Lagasafn. Íslensk lög 11. september 2012. Útgáfa 140b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Umhverfisstofnun
2002 nr. 90 15. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 2003. Breytt með l. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008), l. 36/2011 (tóku gildi 19. apríl 2011; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2000/60/EB, 2006/118/EB, 2008/105/EB, 2009/90/EB) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).


a. að annast starfsemi sem Hollustuvernd ríkisins er falin samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, með síðari breytingum, … 1) lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur, með síðari breytingum, lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með síðari breytingum, lögum nr. 74/1984, um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum, sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum, lögum nr. 17/2000, um framkvæmd samnings um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, og lögum nr. 75/2000, um brunavarnir,
b. að annast starfsemi sem Náttúruvernd ríkisins er falin samkvæmt lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, með síðari breytingum, lögum nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, með síðari breytingum, lögum nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, með síðari breytingum, lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, með síðari breytingum, lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, með síðari breytingum, lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, með síðari breytingum, lögum nr. 117/1994, um skipulag ferðamála, með síðari breytingum, og lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur, með síðari breytingum,
c. að annast starfsemi sem embætti veiðistjóra er falin samkvæmt lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum,
d. að annast starfsemi hreindýraráðs samkvæmt lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum,
e. að annast starfsemi dýraverndarráðs og framkvæmd laga um dýravernd, nr. 15/1994, með síðari breytingum,
[f. að annast verkefni sem stofnuninni eru falin í lögum um stjórn vatnamála]. 2)
1)L. 167/2007, 50. gr. 2)L. 36/2011, 32. gr.



1)L. 126/2011, 348. gr.



1. Starfsmenn stofnana sem sinnt hafa þeim verkefnum sem munu heyra undir Umhverfisstofnun samkvæmt lögum þessum skulu eiga forgangsrétt til starfa þar á fyrsta starfsári stofnunarinnar. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessum tölulið.
2. Þegar lög þessi hafa verið samþykkt skal umhverfisráðherra skipa starfshóp sem í eiga sæti auk fulltrúa ráðuneytisins forstjóri Hollustuverndar ríkisins, forstjóri Náttúruverndar ríkisins og veiðistjóri. Starfshópurinn skal undirbúa gildistöku laganna.
3. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal forstjóri Umhverfisstofnunar skipaður frá 1. ágúst 2002 og skal hann frá þeim tíma taka þátt í starfshópi skipuðum skv. 2. tölul.