Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. október 2007. Útgáfa 134. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um starfstengda eftirlaunasjóði
2007 nr. 78 30. mars
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. júlí 2007. EES-samningurinn: IX. viðauki tilskipun 2003/41/EB.



1. Lífeyrissjóða sem falla undir reglugerð (EBE) nr. 1408/71, um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja, og reglugerð (EBE) nr. 574/72, um breytingu á málsmeðferð við innleiðingu reglugerðar (EBE) nr. 1408/71.
2. Sjóða sem falla undir tilskipun 73/239/EBE, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum til að hefja og reka starfsemi á sviði frumtrygginga annarra en líftrygginga, tilskipun 85/611/EBE, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS), tilskipun 93/22/EBE, um fjárfestingarþjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, tilskipun 2000/12/EB, um stofnun og rekstur lánastofnana, og tilskipun 2002/83/EB, um líftryggingar.
3. Sjóða sem reknir eru með gegnumstreymiskerfi.
4. Sjóða þar sem sjóðfélagar hafa ekki lögvarinn rétt til lífeyris og iðgjaldagreiðendur geta krafist greiðslna sinna aftur án þess að skyldum til greiðslu lífeyris sé fullnægt.


Aðildarfyrirtæki: Fyrirtæki eða annar aðili sem starfar sem vinnuveitandi eða er sjálfstætt starfandi og greiðir framlög til starfstengds eftirlaunasjóðs.
Eftirlaunaréttindi: Réttindi sem eru greidd þegar eftirlaunaaldri er náð eða þegar þess er vænst að honum verði náð eða þegar þau eru greidd sem viðbótarframlag, í formi greiðslna við andlát, örorku eða starfslok, eða í formi stuðningsgreiðslna eða þjónustu vegna sjúkdóms, fátæktar eða andláts.
Samningur um eftirlaunaréttindi: Samningur, samkomulag eða reglur sem fela í sér hvaða eftirlaunaréttindi eru tryggð og hvaða skilyrði þarf að uppfylla.
Sjóðfélagi: Einstaklingur sem á rétt á eða mun eiga rétt á starfstengdum eftirlaunagreiðslum á grundvelli iðgjaldagreiðslna í samræmi við ákvæði samnings um eftirlaunaréttindi.
Starfstengdur eftirlaunasjóður: Lögaðili sem starfar, á sjóðmynduðum grundvelli, aðskilinn frá þeim aðila sem greiðir iðgjöldin, í þeim tilgangi að tryggja eftirlaunarétt í samræmi við samninga þar um.








1. Við fjárfestingar í eignum skal hafa hagsmuni sjóðfélaga og eftirlaunaþega að leiðarljósi. Ef um er að ræða hugsanlegan hagsmunaárekstur skal sjóðurinn eða einingin sem stýrir safni hans sjá til þess að fjárfestingin sé eingöngu í þágu sjóðfélaga.
2. Fjárfest skal í eignum með þeim hætti að öryggi, gæði, lausafjárstaða og arðsemi safnsins í heild sé tryggt.
3. Fyrst og fremst skal fjárfest með eignunum á skipulegum mörkuðum. Fjárfesting í eignum, sem eru ekki skráðar á skipulegum fjármálamarkaði, verður ávallt að vera innan varfærnismarka.
4. Fjárfesting í afleiddum gerningum skal möguleg að því marki sem þeir geta dregið úr fjárfestingaáhættu eða stuðlað að skilvirkri stýringu eignasafnsins. Þá skal meta á varfærnisgrundvelli, með hliðsjón af eigninni sem liggur til grundvallar, og fella inn í matið á eignum sjóðsins. Sjóðurinn skal einnig forðast óþarfa áhættu gagnvart einum mótaðila og gagnvart annarri notkun afleiðna.
5. Eignirnar skulu vera nægilega fjölbreytilegar þannig að komast megi hjá því að treyst sé óþarflega mikið á tiltekna eign, útgefanda eða fyrirtækjasamstæðu og uppsöfnun áhættu í eignasafninu í heild. Fjárfestingar í eignum, sem eru gefnar út af sama útgefanda eða af útgefendum sem tilheyra sömu samstæðu, skulu ekki leiða til þess að sjóðurinn lendi í óhóflegri áhættusamþjöppun.
6. Fjárfesting í aðildarfyrirtæki skal ekki vera meiri en 5% eignasafnsins í heild og, þegar aðildarfyrirtæki er hluti af samstæðu, skal fjárfesting í fyrirtækjum í sömu samstæðu og aðildarfyrirtæki tilheyrir ekki vera yfir 10% eignasafnsins.





a. upplýsingar um meginefni fjárfestingarstefnu skv. 37. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, þar sem fram koma a.m.k. upplýsingar um aðferðir sjóðsins við mælingar á áhættu, aðferðir við áhættustjórnun og markmið um eignasamsetningu með tilliti til eðlis og líftíma skuldbindinga,
b. í þeim tilvikum þegar sjóðfélagi ber fjárfestingaáhættu, ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um fjárfestingarvalkosti, ef við á, og raunverulega eignasamsetningu auk upplýsinga um stig áhættu og kostnað tengdan fjárfestingum,
c. ítarlegar og greinargóðar upplýsingar um ráðstafanir vegna flutnings á réttindum þeirra til annars starfstengds eftirlaunasjóðs vegna loka ráðningarsamnings.







a. sjóðurinn verndar ekki með fullnægjandi hætti hagsmuni sjóðfélaga og lífeyrisþega,
b. sjóðurinn uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir starfsleyfi,
c. sjóðurinn vanrækir með alvarlegum hætti að rækja skyldur sínar samkvæmt þeim reglum sem gilda um starfsemi hans,
d. um starfsemi í öðru landi er að ræða og sjóðurinn virðir ekki kröfur vinnu- og félagsmálalöggjafar gistiríkis er snerta starfstengdan lífeyri.










Fylgiskjal.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/41/EB frá 3. júní 2003 um starfsemi og eftirlit með stofnunum sem sjá um starfstengdan lífeyri
EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 47. gr. (2. mgr.), 55. gr. og 95. gr. (1. mgr.),
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar ( 1),
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 2),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1) Einn heill og óskiptur markaður fyrir fjármálaþjónustu hefur mikla þýðingu fyrir hagvöxt og atvinnusköpun í Bandalaginu.
2) Gríðarlegur árangur hefur þegar náðst í að stofna innri markaðinn sem gerir fjármálastofnunum kleift að starfa í öðrum aðildarríkjum og tryggir víðtæka vernd fyrir neytendur fjármálaþjónustu.
3) Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar „Að setja ramma um starfsemi fjármálamarkaða: aðgerðaáætlun“ er gerð grein fyrir röð aðgerða sem nauðsynlegar eru til að gera innri markað fyrir fjármálaþjónustu að veruleika og á fundi leiðtogaráðsins í Lissabon 23. og 24. mars 2000 var kallað eftir framkvæmd þeirrar aðgerðaáætlunar eigi síðar en 2005.
4) Í aðgerðaáætluninni fyrir fjármálaþjónustu er lögð rík áhersla á brýna nauðsyn þess forgangsverkefnis að semja drög að tilskipun um varfærniseftirlit með stofnunum um starfstengdan lífeyri í ljósi þess að þessar stofnanir eru mikilvægar fjármálastofnanir og gegna lykilhlutverki í því að tryggja samþættingu, skilvirkni og lausafjárstöðu fjármálamarkaða, en falla ekki undir samfelldan lagaramma Bandalagsins en það gerir þeim kleift að nýta sér til fulls gagnlega kosti innri markaðarins.
5) Almannatryggingakerfi verða fyrir sífellt meiri þrýstingi og þess vegna verður í framtíðinni enn frekar treyst á starfstengdar lífeyrisgreiðslur sem viðbótartryggingavernd. Af þeim sökum skal þróa starfstengdar lífeyrisgreiðslur, án þess þó að dregið sé í efa mikilvægi lífeyristryggingar almannatryggingakerfa sem veita örugga, varanlega og árangursríka, félagslega vernd, sem skulu tryggja sanngjörn lífskjör á efri árum og skulu því vera kjarninn í því að stuðla að styrkari félagsgerð Evrópu.
6) Með þessari tilskipun er þannig tekið fyrsta skrefið í átt að innri markaði fyrir starfstengdan lífeyri sem er skipulagður um alla Evrópu. Með því að beita varfærnisreglunni (prudent person rule) sem meginreglunni að baki fjárfestingum og með því að stofnunum er gert kleift að stunda rekstur yfir landamæri er hvatt til þess að sparifé sé aftur beint í geirann fyrir starfstengdan lífeyri og þannig stuðlað að efnahagslegum og félagslegum framförum.
7) Varfærnisreglunum, sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun, er ætlað hvort tveggja, að tryggja víðtækt öryggi lífeyrisþega í framtíðinni með setningu strangra eftirlitsstaðla og að auðvelda skilvirka stjórnun starfstengdra lífeyriskerfa.
8) Stofnunum, sem eru algjörlega aðskildar frá aðildarfyrirtækjum og eru reknar á grundvelli fjármögnunar með það eitt að markmiði að annast eftirlaunagreiðslur, skal veitt frelsi til að veita þjónustu og frelsi til fjárfestinga, þó með fyrirvara um samræmdar varfærniskröfur, óháð því hvort litið er á þessar stofnanir sem lögaðila.
9) Aðildarríkin skulu, í samræmi við dreifræðisregluna, bera áfram fulla ábyrgð á uppbyggingu lífeyriskerfa sinna og á því hvernig þau ákveða hvaða hlutverki hver og ein stoðanna þriggja í lífeyriskerfum einstakra aðildarríkja gegnir. Innan ramma annarrar stoðarinnar skulu þau einnig bera fulla ábyrgð á hlutverki og starfsemi hinna ýmsu stofnana sem greiða út starfstengd lífeyrisréttindi, s.s. lífeyrissjóða atvinnugreina, lífeyrissjóða félaga og líftryggingafélaga. Tilskipuninni er ekki ætlað að draga þetta fyrirkomulag í efa.
10) Innlendar reglur um þátttöku sjálfstætt starfandi einstaklinga í stofnunum um starfstengdan lífeyri eru mismunandi. Í sumum aðildarríkjum geta stofnanir um starfstengdan lífeyri ýmist starfað á grundvelli samninga við atvinnugrein eða atvinnugreinasamtök þar sem sjóðfélagarnir koma fram sem sjálfstætt starfandi eða með beinum samningum við sjálfstætt starfandi og launaða einstaklinga. Í sumum aðildarríkjum getur sjálfstætt starfandi einstaklingur einnig orðið aðili að stofnun ef sjálfstætt starfandi einstaklingurinn starfar sem vinnuveitandi eða veitir fyrirtæki faglega þjónustu sína. Í sumum aðildarríkjum geta sjálfstætt starfandi einstaklingar ekki orðið aðilar að stofnun um starfstengdan lífeyri nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þ.m.t. eru skilyrði sem eru lögbundin með félagsmála- og vinnulöggjöf.
11) Stofnanir, sem hafa umsjón með almannatryggingakerfum sem hafa þegar verið samræmd á vettvangi Bandalagsins, skulu undanskildar gildissviði þessarar tilskipunar. Þó skal taka tillit til sérstöðu stofnana sem bæði stýra almannatryggingakerfum og starfstengdum lífeyriskerfum í einu og sama aðildarríkinu.
12) Fjármálastofnanir, sem nýta sér nú þegar lagaramma Bandalagsins, skulu að öllu jöfnu falla utan gildissviðs þessarar tilskipunar. Þó er mikilvægt að tryggja að þessi tilskipun leiði ekki til röskunar á samkeppni vegna þess að í sumum tilvikum bjóða þessar stofnanir einnig þjónustu innan starfstengdra lífeyriskerfa. Komast má hjá slíkri röskun með því að beita varfærniskröfum þessarar tilskipunar gagnvart rekstri starfstengds lífeyris hjá líftryggingafélögum. Framkvæmdastjórnin skal einnig hafa vökult eftirlit með aðstæðum á markaðinum fyrir starfstengdan lífeyri og meta hvort unnt sé að rýmka valfrjálsa beitingu þessarar tilskipunar þannig að hún nái einnig til annarra fjármálastofnana sem starfa samkvæmt lögum.
13) Þegar stefnt er að því að tryggja fjárhagslegt öryggi á eftirlaunaárum skulu réttindagreiðslur frá stofnunum um starfstengdan lífeyri að öllu jöfnu vera lífeyrir til æviloka. Einnig skal vera möguleiki á tímabundnum greiðslum eða eingreiðslu.
14) Mikilvægt er að tryggja að eldra fólk og fatlaðir lendi ekki í þeim aðstæðum að þurfa að búa við fátækt og að það geti notið mannsæmandi lífskjara. Viðeigandi trygging fyrir áhættu er tengist ævilíkum manna í starfstengdum lífeyriskerfum er mikilvægur þáttur í baráttunni gegn fátækt og óöryggi meðal aldraðra. Þegar lífeyriskerfi er komið á skulu vinnuveitendur og launamenn, eða fulltrúar þessara tveggja hópa, skoða þann möguleika að í lífeyriskerfinu felist einnig trygging sem nær yfir áhættu vegna langlífis og skertrar starfsgetu auk lífeyris til eftirlifenda sem voru á framfæri hins látna.
15) Það getur auðveldað eftirlit í sumum aðildarríkjum ef þeim er gefinn sá kostur að undanskilja stofnanir, sem sjá um kerfi þar sem sjóðfélagar eru samtals innan við 100, frá gildissviði innlendra framkvæmdarlöggjafarstofnana, án þess þó að slíkt grafi undan eðlilegri starfsemi innri markaðarins í þessum geira. Þetta ætti þó ekki að draga úr rétti þessara stofnana til að tilnefna forstöðumenn fjárfestinga og vörsluaðila með staðfestu í öðru aðildarríki og tilhlýðilegt umboð til að stýra fjárfestingasamvali þeirra og vörslu á eignum þeirra.
16) Stofnanir eins og „Unterstützungskassen“ í Þýskalandi, þar sem sjóðfélagar hafa engin lagaleg réttindi til tiltekinnar fjárhæðar réttindagreiðslna og hagsmunir þeirra eru varðir með lögboðinni skyldutryggingu gegn gjaldþroti, skulu ekki falla undir gildissvið þessarar tilskipunar.
17) Í því skyni að vernda félaga og lífeyrisþega skulu stofnanir um starfstengdan lífeyri takmarka starfsemi sína þannig að hún nái aðeins til þeirrar starfsemi sem um getur í þessari tilskipun og starfsemi sem af henni leiðir.
18) Ef til þess kemur að aðildarfyrirtæki verður gjaldþrota stendur félagi andspænis þeirri hættu að missa bæði starf sitt og áunnin lífeyrisréttindi sín. Þetta skapar þá nauðsyn að tryggja að skýr skil séu á milli fyrirtækisins og stofnunarinnar og að mælt sé fyrir um lágmarksvarfærnisviðmiðanir í því skyni að vernda félaga.
19) Umtalsverður munur er á því í aðildarríkjunum hvernig stofnanir um starfstengdan lífeyri starfa og hvernig eftirliti með þeim er háttað. Í sumum aðildarríkjum getur eftirlit verið haft bæði með stofnuninni sjálfri og einnig einingum eða félögum sem heimilað er að stýra þessum stofnunum. Aðildarríki skulu vera fær um að taka tillit til slíkrar sérstöðu svo fremi sem allar kröfur, sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun, séu uppfylltar. Aðildarríkin skulu einnig vera fær um að heimila vátryggingafyrirtækjum og öðrum fjármálafyrirtækjum að stýra stofnunum um starfstengdan lífeyri.
20) Stofnanir um starfstengdan lífeyri eru veitendur fjármálaþjónustu en þeir bera ríka ábyrgð við greiðslu starfstengdra eftirlaunaréttinda og af þeim sökum skulu þeir uppfylla tiltekin lágmarksviðmið um varfærni að því er varðar starfsemi sína og rekstrarskilyrði.
21) Vegna feikilegs fjölda stofnana í tilteknum aðildarríkjum er nauðsynlegt að finna hagnýta lausn á því hvernig hægt er að veita stofnunum starfsleyfi fyrir fram. Ef, á hinn bóginn, stofnun æskir þess að stýra kerfi í öðru aðildarríki skal krefjast þess að lögbært yfirvald í heimaaðildarríkinu hafa veitt starfsleyfi fyrir fram.
22) Sérhvert aðildarríki skal krefjast þess að sérhver stofnun á yfirráðasvæði þess geri ársreikninga og ársskýrslur þar sem fram kemur sérhvert lífeyriskerfi sem stofnunin rekur og, þar sem við á, ársreikningar og ársskýrslur fyrir hvert þeirra. Ársreikningarnir og ársskýrslurnar, sem gefa glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu stofnunarinnar, þar sem tekið er tillit til allra lífeyriskerfa sem stofnunin stýrir og viðurkenndir aðilar hafa samþykkt, eru mikilvæg upplýsingaheimild fyrir félaga og lífeyrisþega kerfa sem og lögbær yfirvöld. Sér í lagi gera þær lögbærum yfirvöldum kleift að fylgjast með fjárhagslegum styrkleika stofnunar og að þau geti metið hvort stofnunin hafi getu til að standa við allar samningsbundnar skuldbindingar sínar.
23) Það er höfuðatriði að sjóðfélagar og lífeyrisþegar lífeyriskerfis fái réttar upplýsingar. Einkum skiptir þetta máli vegna beiðna um upplýsingar varðandi fjárhagslegan styrkleika stofnunarinnar, samningsreglurnar, réttindin og raunfjármögnun áunninna lífeyrisréttinda, fjárfestingastefnu og áhættu- og kostnaðarstýringu.
24) Fjárfestingastefna stofnunar er ákvarðandi þáttur bæði fyrir öryggi og hagkvæmni starfstengdra lífeyrisgreiðslna. Stofnanirnar skulu því setja fram og endurskoða að lágmarki á þriggja ára fresti greinargerð um meginreglur við fjárfestingar. Hún skal vera aðgengileg lögbærum yfirvöldum og einnig sjóðfélögum og lífeyrisþegum í hverju lífeyriskerfi, sé þess óskað.
25) Til að lögbær yfirvöld geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu skulu þau hafa fullnægjandi réttindi til að fá upplýsingar og heimildir til íhlutunar að því er varðar stofnanir og aðilana sem stjórna þeim í reynd. Í því tilviki að stofnun um starfstengdan lífeyri hefur yfirfært verulega mikilvæg verkefni til annarra félaga (utankaup), s.s. stýringu fjárfestinga, upplýsingatækni eða bókhald, skal vera unnt að útvíkka réttindi til að fá upplýsingar og heimildir til íhlutunar þannig að þau ná yfir þessi utanaðkeyptu verkefni til þess að unnt sé að hafa eftirlit með því hvort þessari starfsemi sé sinnt í samræmi við eftirlitsreglur.
26) Það er grundvallarskilyrði að reikna tryggingaskuld með varfærni til að tryggja að unnt sé að standa við skuldbindingar um greiðslu eftirlauna. Reikna skal tryggingaskuld á grundvelli viðurkenndra tryggingafræðilegra aðferða og hún skal vottuð af hæfum aðilum. Velja skal hámarksvexti með varfærni í samræmi við viðeigandi innlendar reglur. Lágmarksfjárhæð tryggingaskuldar skal nægja bæði fyrir réttindagreiðslum sem þegar eru greiddar til lífeyrisþega og verða greiddar áfram sem og fyrir skuldbindingum sem myndast vegna áunninna lífeyrisréttinda sjóðfélaga.
27) Verulegur munur er í aðildarríkjunum á því til hvers konar áhættu tryggingar taka hjá stofnunum. Heimaaðildarríki skulu því eiga þess kost að setja viðbótarreglur sem eru ítarlegri en þær sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun um útreikning á tryggingaskuld.
28) Nægar og viðeigandi eignir, sem standa undir tryggingaskuld, vernda hagsmuni sjóðfélaga og lífeyrisþega lífeyriskerfisins ef aðildarfyrirtækið verður gjaldþrota. Einkum á það við þegar starfsemi fer fram yfir landamæri en þá er nauðsynlegt, samkvæmt gagnkvæmri viðurkenningu á eftirlitsreglum sem beitt er í aðildarríkjum, að tryggingaskuld sé ævinlega fjármögnuð að fullu.
29) Ef starfsemi stofnunar fer ekki fram yfir landamæri skal aðildarríkjum unnt að heimila vanfjármögnun að því tilskildu að gerð sé viðeigandi áætlun um að koma aftur á fullri fjármögnun og með fyrirvara um kröfur sem gerðar eru í tilskipun ráðsins 80/987/EBE frá 20. október 1980 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota ( 4).
30) Oft getur það verið aðildarfyrirtækið en ekki stofnunin sjálf sem sér annaðhvort fyrir nægum tryggingum vegna hvers kyns áhættu sem tengist ævilíkum manna eða ábyrgist tiltekin réttindi eða árangur af fjárfestingum. Í sumum tilvikum er það þó stofnunin sjálf sem sér um þessa tryggingu eða ábyrgðir og skuldbindingar þess aðila sem greiðir til hennar eru einungis bundnar til greiðslu nauðsynlegra framlaga. Við slíkar aðstæður eru þær tryggingar, sem í boði eru, sambærilegar þeim sem líftryggingafélög bjóða og hlutaðeigandi stofnanir skulu að lágmarki eiga jafnmikið viðbótar eigið fé og líftryggingafélög.
31) Stofnanir eru fjárfestar sem fjárfesta til mjög langs tíma. Að öllu jöfnu er ekki unnt að innleysa eignir þessara stofnana í neinum öðrum tilgangi en að sjá fyrir eftirlaunum. Í því skyni að verja réttindi sjóðfélaga og lífeyrisþega á fullnægjandi hátt skulu stofnanir enn fremur vera færar um að velja eignaskiptingu sem fellur nákvæmlega að eðli og gildistíma skuldbindinga þeirra. Þessir þættir kalla á skilvirkt eftirlit og nálgun við fjárfestingarreglur sem veita stofnunum nægilegan sveigjanleika til að ákveða öruggustu og skilvirkustu fjárfestingastefnuna og skyldar þær til að sýna varfærni. Sé farið að varfærnisreglunni (prudent person rule) krefst það fjárfestingarstefnu sem er sniðin að samsetningu sjóðfélaga sérhverrar stofnunar um starfstengdan lífeyri.
32) Eftirlitsaðferðir og -venjur eru mismunandi í aðildarríkjunum. Þess vegna skulu aðildarríkin hafa nokkuð valfrelsi um nákvæmar fjárfestingareglur sem þau æskja að setja um stofnanir sem eru á þeirra yfirráðasvæði. Þessar reglur skulu þó ekki takmarka frjálsa fjármagnsflutninga nema slíkt sé réttlætanlegt út frá varfærnissjónarmiði.
33) Vegna þess að stofnanir um starfstengdan lífeyri eru langtímafjárfestar með litla lausafjáráhættu er þeim fært að fjárfesta í bundnum eignum, s.s. hlutabréfum og einnig í áhættufjármagnsmörkuðum innan varfærnismarka. Þær geta einnig nýtt sér kosti alþjóðlegrar fjölbreytni. Af þeim sökum skal ekki takmarka fjárfestingu í hlutabréfum, áhættufjármagnsmörkuðum og gjaldmiðlum, öðrum en þeim sem skuldirnar eru í, að öðru leyti en út frá varfærni.
34) Ef starfsemi stofnunarinnar fer fram yfir landamæri getur þó verið að lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins æski þess að það virði mörk um fjárfestingar í hlutabréfum og sambærilegum eignum, sem eru ekki skráð á skipulegan markað, í hlutabréfum og öðrum gerningum sem gefin eru út af sama fyrirtæki eða í eignum, sem eru ekki í samstæðum gjaldmiðlum, að því tilskildu að þessar reglur eigi einnig við um stofnanir í gistiaðildarríkinu.
35) Takmarkanir varðandi frjálst val stofnana á viðurkenndum forstöðumönnum eigna og vörsluaðilum takmarka samkeppni á innri markaðinum og skal því fella þær niður.
36) Með fyrirvara um innlenda félagsmála- og vinnulöggjöf um skipulag lífeyriskerfa, þ.m.t. skylduaðild og niðurstöður almennra kjarasamninga, skulu stofnanir hafa möguleika á að veita þjónustu sína í öðrum aðildarríkjum. Þeim skal heimilað að taka við greiðslum frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum og að starfrækja lífeyriskerfi þar sem sjóðfélagarnir eru í fleiri en einu aðildarríki. Þetta gæti hugsanlega leitt til töluverðrar stærðarhagkvæmni fyrir þessar stofnanir, bætt samkeppnishæfni atvinnulífsins í Bandalaginu og ýtt undir hreyfanleika vinnuafls. Þetta krefst gagnkvæmrar viðurkenningar varfærnisviðmiða. Lögbær yfirvöld í heimaaðildarríkinu skulu hafa eftirlit með því að þessum varfærnisviðmiðunum sé framfylgt á réttan hátt.
37) Ef stofnun í aðildarríki nýtir sér réttinn til að starfrækja starfstengt lífeyriskerfi, sem samið er um í öðru aðildarríki, skal hún fara að öllu leyti að ákvæðum gildandi félagsmála- og vinnulöggjafar í gistiaðildarríkinu að svo miklu leyti sem það varðar starfstengdan lífeyri, t.d. skilgreiningu og greiðslu eftirlauna og skilyrði varðandi yfirfærslu lífeyrisréttinda.
38) Þegar kerfi er haldið aðgreindu skulu ákvæði þessarar tilskipunar gilda sérstaklega um það kerfi.
39) Mikilvægt er að kveða á um samstarf um eftirlit milli lögbærra yfirvalda aðildarríkjanna og samstarf í öðru skyni milli þessara yfirvalda og framkvæmdastjórnarinnar. Lögbær yfirvöld skulu, í því skyni að sinna skyldum sínum og stuðla að samkvæmni og tímanlegri framkvæmd þessarar tilskipunar, veita hvert öðru upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að unnt sé að beita ákvæðum tilskipunarinnar. Framkvæmdastjórnin hefur látið í ljós ætlun sína að koma á fót nefnd eftirlitsmanna til þess að hvetja til samvinnu, samræmingar og skoðanaskipta milli innlendra lögbærra yfirvalda og til þess að stuðla að samræmdri framkvæmd þessarar tilskipunar.
40) Þar sem aðildarríkin geta ekki með fullnægjandi hætti náð því markmiði sem fyrirhuguð aðgerð felur í sér, þ.e. að koma á lagaramma í Bandalaginu sem nær yfir stofnanir um starfstengdan lífeyri, og auðveldara er fyrir Bandalagið að ná markmiðinu vegna þess hve aðgerðin er umfangsmikil og hefur víðtæk áhrif, getur Bandalagið samþykkt ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna, eins og segir í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og kveðið er á um í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari tilskipun til að ná þessu markmiði.
SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:





a) stofnanir sem stýra almannatryggingakerfi og falla undir reglugerð (EBE) nr. 1408/71 ( 5) og reglugerð (EBE) nr. 574/72 ( 6),
b) stofnanir sem falla undir tilskipun 73/239/EBE ( 7), tilskipun 85/611/EBE ( 8), tilskipun 93/22/ EBE ( 9), tilskipun 2000/12/EB ( 10) og tilskipun 2002/83/EB ( 11),
c) stofnanir sem reknar eru með gegnumstreymiskerfi,
d) stofnanir þar sem starfsmenn aðildarfyrirtækjanna hafa engan lagalegan rétt til réttinda og aðildarfyrirtækið getur innleyst eignirnar hvenær sem er og þarf ekki endilega að fullnægja skuldbindingum sínum um greiðslu eftirlauna,
e) félög með sjóði sem ekki byggja á sjóðsöfnun í því skyni að greiða starfsmönnum sínum eftirlaun.




Vátryggingafélög skulu, í því tilviki og aðeins að því er varðar rekstur varðandi starfstengdan lífeyri, ekki falla undir 20.–26. gr., 31. gr. og 36. gr. tilskipunar 2002/83/EB.
Heimaaðildarríkið skal tryggja að annaðhvort lögbær yfirvöld eða þau yfirvöld, sem bera ábyrgð á eftirliti með vátryggingafélögum, sem falla undir tilskipun 2002/83/EB, og það sé hluti af eftirlitsverkefnum þeirra, sannreyni að rekstur varðandi starfstengdan lífeyri sé algerlega aðskilinn öðrum rekstri.


Aðildarríki geta valið að beita ekki 9.–17. gr. gagnvart stofnunum sem annast lögboðinn starfstengdan lífeyri sem opinber yfirvöld ábyrgjast. Einungis er heimilt að beita 20. gr. ef öll önnur ákvæði þessarar tilskipunar gilda.


a) „stofnun um starfstengdan lífeyri“ eða „stofnun“: stofnun, án tillits til rekstrarforms að lögum, sem rekin er með fjármögnun og er stofnuð aðskilin frá aðildarfyrirtæki eða atvinnugrein í þeim tilgangi að annast atvinnutengdar eftirlaunagreiðslur á grundvelli samkomulags eða samnings:
– sem er gerður fyrir hvern og einn eða í heild milli vinnuveitanda eða vinnuveitenda og starfsmanns eða starfsmanna eða fulltrúa þeirra hvors eða hvorra um sig eða
– sem er gerður við sjálfstætt starfandi aðila í samræmi við löggjöf heima- og gistiaðildarríkja,
og annast starfsemi sem rekja má beint til þess,
b) „lífeyriskerfi“: samningur, samkomulag, vörslusjóðsskjal eða reglur sem kveða á um greiðslu eftirlauna og þá með hvaða skilyrðum,
c) „aðildarfyrirtæki“: fyrirtæki eða annar aðili, hvort sem til þess teljast eða það samanstendur af einum eða fleiri lögaðilum eða einstaklingum, sem starfar sem vinnuveitandi eða er sjálfstætt starfandi eða með einhverri slíkri samsetningu og greiðir framlög til stofnunar um starfstengdan lífeyri,
d) „eftirlaun“: réttindi sem eru greidd út þegar eftirlaunaaldri er náð eða þegar þess er vænst að honum verði náð eða þegar þau eru greidd sem viðbótarframlag, í formi greiðslna við andlát, örorku eða starfslok, eða í formi stuðningsgreiðslna eða þjónustu vegna sjúkdóms, fátæktar eða andláts. Í því skyni að stuðla að fjárhagslegu öryggi á eftirlaunaárum eru þessi réttindi yfirleitt í formi ævilangra greiðslna. Þetta geta þó einnig verið tímabundnar greiðslur eða eingreiðslur,
e) „sjóðfélagi“: einstaklingur sem á rétt á eða mun eiga rétt á eftirlaunum í krafti atvinnu sinnar í samræmi við ákvæði lífeyriskerfis,
f) „lífeyrisþegi“: aðili sem fær greidd eftirlaun,
g) „lögbær yfirvöld“: innlend yfirvöld sem eru tilnefnd til að inna af hendi þær skyldur sem kveðið er á um í þessari tilskipun,
h) „áhætta sem tengist ævilíkum manna“: áhætta tengd andláti, örorku og langlífi,
i) „heimaaðildarríki“: aðildarríkið þar sem stofnunin er með skráða skrifstofu sína og aðalskrifstofu eða aðalskrifstofu ef hún er ekki með skráða skrifstofu,
j) „gistiaðildarríki“: aðildarríkið þar sem félagsmála- og vinnulöggjöf sem tengist starfstengdum lífeyriskerfum á við um tengslin milli aðildarfyrirtækisins og sjóðfélaga.


Þegar vátryggingafyrirtæki stýrir rekstri sínum varðandi starfstengdan lífeyri með því að halda eignum sínum og skuldum aðgreindum, í samræmi við 4. gr., skulu aðgreindu eignirnar og skuldirnar takmarkast við rekstur, tengdan eftirlaunum og starfsemi sem leiðir beint af þeim.




a) að lögbært eftirlitsyfirvald skrái stofnunina í innlenda skrá eða veiti henni leyfi; ef um er að ræða starfsemi yfir landamæri, sem um getur í 20. gr., skal einnig koma fram í skránni í hvaða aðildarríkjum stofnunin er með rekstur,
b) að stofnunin sé rekin á hagkvæman hátt af einstaklingum með óflekkað mannorð og þeir verði að hafa viðeigandi starfsmenntun og hæfi eða hafi í vinnu sinni ráðgjafa með viðeigandi starfsmenntun og hæfi og reynslu,
c) að komið hafi verið til framkvæmda reglum um starfrækslu lífeyriskerfa sem stofnunin rekur og þær hafi verið settar á viðeigandi hátt og sjóðfélögum hafi verið kynntar þessar reglur nægilega vel,
d) að allar tryggingaskuldir séu reiknaðar og vottaðar af tryggingafræðingi eða, ef tryggingafræðingur sér ekki um það, af öðrum sérfræðingi á þessu sviði, m.a., í samræmi við innlenda löggjöf, af endurskoðanda á grundvelli tryggingafræðilegra aðferða sem viðurkenndar eru af lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkinu,
e) að aðildarfyrirtækið ábyrgist greiðslu eftirlauna í því tilviki að það hafi skuldbundið sig til reglulegrar fjármögnunar,
f) sjóðfélagarnir séu nægilega vel upplýstir um skilyrði lífeyriskerfisins, einkum varðandi:
i) réttindi og skyldur þeirra aðila sem eiga aðild að lífeyriskerfinu,
ii) fjárhagslega, tæknilega og aðra áhættu, tengda lífeyriskerfinu,
iii) eðli og dreifingu þessarar áhættu.









a) að fenginni beiðni, ársreikningana og ársskýrslurnar, sem um getur í 10. gr., og, þegar stofnun ber ábyrgð á fleiri en einu kerfi, þá ársreikninga og þær ársskýrslur sem tengjast tilteknu lífeyriskerfi,
b) allar viðeigandi upplýsingar um breytingar á reglum lífeyriskerfis innan hæfilegs tímaramma.


a) fyrirhugað stig eftirlauna, ef við á,
b) fjárhæð réttindagreiðslna ef um er að ræða starfslok,
c) í því tilviki að sjóðfélagi beri fjárfestingaáhættuna, hverjir fjárfestingarmöguleikar eru, ef við á, og raunverulegt fjárfestingasamval, auk upplýsinga um áhættu og kostnað tengdan fjárfestingunum,
d) fyrirkomulag sem tengist yfirfærslu lífeyrisréttinda til annarrar stofnunar um starfstengdan lífeyri ef um er að ræða lok ráðningarsambands.
Sjóðfélagar skulu árlega fá stutt yfirlit yfir stöðu stofnunarinnar og einnig hvert núverandi fjármögnunarstig áunninna réttinda hvers og eins er.





a) til að krefjast þess að stofnunin, stjórn og stjórnarmenn eða aðilar sem stýra stofnuninni veiti upplýsingar um öll viðskiptaleg málefni eða framsendi öll viðskiptaskjöl,
b) til að hafa eftirlit með tengslum milli stofnunarinnar og annarra félaga eða milli stofnana þegar þær flytja starfssvið til þessara félaga eða stofnana (utankaup) og hafi þannig áhrif á fjárhagsstöðu stofnunarinnar eða skipti verulegu máli vegna skilvirks eftirlits,
c) til að fá reglubundið yfirlýsingu um meginreglur um fjárfestingastefnu, ársreikninga og ársskýrslur og öll skjöl sem nauðsynleg eru vegna eftirlits með starfseminni. Þetta geta m.a. verið skjöl á borð við:
i) innri árshlutaskýrslur,
ii) tryggingafræðilegt virðismat og ítarlegar forsendur þess,
iii) kannanir á eignum og skuldbindingum,
iv) staðfesting á því að stofnunin fylgi meginreglum um fjárfestingastefnu,
v) staðfesting á því að framlög hafi verið greidd samkvæmt áætlun,
vi) skýrslur þeirra einstaklinga sem bera ábyrgð á endurskoðun ársreikninganna sem um getur í 10. gr.,
d) til að annast vettvangsskoðun á athafnasvæði stofnunarinnar og, þar sem við á, þar sem starfssvið hafa verið utankeypt til að ganga úr skugga um hvort starfsemin fari fram í samræmi við eftirlitsreglur.



Þau geta einnig takmarkað eða bannað frjálsa ráðstöfun stofnunarinnar á eignum sínum, einkum þegar
a) stofnunin hefur ekki getað myndað fullnægjandi tryggingaskuld vegna starfseminnar í heild eða á ekki nógar eignir til að standa undir tryggingaskuldinni,
b) stofnunin á ekki skyldubundinn viðbótarsjóð.


a) stofnunin stendur ekki nægilega vel vörð um hagsmuni sjóðfélaga og lífeyrisþega,
b) stofnunin uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir rekstri,
c) stofnunin bregst alvarlega skyldum sem á henni hvíla samkvæmt gildandi reglum,
d) í því tilviki að starfsemi fari fram yfir landamæri, stofnunin virðir ekki kröfur samkvæmt félagsmála- og vinnulöggjöf í gistiaðildarríkinu sem eiga við um starfstengdan lífeyri.
Ákvörðun um að banna starfsemi stofnunar skal ítarlega rökstudd og tilkynnt hlutaðeigandi stofnun.






a) lágmarksfjárhæð tryggingaskuldar skal reiknuð út samkvæmt nægilega varfærnu tryggingafræðilegu mati, að teknu tilliti til allra skuldbindinga vegna réttinda og vegna framlaga í samræmi við lífeyrisfyrirkomulag stofnunarinnar. Hún skal nægja bæði fyrir lífeyri og áframhaldandi útgreiðslum réttinda sem komið hafa til útgreiðslu til lífeyrisþega og jafnframt endurspegla skuldbindingar vegna áunninna lífeyrisréttinda lífeyrisþega. Efnahagslegar og tryggingafræðilegar forsendur, sem valdar eru fyrir mat á skuldbindingum, skulu einnig valdar með varfærni og tillit skal tekið til, ef við á, viðeigandi svigrúms vegna óhagstæðs fráviks,
b) hámarksvextir skulu valdir með varfærni og ákvarðaðir í samræmi við allar viðeigandi reglur í heimaaðildarríkinu. Þessir varfærnu vextir skulu ákvarðaðir með hliðsjón af:
– ávöxtun samsvarandi eigna sem stofnunin á og með hliðsjón af framtíðarfjárfestingatekjum og/eða
– markaðsávöxtun hágæðaskuldabréfa eða ríkisskuldabréfa,
c) töflurnar um áhættu sem tengist ævilíkum manna, sem notaðar eru til útreiknings á tryggingaskuld, skulu byggðar á varfærnisreglum með hliðsjón af megineinkennum sjóðfélagahópsins og lífeyriskerfanna, einkum væntra breytinga á þeirri áhættu sem um er að ræða,
d) aðferðin og grunnurinn við útreikning á tryggingaskuld skulu að öllu jöfnu vera óbreytt milli fjárhagsára. Þeim má þó breyta með því að færa rök fyrir því að breyting hafi orðið á lagalegum, lýðfræðilegum eða efnahagslegum aðstæðum sem liggja til grundvallar forsendunum.


Framkvæmdastjórnin skal gera tillögu um nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hugsanlega röskun vegna mismunandi vaxtastigs og til að verja hagsmuni lífeyrisþega og sjóðfélaga að kerfum.



a) stofnunin skal gera raunhæfa og framkvæmanlega áætlun um það hvernig eignir munu ná tilskilinni fjárhæð til að standa undir tryggingaskuld innan tilskilins tíma. Áætlunin skal vera tiltæk sjóðfélögum eða, þegar við á, fulltrúum þeirra og/eða vera með fyrirvara um samþykki lögbærra yfirvalda í heimaaðildarríkinu,
b) þegar áætlunin er gerð skal tekið til tillit til sérstakra aðstæðna stofnunarinnar, einkum samsetningu eigna/skulda, áhættustefnu, lausafjáráætlunar, aldursdreifingar sjóðfélaga sem eiga rétt á eftirlaunum, nýstofnaðra kerfa og kerfa sem færast frá því að vera ekki fjármögnuð eða fjármögnuð að hluta yfir í það að vera fjármögnuð að fullu,
c) ef til þess kemur að hætt er með lífeyriskerfi á tímabilinu sem um getur framar í þessari málsgrein skal stofnunin tilkynna það lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkinu. Stofnunin skal fastsetja málsmeðferð til þess að flytja eignir og samsvarandi skuldir til annarrar fjármálastofnunar eða sambærilegs aðila. Lögbær yfirvöld heimaaðildarríkisins skulu upplýst um þessa málsmeðferð og almennt ágrip hennar skal vera aðgengilegt sjóðfélögum eða, þar sem við á, fulltrúum þeirra í samræmi við meginregluna um trúnaðarskyldu.







a) við fjárfestingar í eignum skal hafa hagsmuni sjóðfélaga og lífeyrisþega að leiðarljósi. Ef um er að ræða hugsanlegan hagsmunaárekstur skal stofnunin eða einingin sem stýrir safni hennar sjá til þess að fjárfestingin sé eingöngu í þágu sjóðfélaga og lífeyrisþega,
b) fjárfest skal í eignum með þeim hætti að öryggi, gæði, lausafjárstaða og arðsemi safnsins í heild sé tryggt.
Við fjárfestingar í eignum til jöfnunar á móti tryggingaskuld skal hafa hliðsjón af eðli og tímalengd væntanlegra eftirlauna í framtíðinni,
c) fyrst og fremst skal fjárfest með eignunum á skipulegum mörkuðum. Fjárfesting í eignum, sem eru ekki skráðar á skipulegum fjármálamarkaði, verður ávallt að vera innan varfærnismarka,
d) fjárfesting í afleiddum gerningum skal möguleg að því marki sem þeir geta dregið úr fjárfestingaáhættu eða stuðlað að skilvirkri stýringu eignasafnsins. Þá skal meta á varfærnisgrundvelli, með hliðsjón af eigninni sem liggur til grundvallar, og fella inn í matið á eignum stofnunarinnar. Stofnunin skal einnig forðast óþarfa áhættu gagnvart einum mótaðila og gagnvart annarri notkun afleiðna,
e) eignirnar skulu vera nægilega fjölbreytilegar þannig að komast megi hjá því að treyst sé óþarflega mikið á tiltekna eign, útgefanda eða fyrirtækjasamstæðu og uppsöfnun áhættu í eignasafninu í heild.
Fjárfestingar í eignum, sem eru gefnar út af sama útgefanda eða af útgefendum sem tilheyra sömu samstæðu, skulu ekki leiða til þess að stofnunin lendi í óhóflegri áhættusamþjöppun,
f) fjárfesting í aðildarfyrirtækinu skal ekki vera meiri en 5% eignasafnsins í heild og, þegar aðildarfyrirtækið er hluti af samstæðu, skal fjárfesting í fyrirtækjum í sömu samstæðu og aðildarfyrirtækið tilheyrir ekki vera yfir 10% eignasafnsins.
Þegar nokkur fyrirtæki greiða til stofnunarinnar skal fjárfesting í þessum aðildarfyrirtækjum vera varfærin og með hliðsjón af nauðsyn þess að dreifingin sé nægjanlega mikil.
Aðildarríkin geta ákveðið að framfylgja ekki kröfunum, sem um getur í e- og f-lið, gagnvart fjárfestingum í ríkisskuldabréfum.




Aðildarríkjunum er einkum heimilt að beita ákvæðum um fjárfestingar sem eru sambærilegar við ákvæðin í tilskipun 2002/83/EB.
Aðildarríkin skulu þó ekki hindra stofnanir í eftirfarandi atriðum:
a) að fjárfesta fyrir allt að 70% eignanna sem eru til jöfnunar tryggingaskuldar eða alls stofnsins í kerfum þar sem sjóðfélagarnir bera fjárfestingaáhættuna í hlutabréfum, framseljanlegum verðbréfum sem farið er með eins og hlutabréf og fyrirtækjaskuldabréfum, skráðum á skipulegum mörkuðum og að ákveða hlutfallslegt vægi þessara verðbréfa í fjárfestingasamvali þeirra. Aðildarríkjum er þó heimilt, að því tilskildu að slíkt sé rökstutt út frá varfærnissjónarmiði, að nota lægri mörk gagnvart stofnunum sem bjóða lífeyriskjör með langtímavaxtaábyrgð, bera fjárfestingaáhættuna og gangast sjálf í ábyrgðir,
b) að fjárfesta fyrir allt að 30% eignanna sem eru til jöfnunar tryggingaskuldar í eignum sem tilgreindar eru í öðrum gjaldmiðlum en þeim sem skuldbindingarnar eru tilgreindar í,
c) að fjárfesta í áhættufjármagnsmörkuðum.


Reglurnar, sem um getur í fyrstu undirgrein, eru sem hér segir:
a) stofnunin skal ekki fjárfesta fyrir meira en 30% af þessum eignum í hlutabréfum, öðrum verðbréfum sem farið er með sem hlutabréf og skuldabréfum sem eru ekki skráð á skipulegan markað eða fjárfesta fyrir a.m.k. 70% af þessum eignum í hlutabréfum, öðrum verðbréfum sem farið er með sem hlutabréf og skuldabréfum sem eru skráð á skipulegan markað,
b) stofnunin skal ekki fjárfesta fyrir meira en 5% af þessum eignum í hlutabréfum og öðrum verðbréfum sem farið er með eins og hlutabréf, skuldabréf og aðra peninga- og fjármagnsmarkaðsgerninga sem sama fyrirtæki gefur út, og ekki fyrir meira en 10% af þessum eignum í hlutabréfum og öðrum verðbréfum sem farið er með eins og hlutabréf, skuldabréfum og skuldabréfum sem ekki er verslað með á almennum markaði og öðrum peninga- og fjármagnsmarkaðargerningum sem fyrirtæki sem tilheyra sömu samstæðu gefa út,
c) stofnunin skal ekki fjárfesta fyrir meira en 30% af þessum eignum í eignum sem tilgreindar eru í öðrum gjaldmiðlum en þeim sem skuldbindingarnar eru tilgreindar í.
Til þess að fara að þessum kröfum getur heimaaðildarríkið krafist þess að eignunum sé haldið aðgreindum.



Ákvæðið sem um getur í þessari málsgrein skal ekki koma í veg fyrir að heimaaðildarríkið geri tilnefningu vörsluaðila eða fjárvörslufyrirtækis lögboðna.





a) gistiaðildarríkið eða gistiaðildarríkin,
b) heiti aðildarfyrirtækisins,
c) aðaleinkenni lífeyriskerfisins sem starfrækja skal fyrir aðildarfyrirtækið.











Framkvæmdastjórnin og lögbær yfirvöld þeirra aðildarríkja sem hlut eiga að máli skulu skoða slík vandkvæði svo fljótt sem unnt er til þess að finna viðeigandi lausn.

a) beiting 18. gr. og framfarir sem hafa orðið í aðlögun innlendra eftirlitskerfa og
b) beiting annarrar undirgreinar 2. mgr. 19. gr., einkum aðstæður sem fyrir hendi eru í aðildarríkjum varðandi notkun fjárvörslufyrirtækja og hvaða hlutverki þau gegna þar sem við á.



Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær verða birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.







(1)Stjtíð. EB C 96 E, 27.3.2001, bls. 136. (2)Stjtíð. EB C 155, 29.5.2001, bls. 26. (3)Álit Evrópuþingsins frá 4. júlí 2001 (ESB C 65 E, 14.3.2002, bls. 135). Sameiginleg afstaða ráðsins frá 5. nóvember 2002 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum) og ákvörðun Evrópuþingsins frá 12. mars 2003 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum) og ákvörðun ráðsins frá 13. maí 2003. (4)Stjtíð. EB L 283, 28.10.1980, bls. 23. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2002/74/EB Evrópuþingsins og ráðsins (Stjtíð. EB L 270, 8.10.2002, bls. 10). (5)Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 frá 14. júní um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja (Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2). Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1386/2001 (Stjtíð. EB L 187, 10.7.2001, bls. 1). (6)Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 frá 21. mars 1972 sem fastsetur málsmeðferð vegna framkvæmdar reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja (Stjtíð. L 74, 27.3.1972, bls. 1). Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 410/2002 (Stjtíð. EB L 62, 5.3.2002, bls. 17). (7)Fyrsta tilskipun ráðsins 73/239/EBE frá 24. júlí 1973 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum til að hefja og reka starfsemi á sviði frumtrygginga annarra en líftrygginga (Stjtíð. EB L 228, 16.8.1973, bls. 3). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/13/EB (Stjtíð. EB L 77, 20.3.2002, bls. 17). (8)Tilskipun ráðsins 85/611/EBE frá 20. desember 1985 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) (Stjtíð. EB L 375, 31.12.1985, bls. 3). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/108/EB (Stjtíð. EB L 41, 13.2.2002, bls. 35). (9)Tilskipun ráðsins 93/22/EBE frá 10. maí 1993 um fjárfestingarþjónustu á sviði verðbréfaviðskipta (Stjtíð. EB L 141, 11.6.1993, bls. 27). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/64/EB (Stjtíð. EB L 290, 17.11.2000, bls. 27). (10)Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/12/EB frá 20. mars 2000 um stofnun og rekstur lánastofnana (Stjtíð. EB L 126, 26.5.2000, bls. 1). Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2000/28/EB (Stjtíð. EB L 275, 27.10.2000, bls. 37). (11)Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/83/EB frá 5. nóvember 2002 um líftryggingar (Stjtíð. EB L 345, 19.12.2002, bls. 1).