Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2007.  Útgáfa 133a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum

1981 nr. 51 29. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 9. júní 1981. Breytt með l. 59/1990 (tóku gildi 1. jan. 1991) og l. 87/1995 (tóku gildi 1. júlí 1995).


1. gr. Tilgangur laga þessara er að tryggja sem best góða og heilbrigða ræktun plantna hér á landi.
Í lögum þessum merkir planta heilar jurtir og viðarplöntur svo og hluta þeirra. Mein merkir frávik frá því, sem heilbrigt má teljast, og skaðvaldur merkir þær lífverur og lífræna þætti, er meinum valda á plöntum: veirur (vira), berfrymingar (mycoplasma), bakteríur (bacteria), sveppir (fungi) og meindýr.
2. gr. Landbúnaðarráðherra getur samkvæmt lögum þessum gert varnarráðstafanir og gefið út reglugerðir, 1) sem stuðla að því:
    1. að koma í veg fyrir að hættulegir skaðvaldar berist til landsins og dreifist innanlands, og útrýma skaðvöldum, sem þegar hafa borist til landsins, teljist það framkvæmanlegt,
    2. að hindra að skaðvaldar, sem aðrar þjóðir vilja verjast, berist frá Íslandi.
Landbúnaðarráðherra ákveður, með hliðsjón af tillögum sérfræðinga í plöntusjúkdómum og meindýrum, hvaða skaðvald beri að telja svo hættulegan að falli undir ráðstafanir, er lög þessi heimila.
    1)Rg. 189/1990, sbr. 91/1998 og 393/1999. Rg. 53/1971. Rg. 343/2004, sbr. 264/2005 og 481/2006. Rg. 455/2006.
3. gr. Landbúnaðarráðherra getur m.a.:
    a. fyrirskipað eftirlit með innflutningi, útflutningi og dreifingu innanlands á öllum tegundum plantna, mold, húsdýraáburði, umbúðum og öðru, sem getur borið sjúkdóma og meindýr á plöntur, 1)
    b. sett það skilyrði fyrir innflutningi, útflutningi eða dreifingu innanlands, að plönturnar séu algjörlega lausar við ákveðna skaðvalda, eða sett ákveðið hámark um magn þeirra,
    c. bannað ræktun tiltekinna plöntutegunda á ákveðnum svæðum eða takmarkað ræktun við plöntur gæddar ákveðnum eiginleikum,
    d. fyrirskipað landeigendum eða ræktendum að gera varnarráðstafanir gegn plöntusjúkdómum og meindýrum á eigin kostnað,
    e. fyrirskipað eyðingu eða sérstaka meðhöndlun á plöntum eða á hlutum, sem geta borið og dreift skaðvaldi (t.d. mold, verkfæri, umbúðir, flutningatæki og geymslustaðir),
    f. fyrirskipað sóttkví undir eftirliti sem skilyrði fyrir innflutningi.
[Til þess að standa straum af kostnaði við eftirlit með plöntum samkvæmt lögum þessum er ráðherra heimilt að láta innheimta eftirlitsgjald vegna innflutnings á plöntum og vegna dreifingar innan lands og útflutnings á innlendum plöntum. Ráðherra setur í reglugerð 2) nánari ákvæði um gjaldskyldu, innheimtu, gjalddaga, lögvernd og annað er lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldsins.] 3)
    1)Rg. 343/2004, sbr. 264/2005 og 481/2006. 2)Rg. 110/1992. 3)L. 87/1995, 25. gr.
4. gr. Öllum sem hafa í fórum sínum plöntur, er ætla má að beri skaðvald, sem reglur samkvæmt lögum þessum taka til, eða verða varir við skaðvaldinn sjálfan, ber tafarlaust að tilkynna það þeim aðila, sem landbúnaðarráðherra hefur falið að annast framkvæmd eða eftirlit með, að settum fyrirmælum sé framfylgt. Plöntur má þá ekki flytja milli staða nema með samþykki þess aðila.
5. gr. Eigendur plantna, gróðrarstöðva og annarra ræktunarstaða, flutningstækja og bygginga, og þeir, sem umráðarétt hafa yfir slíku, skulu án endurgjalds leyfa aðgang, sýnatöku, rannsóknir og aðgerðir, er fyrirskipaðar kunna að verða og nauðsynlegar mega teljast skv. 2. gr. þessara laga.
6. gr. Þeim, sem brýtur ákvæði laga þessara, er skylt að hlíta fyrirmælum landbúnaðarráðherra eða umboðsmanna hans um varnaraðgerðir vegna brotsins. Skal hann framkvæma þau fyrirmæli á eigin kostnað og undir eftirliti opinberra aðila, en einnig eru þeim aðilum heimilar slíkar varnaraðgerðir á kostnað þess, sem sök ber. Þegar um er að ræða samræmda herferð gegn ákveðnum skaðvaldi, er heimilt að greiða kostnað við hana úr ríkissjóði.
7. gr. Brot á lögum þessum varða sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
8. gr.