul. sömu málsgreinar fellur niður orðið „Valdsmaður“, en í báðum tilvikum kemur þess í stað orðið: Sýslumaður.
 9. Í 2. málslið 82. gr. falla niður orðin „kemur þá bæjarþing Reykjavíkur í þess stað“, en í stað þeirra kemur: má þá skrásetja kaupmálann í Reykjavík.
 10. Í 2. málslið 1. mgr. 83. gr. fellur niður orðið „Valdsmanni“, en í stað þess kemur: Sýslumanni.


11. gr.

     Á lögum um mælitæki og vogaráhöld, nr. 13 4. júní 1924, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 2. mgr. 5. gr. falla niður orðin „í kaupstöðum og hreppstjórar í kauptúnum og sveitum“.
 2. 2. málsliður 2. mgr. 5. gr. fellur niður.
 3. Í upphafi 3. mgr. 5. gr. falla niður orðin „Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið“, en í stað þeirra koma: Viðskiptaráðuneytið.
 4. 1. mgr. 8. gr. fellur niður.


12. gr.

     Á lögum um skipströnd og vogrek, nr. 42 15. júní 1926, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 1. mgr. 19. gr. falla orðin „10 kr. í“ brott.
 2. 2. mgr. 19. gr. fellur niður.


13. gr.

     2. málsliður 5. gr. laga um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar, nr. 45 15. júní 1926, fellur niður.

14. gr.

     Á lögum um varnir gegn því, að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins, nr. 11 23. apríl 1928, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 4. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.
 2. Í 1. málslið 5. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.
 3. Í 1. málslið 1. mgr. 6. gr. fellur tvívegis brott orðið „lögreglustjóra“, en í báðum tilvikum kemur í stað þess: tollstjóra.


15. gr.

      29. gr. hjúalaga, nr. 22 7. maí 1928, fellur niður.

16. gr.

     Lög um greiðslu kostnaðar af Skeiðaáveitunni o. fl., nr. 43 19. maí 1930, falla úr gildi.

17. gr.

     Í 2. mgr. 11. gr. laga um tilbúning og verzlun með smjörlíki o. fl., nr. 32 19. júní 1933, falla niður orðin „Lögreglustjórar og tollstjórinn í Reykjavík“, en í stað þeirra kemur: Tollstjórar.

18. gr.

     Á víxillögum, nr. 93 19. júní 1933, verða svofelldar breytingar:
 1. Á eftir orðinu „lögsókn“ í 17. gr. bætast við orðin: eða fjárnám.
 2. Á eftir orðunum „án gagnsóknar“ í 1. málslið 1. mgr. 71. gr. bætast við orðin: beiðni um aðför fyrir víxli berst sýslumanni eða héraðsdómara.


19. gr.

     Á lögum um tékka, nr. 94 19. júní 1933, verða svofelldar breytingar:
 1. Á eftir orðinu „lögsókn“ í 22. gr. bætast við orðin: eða fjárnám.
 2. Á eftir orðunum „án gagnsóknar“ í 1. málslið 1. mgr. 53. gr. bætast við orðin: beiðni um aðför fyrir tékka berst sýslumanni eða héraðsdómara.


20. gr.

     Á lögum um bráðabirgðaútflutningsskýrslur, nr. 53 28. janúar 1935, verða svofelldar breytingar:
 1. Í lokamálsgrein 3. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: tollstjóri.
 2. Í 2. mgr. 8. gr. falla brott orðin „20–100 á dag, og getur lögreglustjóri tiltekið sektina í bréfi til hlutaðeiganda“, en í stað þeirra kemur: sem Fiskifélagið ákveður, og má fullnægja kröfu um þær með fjárnámi.


21. gr.

     Í 1. málslið 4. gr. laga um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt, nr. 16 13. janúar 1938, fellur niður orðið „héraðsdómara“, en í stað þess kemur: sýslumanni.

22. gr.

     Á lögum um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns, nr. 74 11. júní 1938, verða svofelldar breytingar:
 1. Í upphafi 1. gr. fellur niður orðið „Atvinnumálaráðuneytinu“, en í stað þess kemur: Dómsmálaráðherra.
 2. Í 1. mgr. 4. gr. falla niður orðin „þeirra“ og „er getur í 8. kap. siglingalaganna“.
 3. Í upphafi 6. gr. fellur niður orðið „Atvinnumálaráðuneytið“, en í stað þess kemur: Dómsmálaráðherra.


23. gr.

     Á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 3. mgr. 54. gr. fellur niður orðið „valdsmaður“, en í stað þess kemur: lögreglustjóri.
 2. Í 3. málslið 2. mgr. 83. gr. b. falla niður orðin „XXI. kafla laga nr. 74/1974“, en í stað þeirra kemur: laga um meðferð opinberra mála.


24. gr.

     Á lögum um hlutarútgerðarfélög, nr. 45 12. febrúar 1940, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. málslið 1. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 2. Í 3. málslið 2. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: sýslumanni.
 3. Í 1. málslið 3. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 4. Í 2. málslið 3. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „atvinnumálaráðherra“, en í stað þess kemur: viðskiptaráðherra.
 5. Í 4. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 6. Í 5. málslið 1. mgr. 13. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: sýslumanni.
 7. 14. gr. verður svohljóðandi:
 8.      Fjármálaráðherra ákveður gjöld vegna skrásetningar í reglugerð.


25. gr.

     Í 1. málslið 1. mgr. 6. gr. landskiptalaga, nr. 46 27. júní 1941, fellur brott orðið „dómkveðja“, en í stað þess kemur: kveðja.

26. gr.

     Í 3. gr. laga um ábyrgð ríkissjóðs á tjóni, sem hlýzt af veru herliðs Bandaríkja Norður-Ameríku hér á landi, nr. 99 16. desember 1943, fellur niður orðið „bæjarþingi“, en í stað þess kemur: héraðsdómi.

27. gr.

     Á lögum um hvalveiðar, nr. 26 3. maí 1949, verða svofelldar breytingar:
 1. Í upphafi 1. málsliðar 4. mgr. 10. gr. falla niður orðin „Lagt skal löghald á“, en í stað þeirra kemur: Kyrrsetja skal.
 2. Í 2. málslið 4. mgr. 10. gr. falla niður orðin „að mati dómara“.


28. gr.

     2. mgr. 2. gr. laga um hundahald og varnir gegn sullaveiki, nr. 7 3. febrúar 1953, verður svohljóðandi:
     Sveitarstjórnir skulu á þeim grunni láta gera skrá yfir þá hunda sem eru í sveitarfélaginu.

29. gr.

     Á lögum um bæjarnöfn o. fl., nr. 35 18. febrúar 1953, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 4. málslið 6. gr. fellur niður orðið „Þinglýsingarvaldsmanni“, en í stað þess kemur: Þinglýsingarstjóra.
 2. Í 5. málslið 8. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 3. 2. málsliður 1. mgr. 10. gr. fellur niður.


30. gr.

     Á sóttvarnarlögum, nr. 34 12. apríl 1954, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. mgr. 3. gr. falla brott orðin „öðrum en Reykjavík bæjarfógeta“, en í stað þeirra kemur: og bæjum öðrum en Reykjavík tollstjóra. Síðar í sama ákvæði falla brott orðin „lögreglustjóra (hreppstjóra)“, en í stað þeirra kemur: tollstjóra.
 2. 3. mgr. 3. gr. verður svohljóðandi:
 3.      Tollstjórar eru hver í sínu umdæmi formenn sóttvarnarnefnda.


31. gr.

     Á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38 14. apríl 1954, verða svofelldar breytingar:
 1. 5. mgr. 13. gr. verður svohljóðandi:
 2.      Um dómara gilda sérákvæði laga.
 3. Á undan orðinu „tollstjóri“ í 3. tölul. 2. mgr. 29. gr. bætist við: sýslumenn.


32. gr.

     Í 6. mgr. 17. gr. laga um skógrækt, nr. 3 6. mars 1955, falla niður orðin „eða bæjarfógeti“.

33. gr.

     Í 2. mgr. 25. gr. laga um laun starfsmanna ríkisins, nr. 92 24. desember 1955, falla niður orðin „(þ.e. sýslumenn, bæjarfógetar, lögreglustjórar og yfirsakadómarinn, yfirborgardómarinn, yfirborgarfógetinn og tollstjórinn í Reykjavík)“.

34. gr.

     Á lögum um prentrétt, nr. 57 10. apríl 1956, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 26. gr. falla brott orðin „Saksóknari ríkisins“, en í stað þeirra kemur: Ríkissaksóknari.
 2. Í 1. málslið 29. gr. falla brott orðin „samkv. VI. kafla laga nr. 27/1951“, en í stað þeirra kemur: eftir reglum laga um meðferð opinberra mála. Síðar í sama ákvæði fellur einnig brott orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: ríkissaksóknara.


35. gr.

      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Kópavogskaupstað land jarðanna Kópavogs og Digraness og um eignarnámsheimild á erfðafesturéttindum, nr. 32 22. maí 1957, falla úr gildi.

36. gr.

     Í 1. málslið 1. mgr. 3. gr. laga um eyðingu refa og minka, nr. 52 5. júní 1957, falla brott orðin „og bæjarfógetar“.

37. gr.

     Í 4. mgr. 2. gr. farsóttalaga, nr. 10 19. mars 1958, falla niður orðin „sýslumönnum, bæjarfógetum (lögreglustjórum)“, en í stað þeirra kemur: lögreglustjórum.

38. gr.

     Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Vestmannaeyjakaupstað land allt í Vestmannaeyjum, sem nú er í eigu ríkisins, og um eignarnámsheimild á lóðar- og erfðafesturéttindum, nr. 22 10. maí 1960, falla úr gildi.

39. gr.

     Á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54 27. apríl 1962, verða svofelldar breytingar:
 1. 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. verður svohljóðandi: Skýrslur sýslumanna til Hagstofunnar um hjónavígslur, leyfi til skilnaðar að borði og sæng og leyfi til lögskilnaðar.
 2. Í 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. falla brott orðin „leyfi til lögskilnaðar“.
 3. Í 1. málslið 1. mgr. 6. gr. falla brott orðin „allt að 1000 kr. á dag“.
 4. Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kröfu um dagsektir má fullnægja með fjárnámi.
 5. 3. mgr. 6. gr. fellur brott.


40. gr.

     Á lögum um landsdóm, nr. 3 19. febrúar 1963, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið a-liðar 1. mgr. 2. gr. falla niður orðin „hæstaréttardómarar, fimm að tölu, yfirsakadómarinn“, en í stað þeirra kemur: þeir fimm dómarar við Hæstarétt sem hafa átt þar lengst sæti, dómstjórinn“.
 2. Við 2. málslið a-liðar 1. mgr. 2. gr. Á eftir orðinu „varadómendur“ komi: aðra hæstaréttardómara og síðan.
 3. 3. málsliður a-liðar 1. mgr. 2. gr. verður svohljóðandi: Varamaður dómstjórans í Reykjavík er sá héraðsdómari í Reykjavík sem hefur lengst gegnt því embætti.
 4. 45. gr. verður svohljóðandi:
 5.      Um fullnustu dóms fer eftir almennum reglum.


41. gr.

     Í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, nr. 39 19. maí 1964, fellur niður orðið „sakadómi“, en í stað þess kemur: dómi.

42. gr.

     Í 3. málslið 1. mgr. 6. gr. girðingarlaga, nr. 10 25. mars 1965, falla niður orðin „lögsagnarumdæma, tilnefna hlutaðeigandi lögreglustjórar eða sýslumenn“, en í stað þeirra kemur: stjórnsýsluumdæma, tilnefna hlutaðeigandi sýslumenn.

43. gr.

     Í 2. málslið 6. gr. laga um hreppstjóra, nr. 32 26. apríl 1965, fellur niður orðið „fógetagerðir“.

44. gr.

     Á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 9. gr. falla niður orðin „þinghá eignarinnar“, en í stað þeirra kemur: því umdæmi þar sem réttindum yfir eigninni er þinglýst.
 2. Í 1. málslið 9. gr. fellur niður orðið „dómara“, en í stað þess kemur: sýslumanni.
 3. Í 2. málslið 9. gr. fellur niður orðið „dómarinn“, en í stað þess kemur: sýslumaður.


45. gr.

     Á lögum um skrásetningu réttinda í loftförum, nr. 21 16. apríl 1966, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. málslið 1. mgr. 1. gr. fellur niður orðið „borgarfógetaembættið“, en í stað þess kemur: embætti sýslumannsins.
 2. Í 2. mgr. 9. gr. fellur niður orðið „dómari“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 3. 14. gr. verður svohljóðandi:
 4.      Um heimild til að kæra ákvörðun sýslumanns um skrásetningu til dómsmálaráðherra og til málshöfðunar um hana fer eftir reglum þinglýsingalaga.
 5. Í 15. gr. fellur niður orðið „borgarfógeta“, en í stað þess kemur: sýslumanns.
 6. Í 1. málslið 18. gr. fellur niður orðið „Borgarfógeti“, en í stað þess kemur: Sýslumaður. Í 2. málslið sama ákvæðis fellur niður orðið „borgarfógeti“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 7. 37. gr. fellur niður.


46. gr.

     Á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33 26. apríl 1966, verða svofelldar breytingar:
 1. 2. mgr. 9. gr. verður svohljóðandi:
 2.      Sýslumenn skulu hver í sínu umdæmi halda skrá um æðarvörp sem hafa verið friðlýst. Fyrir 15. apríl ár hvert skal sýslumaður fá birta auglýsingu í Lögbirtingablaði um heiti þeirra landareigna í umdæmi sínu þar sem æðarvarp hefur verið friðlýst. Umráðamaður varplands ber ekki kostnað af þeirri auglýsingu.
 3. 3. mgr. 9. gr. verður svohljóðandi:
 4.      Nú vill maður koma á fót æðarvarpi á landareign eða ábúðarjörð sinni eða fá friðlýst æðarvarp sem er þegar fyrir hendi, og skal hann þá senda sýslumanni skriflega yfirlýsingu um það, þar sem greinir frá legu varplandsins, afstöðu þess og ummerkjum. Yfirlýsingu þessari skal fylgja vottorð tveggja áreiðanlegra manna, sem eru kunnugir staðháttum, um að hún sé rétt og jafnframt að þeir telji landið vænlegt til æðarvarps sé verið að koma því á fót. Sýslumaður tekur þá varplandið á skrá skv. 2. mgr.


47. gr.

     Í 2. málslið 1. mgr. 28. gr. laga um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga, nr. 52 13. maí 1966, fellur niður orðið „bæjarfógeta“.

48. gr.

     Á lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 53 13. maí 1966, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 2. mgr. 13. gr. falla niður orðin „(í Reykjavík borgardómari)“.
 2. Í 1. málslið 27. gr. fellur brott orðið „valdsmanni“, en í stað þess kemur: lögreglustjóra.
 3. Í 4. mgr. 28. gr. falla niður orðin „samkv. 24. gr. laga nr. 82 21. ágúst 1961“, en í stað þeirra kemur: eftir lögum um meðferð opinberra mála.
 4. Í 1. málslið 2. mgr. 49. gr. fellur niður orðið „valdsmanns“, en í stað þess kemur: lögreglustjóra.
 5. Í 1. málslið 3. mgr. 53. gr. fellur niður orðið „fógeta“, en í stað þess kemur: sýslumann.


49. gr.

      Lög um heimild handa ríkisstjórninni til að selja Kópavogskaupstað nýbýlalönd sín og hluta jarðarinnar Kópavogs og um eignarnámsheimild á ábúðarréttindum, nr. 36 29. apríl 1967, falla úr gildi.

50. gr.

     Á lögum um verzlunaratvinnu, nr. 41 2. maí 1968, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. málslið 2. mgr. 9. gr. fellur niður orðið „Lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: Sýslumanni.
 2. Í 1. málslið 1. mgr. 10. gr. falla niður orðin „Borgarfógeti í Reykjavík eða lögreglustjóri“, en í stað þeirra kemur: Sýslumaður.
 3. Í 2. málslið 1. mgr. 10. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: sýslumaður.
 4. 2. mgr. 10. gr. fellur niður.
 5. Í 1. málslið 3. mgr. 10. gr. fellur niður orðið „Lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: Sýslumaður.


51. gr.

     Í 4. mgr. 37. gr. laga um vörumerki, nr. 47 2. maí 1968, falla niður orðin „Sjó- og verzlunardómi“, en í stað þeirra kemur: héraðsdómi.

52. gr.

     Á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 62 28. maí 1969, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 1. mgr. 14. gr. falla brott orðin „allt að 5000 kr. á dag“.
 2. Við 1. mgr. 14. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kröfu um dagsektir má fullnægja með fjárnámi.
 3. 3. mgr. 14. gr. fellur niður.


53. gr.

     Í 25. gr. áfengislaga, nr. 82 2. júlí 1969, fellur niður orðið „dómara“, en í stað þess kemur: lögreglu.

54. gr.

     Í 3. málslið 1. gr. laga um gæðamat á æðardúni, nr. 39 11. maí 1970, falla niður orðin „sýslumaður (lögreglustjóri)“, en í stað þeirra kemur: lögreglustjóri.

55. gr.

     Á lögum um skemmtanaskatt, nr. 58 12. maí 1970, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. málslið a-liðar undir fyrirsögninni „3. flokkur“ í 2. gr. fellur brott orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.
 2. 1. málsliður 5. gr. verður svohljóðandi: Tollstjóri innheimtir skemmtanaskattinn.


56. gr.

     Í 4. málslið 2. mgr. 85. gr. laga um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970, falla niður orðin „á manntalsþingi“.

57. gr.

     Á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54 6. apríl 1971, verða svofelldar breytingar:
 1. 2. og 3. málsliður 2. tölul. 4. mgr. 5. gr. falla niður.
 2. 4. tölul. 4. mgr. 5. gr. fellur niður.
 3. Í 1. málslið 5. mgr. 5. gr. falla niður orðin „vinnur af sér meðlag eða barnalífeyri“.
 4. 2. málsliður 7. gr. fellur niður.


58. gr.

     Í niðurlagi 1. mgr. 28. gr. laga um almannatryggingar, nr. 67 20. apríl 1971, falla niður orðin „fyrir rétti“.

59. gr.

     Í 1. málslið 5. gr. laga um heimild sveitarfélaga til stofnunar og starfrækslu atvinnu- og þjónustufyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð, nr. 24 20. maí 1972, fellur niður orðið „Lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: Sýslumaður.

60. gr.

     Í 3. mgr. 2. gr. laga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps og Loðmundarfjarðarhrepps í Norður-Múlasýslu í einn hrepp, nr. 40 24. maí 1972, falla niður orðin „Norður-Múlasýslu“.

61. gr.

     Á lögum um lögreglumenn, nr. 56 29. maí 1972, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. gr. falla niður orðin „V. kafla laga um meðferð opinberra mála, nr. 82/1961“, en í stað þeirra kemur: lögum um meðferð opinberra mála.
 2. 2. mgr. 2. gr. verður svohljóðandi:
 3.      Í Reykjavík er sérstakur lögreglustjóri. Utan Reykjavíkur eru sýslumenn lögreglustjórar hver í sínu umdæmi.


62. gr.

     Á lögum um stofnun og slit hjúskapar, nr. 60 29. maí 1972, verða svofelldar breytingar:
 1. 18. gr. verður svohljóðandi:
 2.      Borgaralegar hjónavígslur framkvæma sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra.
 3. 43. gr. verður svohljóðandi:
 4.      Leyfi til skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar veita sýslumenn, en skjóta má ákvörðun sýslumanns í þeim efnum til dómsmálaráðuneytisins innan mánaðar frá því aðila varð hún kunn. Fyrir dómstólum má leita skilnaðar að borði og sæng skv. 32. gr. og lögskilnaðar eftir öðrum ákvæðum en 34. gr. og er undanfarandi synjun stjórnvalds um leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar því ekki til fyrirstöðu.
 5. Í 2. mgr. 81. gr. falla niður orðin „sbr. 39. gr. laga nr. 20/1923“.


63. gr.

     Í 2. málslið 13. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11 6. apríl 1973, falla niður orðin „aðstoðar fógeta“, en í stað þeirra kemur: aðfarargerðar án undangengins dóms eða sáttar.

64. gr.

     Í 3. málslið 2. mgr. 2. gr. laga um jöfnun flutningskostnaðar af sementi, nr. 62 30. apríl 1973, falla niður orðin „tollstjórinn í Reykjavík og bæjarfógetar annars staðar á landinu“, en í stað þeirra kemur: tollstjórar.

65. gr.

      3. gr. laga um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurkauptúni, nr. 17 10. apríl 1974, fellur niður.

66. gr.

     Í 2. málslið 4. gr. laga um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 100 31. desember 1974, falla brott orðin „sýslumaðurinn í Gullbringusýslu dómkveður“, en í stað þeirra kemur: sýslumaður skipar.

67. gr.

     Í 2. málslið 2. mgr. 1. gr. laga um iðnaðarmálagjald, nr. 48 27. maí 1975, falla niður orðin „sbr. lög nr. 29 16. desember 1885“.

68. gr.

     Á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 79 23. desember 1975, verða svofelldar breytingar:
 1. Á eftir orðinu „barnsfaðernismálum“ í 1. málslið 2. mgr. 1. gr. bætist við: lögræðissviptingarmálum.
 2. Í 21. gr. falla brott orðin „og bæjarfógetar“.


69. gr.

     Í 1. málslið 2. mgr. 29. gr. jarðalaga, nr. 65 31. maí 1976, fellur niður orðið „bæjarfógetum“.

70. gr.

     Á lögum um rannsóknarlögreglu ríkisins, nr. 108 28. desember 1976, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 3. gr. falla niður orðin „Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarneskaupstað, Garðakaupstað, Hafnarfirði og Kjósarsýslu“, en í stað þeirra kemur: stjórnsýsluumdæmum Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar.
 2. Í 2. mgr. 3. gr. falla niður orðin „Keflavík, Grindavík, Njarðvíkum, Gullbringusýslu og á Keflavíkurflugvelli“, en í stað þeirra kemur: stjórnsýsluumdæmum Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar.
 3. Í 1. málslið 4. gr. falla niður orðin „og sakadómurum“.
 4. Í 2. mgr. 5. gr. falla niður orðin „sem tekin eru samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði“.


71. gr.

      14. gr. laga um skylduskil til safna, nr. 43 16. maí 1977, verður svohljóðandi:
     Nú gerir skilaskyldur aðili ekki fullnaðarskil í tæka tíð, og getur þá Landsbókasafn Íslands lagt á hann dagsektir. Kröfu um dagsektir má fullnægja með fjárnámi.

72. gr.

     Á lögum um hlutafélög, nr. 32 12. maí 1978, verða svofelldar breytingar:
 1. Í niðurlagi 2. mgr. 14. gr. falla niður orðin „beinni fógetagerð“, en í stað þeirra kemur: aðfarargerð án undangengins dóms eða sáttar.
 2. Í 1. málslið 3. mgr. 145. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: sýslumanns.
 3. Í 2. málslið 3. mgr. 145. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: sýslumanni.


73. gr.

     Á lögum um húsaleigusamninga, nr. 44 1. júní 1979, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 18. gr. falla niður orðin „Hafi fógetaúrskurður gengið um útburð leigutaka er fógeta þó heimilt að ákveða“, en í stað þeirra kemur: Gangi úrskurður um heimild til útburðar á leigutaka getur héraðsdómari eftir kröfu ákveðið.
 2. 23. gr. fellur niður.


74. gr.

     Á barnalögum, nr. 9 15. apríl 1981, verða svofelldar breytingar:
 1. Við 1. gr. bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
 2.      Með hugtakinu valdsmaður er í lögum þessum átt við sýslumenn.
 3. Í 1. málslið 1. mgr. 28. gr. falla niður orðin „sbr. 1. og 7. gr. laga nr. 29/1885“.
 4. Í 2. málslið 1. mgr. 40. gr. fellur brott orðið „dómsmálaráðuneytisins“, en í stað þess kemur: valdsmanns. Síðar í sama ákvæði fellur brott orðið „ráðuneytið“, en í stað þess kemur: hann.
 5. Í 1. málslið 2. mgr. 40. gr. fellur brott orðið „dómsmálaráðuneytisins“, en í stað þess kemur: valdsmanns. Í 2. málslið sömu málsgreinar fellur brott orðið „dómsmálaráðuneytið“, en í stað þess kemur: valdsmaður. Síðar í sama ákvæði fellur brott orðið „ráðuneytið“, en í stað þess kemur: valdsmaður.
 6. Í 1. málslið 3. mgr. 40. gr. fellur brott orðið „dómsmálaráðuneytið“, en í stað þess kemur: valdsmaður. Síðar í sama ákvæði falla niður orðin „allt að 200 króna“.
 7. Í 1. málslið 4. mgr. 40. gr. fellur brott orðið „dómsmálaráðuneytið“, en í stað þess kemur: valdsmaður. Í 2. málslið sömu málsgreinar fellur brott orðið „Ráðuneytið“, en í stað þess kemur: Valdsmaður.
 8. Í 5. mgr. 40. gr. fellur brott orðið „dómsmálaráðuneytisins“, en í stað þess kemur: valdsmanns. Við þessa málsgrein bætist síðan nýr málsliður, svohljóðandi: Úrlausn valdsmanns má skjóta til dómsmálaráðuneytisins til endurskoðunar innan mánaðar frá því þeim, sem leitar endurskoðunar, varð kunnugt um efni úrlausnar, en ráðuneytið kveður upp úrskurð í málinu.
 9. 1. mgr. 46. gr. fellur niður.
 10. 54. gr. fellur niður.


75. gr.

     Á lögum um horfna menn, nr. 44 26. maí 1981, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 6. gr. falla niður orðin „í Reykjavík borgardómara“.
 2. 2. mgr. 21. gr. fellur niður.


76. gr.

     Á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75 14. september 1981, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. mgr. 109. gr. fellur niður orðið „lögreglustjórar“, en í stað þess kemur: tollstjórar.
 2. Í 1. málslið 2. mgr. 109. gr. fellur niður orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.


77. gr.

     Í 4. mgr. 8. gr. laga um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, nr. 70 17. maí 1982, falla niður orðin „sbr. lög nr. 29 16. desember 1885“.

78. gr.

     Á lögum um brunavarnir og brunamál, nr. 74 12. maí 1982, verða svofelldar breytingar:
 1. 3. málsliður 2. mgr. 17. gr. fellur niður.
 2. 3. málsliður 1. mgr. 26. gr. fellur niður.
 3. Í 1. málslið 2. mgr. 26. gr. falla niður orðin „eða héraðsdómara“.


79. gr.

     Á lögræðislögum, nr. 68 30. maí 1984, verða svofelldar breytingar:
 1. 4. gr. fellur niður.
 2. Í 1. málslið 1. mgr. 6. gr. falla niður orðin „(í Reykjavík borgardómara)“.
 3. 1. mgr. 8. gr. fellur niður.
 4. 2. mgr. 8. gr. verður svohljóðandi:
 5.      Dómari skal senda sýslumanni endurrit úrskurðar um lögræðissviptingu, svo og dómsmálaráðuneytinu, en það heldur spjaldskrá um lögræðissvipta menn hér á landi.
 6. 1. mgr. 11. gr. fellur niður.
 7. 1. málsliður 2. mgr. 11. gr. fellur niður.
 8. Í 3. mgr. 11. gr. fellur niður orðið „þó“.
 9. 1. mgr. 30. gr. verður svohljóðandi:
 10.      Sýslumenn eru yfirlögráðendur hver í sínu umdæmi. Ákvörðun sýslumanns í þeim efnum má skjóta til dómsmálaráðuneytisins til endurskoðunar innan mánaðar frá því hlutaðeiganda varð hún kunn.
 11. Í 2. mgr. 35. gr. fellur niður orðið „Dómsmálaráðuneytið“, en í stað þess kemur: Yfirlögráðandi.
 12. Í 1. mgr. 37. gr. fellur niður orðið „dómsmálaráðuneytisins“, en í stað þess kemur: yfirlögráðanda.
 13. Í 1. mgr. 38. gr. fellur niður orðið „dómsmálaráðuneytisins“, en í stað þess kemur: yfirlögráðanda.
 14. Í 2. mgr. 40. gr. falla niður orðin „með samþykki dómsmálaráðuneytisins“.


80. gr.

     Á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112 31. desember 1984, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. mgr. 13. gr. falla brott orðin „tollstjóranum í Reykjavík eða lögreglustjórum úti á landi“, en í stað þeirra kemur: tollstjórum.
 2. Í 1. málslið 14. gr. falla brott orðin „tollstjórans í Reykjavík eða lögreglustjóra úti á landi“, en í stað þeirra kemur: tollstjóra.


81. gr.

     Á lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, nr. 113 31. desember 1984, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 2. mgr. 9. gr. falla brott orðin „tollstjóranum í Reykjavík eða lögreglustjórum úti á landi“, en í stað þeirra kemur: tollstjórum.
 2. Í 1. málslið 11. gr. falla brott orðin „tollstjórans í Reykjavík eða lögreglustjóra úti á landi“, en í stað þeirra kemur: tollstjóra.


82. gr.

     Á siglingalögum, nr. 34 19. júní 1985, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 4. gr. fellur niður orðið „dómara“.
 2. 2. mgr. 13. gr. verður svohljóðandi:
 3.      Skipstjóri getur komið fram sem fyrirsvarsmaður útgerðarmanns í málum sem við koma skipinu án þess að afla sér sérstakrar heimildar til þess hverju sinni.
 4. Í 2. mgr. 63. gr. falla niður orðin „kyrrsetningu eða“.
 5. Í 1. málslið 2. mgr. 180. gr. falla niður orðin „getur dómstóll hafnað“, en í stað þeirra kemur: má hafna.
 6. 1. mgr. 181. gr. fellur niður.
 7. 188. gr. verður svohljóðandi:
 8.      Þegar takmörkunarsjóður hefur verið stofnaður skipar dómari úthlutunarmann sem skal fullnægja skilyrðum til að gegna starfi skiptastjóra við gjaldþrotaskipti. Úthlutunarmaður annast úthlutun úr sjóðnum, en um aðdraganda úthlutunar og hana sjálfa, þar á meðal störf og stöðu úthlutunarmanns, innköllun, meðferð kröfulýsinga, fundi með kröfuhöfum, úthlutunina sjálfa og meðferð ágreiningsmála fer eftir reglum laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eftir því sem þær geta átt við.
 9. 189., 190., 192., 193. og 194. gr. falla niður.
 10. Í 1. mgr. 195. gr. fellur niður orðið „dómarinn“.
 11. 2. málsliður 2. mgr. 195. gr. fellur niður.
 12. Í 1. mgr. 196. gr. falla niður orðin „dómari hefur ákvarðað skiptingu sjóðsins með dómi verða allar ákvarðanir dómsins“, en í stað þeirra kemur: úthlutunarmaður hefur lokið úthlutunargerð vegna sjóðsins verða allar ákvarðanir sem hafa verið teknar.
 13. 2. mgr. 196. gr. fellur niður.
 14. Í 1. málslið 223. gr. falla niður orðin „á bæjarþingi eða aukadómþingi“, en í stað þeirra kemur: fyrir héraðsdómi.
 15. Í 4. málslið 2. mgr. 230. gr. falla niður orðin „Embættisdómurum eða lögreglustjórum“, en í stað þeirra kemur: Lögreglustjórum.
 16. Í 3. málslið 232. gr. falla niður orðin „sýslumönnum eða bæjarfógetum“, en í stað þeirra kemur: héraðsdómurum.


83. gr.

     Í 3. málslið 1. mgr. 72. gr. sjómannalaga, nr. 35 19. júní 1985, falla niður orðin „sýslumönnum eða bæjarfógetum“, en í stað þeirra kemur: héraðsdómurum.

84. gr.

     Á ú tvarpslögum, nr. 68 27. júní 1985, verða svofelldar breytingar:
 1. 2. mgr. 29. gr. verður svohljóðandi:
 2.      Lögtaksréttur er fyrir ógreiddum útvarpsgjöldum, álagi skv. 1. mgr., vöxtum og innheimtukostnaði.
 3. 3. mgr. 30. gr. fellur niður.


85. gr.

     Á lögum um skráningu skipa, nr. 115 31. desember 1985, verða svofelldar breytingar:
 1. Í e-lið 3. mgr. 1. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómurum“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjórum.
 2. Í 5. mgr. 6. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 3. Í 1. málslið 1. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 4. Í 2. málslið 1. mgr. 12. gr. fellur niður orðið „Þinglýsingardómari“, en í stað þess kemur: Þinglýsingarstjóri.
 5. Í 2. mgr. 13. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 6. Í 1. málslið 3. mgr. 13. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 7. Í upphafi 2. málsliðar 3. mgr. 13. gr. fellur niður orðið „Þinglýsingardómari“, en í stað þess kemur: Þinglýsingarstjóri. Síðar í sama málslið fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 8. Í 1. málslið 16. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómara“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjóra.
 9. Í 17. gr. fellur niður orðið „þinglýsingardómurum“, en í stað þess kemur: þinglýsingarstjórum.
 10. 2. mgr. 25. gr. fellur niður.


86. gr.

     1. mgr. 37. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8 18. apríl 1986, verður svohljóðandi:
     Sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningu skal afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.

87. gr.

     Á lögum um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32 5. maí 1986, verða svofelldar breytingar:
 1. Við 2. mgr. 29. gr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hafnarstjóri skal tilkynna lögreglustjóra um þau mál sem hann lýkur með þessum hætti. Ríkissaksóknara er heimilt að fella slík málalok úr gildi eftir reglum laga um meðferð opinberra mála.
 2. 3.–5. mgr. 29. gr. falla niður.
 3. Í 6. mgr. 29. gr. falla niður orðin „þessari grein“, en í stað þeirra kemur: 2. mgr.


88. gr.

     Í 2. gr. laga um Kjaradóm, nr. 92 31. desember 1986, falla niður orðin: „borgardómara, borgarfógeta, bæjarfógeta, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, sakadómara, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta, yfirsakadómara“. Þá fellur niður ákvæði til bráðabirgða við lögin.

89. gr.

     Í 1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94 31. desember 1986, falla niður orðin „borgardómara, borgarfógeta, bæjarfógeta, lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, sakadómara, yfirborgardómara, yfirborgarfógeta, yfirsakadómara“.

90. gr.

     Í 1. málslið 8. gr. laga um fjáröflun til vegagerðar, nr. 3 23. september 1987, falla niður orðin „lögreglustjórar, en í Reykjavík tollstjóri,“, en í stað þeirra kemur: tollstjórar.

91. gr.

     Í 1. málslið 4. mgr. 11. gr. laga um orlof, nr. 30 27. mars 1987, falla niður orðin „sbr. l. nr. 29 16. desember 1885“.

92. gr.

     Á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43 30. mars 1987, verða svofelldar breytingar:
 1. 1. mgr. 3. gr. verður svohljóðandi:
 2.      Tollstjórar eru lögskráningarstjórar hver í sínu umdæmi. Utan aðsetursstaða sinna er tollstjórum heimilt að fela hreppstjórum að annast lögskráningar. Einnig er tollstjórum heimilt að skipa fulltrúa til að annast lögskráningar á aðsetursstöðum sínum ef þess gerist þörf.
 3. Í 1. málslið 2. mgr. 3. gr. fellur tvívegis brott orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur í báðum tilvikum: tollstjóra.
 4. Í 2. málslið 2. mgr. 3. gr. fellur brott orðið „lögreglustjóra“, en í stað þess kemur: tollstjóra.
 5. Í 3. málslið 2. mgr. 3. gr. fellur brott orðið „Lögreglustjóri“, en í stað þess kemur: Tollstjóri.
 6. Við 2. málslið 16. gr. bætast eftirfarandi orð: eftir sömu reglum og gilda um heimild til að bera rannsóknaraðgerðir í opinberu máli undir dóm.


93. gr.

     Í 1. málslið 4. mgr. 25. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45 30. mars 1987, fellur niður orðið „sakadóms“, en í stað þess kemur: héraðsdóms, en farið skal þá eftir reglum laga um meðferð opinberra mála eftir því sem á við.

94. gr.

     Á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 2. mgr. 109. gr. falla niður orðin „málið verði, að tilteknum tíma liðnum, sent til meðferðar fógetaréttar eða uppboðsréttar“, en í stað þeirra kemur: krafist verði aðfarar eða nauðungarsölu að tilteknum tíma liðnum.
 2. 4. mgr. 109. gr. fellur niður.


95. gr.

     Á tollalögum, nr. 55 30. mars 1987, verða svofelldar breytingar:
 1. 27. gr. verður svohljóðandi:
 2.      Landið skiptist í tollumdæmi með sama hætti og stjórnsýsluumdæmi sýslumanna eru mörkuð hverju sinni.
 3. 2. málsliður 31. gr. verður svohljóðandi: Í Reykjavík er sérstakur tollstjóri en sýslumenn eru annars tollstjórar í sínum umdæmum.


96. gr.

     Í 2. mgr. 1. tölul. 5. gr. laga um Iðnlánasjóð, nr. 76 19. ágúst 1987, falla brott orðin „sbr. lög nr. 29 16. des. 1885“.

97. gr.

     Á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 80 16. október 1987, verða svofelldar breytingar:
 1. a-liður 1. mgr. 13. gr. verður svohljóðandi: Sýslumenn og starfsmenn þeirra samkvæmt ákvörðun sýslumanna. Með samþykki dómsmálaráðuneytisins getur sýslumaður enn fremur falið öðrum að annast atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.
 2. Í 2. mgr. 13. gr. falla brott orðin „og bæjarfógeta, yfirborgarfógeta í Reykjavík og lögreglustjóra utan Reykjavíkur“.
 3. Í 17. gr. falla brott orðin „eða bæjarfógeti (í Reykjavík borgarfógeti)“.
 4. Í 48. gr. falla brott orðin „eða bæjarfógeti (í Reykjavík borgarfógeti)“.
 5. Í a-lið 1. mgr. 63. gr. falla brott orðin „eða bæjarfógeta, borgarfógeta í Reykjavík eða lögreglustjóra utan Reykjavíkur“.
 6. Í 2. mgr. 66. gr. falla brott orðin „bæjarfógetans í þeim kaupstað (í Reykjavík borgarfógeta)“, en í stað þeirra kemur: sýslumannsins í þeim kaupstað.


98. gr.

     Í 1. málslið 7. gr. laga um bifreiðagjald, nr. 39 20. maí 1988, falla niður orðin „lögreglustjórar, í Reykjavík tollstjóri“, en í stað þeirra kemur: tollstjórar.

99. gr.

     Í 1. málslið 5. mgr. 38. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50 24. maí 1988, fellur niður orðið „sakadóms“, en í stað þess kemur: héraðsdóms, en farið skal þá eftir reglum laga um meðferð opinberra mála eftir því sem á við.

100. gr.

     2. málsliður 1. mgr. 13. gr. laga um eignarleigustarfsemi, nr. 19 4. apríl 1989, verður svohljóðandi: Skal ráðherra þá senda héraðsdómara á varnarþingi fyrirtækisins kröfu um að bú þess verði tekið til skipta, en um skilyrði til að verða við kröfunni, meðferð hennar og framkvæmd skipta fer eftir reglum um slit viðskiptabanka.

101. gr.

     Í 2. málslið 2. mgr. 37. gr. þjóðminjalaga, nr. 88 29. maí 1989, fellur niður orðið „Þinglýsingardómari“, en í stað þess kemur: Þinglýsingarstjóri.

102. gr.

     Á lögum um aðför, nr. 90 1. júní 1989, verða svofelldar breytingar:
 1. Við 84. gr. bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
 2.      Úrskurðir héraðsdómara samkvæmt þessum kafla sæta kæru til Hæstaréttar. Um kærufresti, kæruna sjálfa og meðferð hennar í héraði og fyrir Hæstarétti gilda sömu reglur og um kæru í almennu einkamáli.
 3. Við 91. gr. bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
 4.      Úrskurðir héraðsdómara samkvæmt þessum kafla sæta kæru til Hæstaréttar. Um kærufresti, kæruna sjálfa og meðferð hennar í héraði og fyrir Hæstarétti gilda sömu reglur og um kæru í almennu einkamáli.
 5. Við 95. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
 6.      Úrskurðir héraðsdómara samkvæmt þessum kafla sæta kæru til Hæstaréttar. Um kærufresti, kæruna sjálfa og meðferð hennar í héraði og fyrir Hæstarétti gilda sömu reglur og um kæru í almennu einkamáli.
 7. 2. málsliður 1. mgr. 107. gr. verður svohljóðandi: Meðferð slíks máls skal lokið í héraði samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir gildistöku laga þessara.
 8. Við 107. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
 9.      Hafi úrskurður gengið eða aðfarargerð farið fram í fógetarétti fyrir 1. júlí 1992, sem hefði sætt áfrýjun til æðra dóms eftir eldri lögum og aðili vill skjóta til Hæstaréttar eftir gildistöku laga þessara, skal það gert með kæru, enda hafi áfrýjunarstefna ekki þegar verið tekin út, almennur áfrýjunarfrestur ekki verið á enda og öðrum skilyrðum áfrýjunar verið fullnægt. Kærufrestur telst þá byrja að líða 1. júlí 1992. Hafi úrskurði eða aðfarargerð verið áfrýjað til Hæstaréttar fyrir 1. júlí 1992 en málið hefur þá ekki verið munnlega flutt skal farið með það sem kærumál upp frá því. Öðrum áfrýjunarmálum skal lokið að hætti eldri laga.


103. gr.

     Við 16. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92 1. júní 1989, bætast tvær nýjar málsgreinar, 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
     Þegar héraðsdómarar við héraðsdóm Reykjavíkur, Norðurlands eystra, Suðurlands og Reykjaness hafa verið skipaðir í fyrsta sinn skulu þeir gera tillögu til dómsmálaráðherra um dómstjóra og hann þegar skipaður.
     Skipa skal dómnefnd skv. 2. mgr. 5. gr. þannig að hún geti fyrir gildistöku laganna fjallað um hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara. Reglur um störf nefndarinnar skulu gilda um störf hennar frá upphafi.

104. gr.

     Lög um viðauka við lög um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o. fl., nr. 74 27. apríl 1972, nr. 27 5. maí 1990, falla úr gildi.

105. gr.

     Í 42. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 90 13. ágúst 1990, falla niður orðin „sbr. lög nr. 29 1885“.

106. gr.

     Á lögum um einkaleyfi, nr. 17 20. mars 1991, verða svofelldar breytingar:
 1. Í 1. málslið 50. gr. falla brott orðin „Bæjarþing Reykjavíkur“, en í stað þeirra kemur: Áfrýjunarnefnd. Í 2. málslið sömu greinar fellur brott orðið „dómstóllinn“, en í stað þess kemur: áfrýjunarnefndin.
 2. Í 1. málslið 1. mgr. 63. gr. falla brott orðin „eða til að öðlast nauðungarleyfi“.
 3. Í 1. mgr. 64. gr. fellur brott orðið „bæjarþingi“, en í stað þess kemur: héraðsdómi.


107. gr.

     Á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, verða svofelldar breytingar:
 1. Við 2. gr. bætist nýr stafliður, f-liður, svohljóðandi: meðferð erinda frá erlendum dómstólum og yfirvöldum um aðgerðir hér á landi í tengslum við opinber mál.
 2. Í 28. gr. bætist ný málsgrein, sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
 3.      2. Ríkissaksóknara er enn fremur heimilt að fela lögreglustjórum ákæruvald í minni háttar málum vegna brota gegn öðrum lögum en getur í 1. mgr. Eldri 2. mgr. verður 3. mgr. 28. gr. og breytist tölusetning hennar í samræmi við það.
 4. Við 44. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 5.      2. Nú hefur dómi verið áfrýjað og verjandi skipaður, en fallið er frá áfrýjun eða mál fellt niður og ákveður þá ríkissaksóknari þóknun verjanda, sem greiðist úr ríkissjóði og telst til sakarkostnaðar.
       Framan við núverandi 44. gr. kemur: 1.
 6. Við 66. gr. bætist nýr töluliður, 4. tölul., svohljóðandi: Rannsóknari er sá starfsmaður lögreglu eða ákæruvalds sem rannsókn stýrir eða sinnir hverju sinni.
 7. Í 1. mgr. 69. gr. falla brott orðin „Sá sem fer með rannsókn (rannsóknari)“, en í stað þeirra kemur: Rannsóknari.
 8. Við 108. gr. bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:
 9.      3. Gæsluvarðhaldsfanga er heimilt að bera atriði sem varða gæsluvarðhaldsvist undir dómara eftir ákvæðum 75. gr.
 10. Í 2. málslið 2. mgr. 115. gr. falla brott orðin „með undirskrift sinni“, en í stað þeirra kemur: ásamt greiðslu sakarkostnaðar.
 11. Í 1. málslið 3. mgr. 115. gr. falla brott orðin „skv. 2. mgr. en ekki greitt hana“, en í stað þeirra kemur: og sakarkostnaðar skv. 2. mgr. en ekki greitt. Í sama málslið fellur brott orðið „hennar“, en í stað þess kemur: ákvörðunar.
 12. Í 2. málslið 1. mgr. 124. gr. falla brott orðin „ákærandi mótmælir þeim ekki“.
 13. Í 1. mgr. 153. gr. fellur brott orðið „héraðsdómara“, en í stað þess kemur: hlutaðeigandi ákæranda eða ríkissaksóknara.
 14. Við 197. gr. bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 15.      2. Nú hefur ákæra borist sakadómi eða sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum en ekki verið birt fyrir gildistöku laga þessara, og skal þá málið koma sjálfkrafa til meðferðar fyrir þeim dómi sem á við skv. 1. mgr. Fer þá dómari svo að sem segir í 119. og 120. gr. Hafi ákæra verið birt en mál ekki þingfest fyrir gildistöku laga þessara sætir málið meðferð fyrir viðeigandi dómi eftir þann tíma.
       Framan við núverandi 197. gr. kemur: 1.
 16. Í 1. mgr. 198. gr. falla brott orðin „Opinber mál, sem þingfest hafa verið fyrir gildistöku laga þessara en hefur ekki verið lokið fyrir héraðsdómi fyrir þann tíma“, en í stað þeirra kemur: Þau mál sem um ræðir í 197. gr.


108. gr.

     Á lögum um gjaldþrotaskipti o. fl., nr. 21 26. mars 1991, verða svofelldar breytingar:
     1. Í 1. málslið 1. mgr. 6. gr. falla brott orðin „Dómsmálaráðherra er heimilt að gera samninga fyrir hönd íslenska ríkisins við önnur ríki þannig að lagagildi hafi hér á landi“, en í stað þeirra kemur: Heimilt er að gera samninga við önnur ríki. Í 2. málslið sömu málsgreinar fellur brott orðið „dómsmálaráðherra“.
     2. Í 4. tölul. 1. mgr. 38. gr. fellur niður „36. gr.“, en í stað þess kemur: 35. gr.

109. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1992. Þó öðlast 103. gr. þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1991.