Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 539, 135. löggjafarþing 130. mál: tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 167 21. desember 2007.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.


1. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings sveitarstjórnarmála til samgönguráðuneytis.
I. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 2. gr. og 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I við lögin kemur: Samgönguráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 3. mgr. 73. gr. og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I við lögin kemur: samgönguráðherra.

II. KAFLI
Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

2. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 15., 16. og 18. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.
 2. Í stað orðsins: „félagsmálaráðuneytisins“ í 16. gr. laganna kemur: samgönguráðuneytisins.

III. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.

3. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 2. mgr. 1. gr., 8. gr., 1. mgr. 42. gr. og 1. og 2. mgr. 46. gr. laganna kemur: samgönguráðuneytið.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 3. mgr. 93. gr. og 3. mgr. 98. gr. laganna kemur: samgönguráðuneytisins.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, nr. 54/1971.

4. gr.

 1. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: samgönguráðuneytinu.

V. KAFLI
Breyting á lögum um Bjargráðasjóð, nr. 146/1995, með síðari breytingum.

5. gr.

 1. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 1. og 2. málsl. 2. gr. laganna kemur: Samgönguráðherra.
 2. Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytið“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: samgönguráðuneytið.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006.

6. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga, nr. 150/2006.

7. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í ákvæði til bráðabirgða IV við lögin kemur: samgönguráðherra.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997.

8. gr.

     Á eftir orðunum „Samband íslenskra sveitarfélaga“ í 21. gr. laganna kemur: og samgönguráðuneytið.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, nr. 53/1995.

9. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.

X. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997.

10. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998.

11. gr.

     Orðið „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

XII. KAFLI
Breyting á skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 2. mgr. 12. gr. a laganna kemur: samgönguráðherra.

2. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings ferðamála til iðnaðarráðuneytis.
XIII. KAFLI
Breyting á lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005.

13. gr.

     Í stað orðsins „samgönguráðherra“ í 2. gr., 2. mgr. 3. gr., 2. mgr. 17. gr. og 4. mgr. 18. gr. laganna kemur: iðnaðarráðherra.

3. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings alferða til viðskiptaráðuneytis.
XIV. KAFLI
Breyting á lögum um alferðir, nr. 80/1994, með síðari breytingum.

14. gr.

     Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 16. gr. laganna kemur: Viðskiptaráðherra.

4. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings landbúnaðarskóla til menntamálaráðuneytis.
XV. KAFLI
Breyting á lögum um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999, með síðari breytingum.

15. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Menntastofnanir landbúnaðarins lúta yfirstjórn menntamálaráðherra, sbr. einnig lög nr. 63/2006, um háskóla, og lög nr. 80/1996, um framhaldsskóla.

16. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 5. gr., 2. mgr. 23. gr., 1. mgr. 25. gr., 2. mgr. 31. gr., 32. gr., 1. og 2. mgr. 35. gr. og 1. og 2. mgr. 37. gr. laganna kemur: Menntamálaráðherra.

17. gr.

     2. mgr. 10. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

     12. gr. laganna orðast svo:
      II. kafli laga nr. 63/2006, sem fjallar um viðurkenningu háskóla, gildir um menntastofnanir landbúnaðarins.

19. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
      III. kafli laga nr. 63/2006, sem fjallar um námsframboð og prófgráður í háskólum, gildir um menntastofnanir landbúnaðarins.

20. gr.

     14. gr. laganna orðast svo:
     Viðmið, útgefin af menntamálaráðherra skv. 5. gr. laga nr. 63/2006, gilda um æðri menntun og prófgráður sem menntastofnanir landbúnaðarins veita.

21. gr.

     Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 3. mgr. 27. gr. og 4. mgr. 34. gr. laganna kemur: menntamálaráðuneytis.

22. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Þeir sem við gildistöku bráðabirgðaákvæðis þessa eru skipaðir í háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla halda sætum sínum út skipunartímann, nema önnur skipan verði ákveðin. Láti fulltrúi af setu í háskólaráði á skipunartímanum skipar menntamálaráðherra annan í hans stað á grundvelli tilnefningar eftir því sem við á.
     Ákvæði um háskólaráð og stjórnskipan Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla skulu endurskoðuð með tilliti til rammalaga um háskóla.

5. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings landgræðslu og skógræktar, að undanskilinni ræktun nytjaskóga, til umhverfisráðuneytis og breytingar er lúta að því að skýra valdmörk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis.
XVI. KAFLI
Breyting á lögum um landgræðslu, nr. 17/1965, með síðari breytingum.

23. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. og 4. mgr. 8. gr. laganna kemur: umhverfisráðherra.
 2. Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytinu“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: umhverfisráðuneytinu.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um skógrækt, nr. 3/1955, með síðari breytingum.

24. gr.

     1. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn skógræktarmála samkvæmt lögum þessum, sbr. þó ákvæði IV. kafla.

25. gr.

     Við 24. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með þau málefni er varða ræktun nytjaskóga á bújörðum sem fjallað er um í þessum kafla.

26. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 4. málsl. 3. mgr. 27. gr., 4. málsl. b-liðar 28. gr. og 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „landbúnaðarráðuneytinu“ í b-lið 2. mgr. 25. gr., „landbúnaðarráðuneytisins“ í 2. málsl. 3. mgr. 27. gr. og „landbúnaðarráðuneytið“ í 31. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
 3. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 34. gr. laganna kemur: Umhverfisráðherra.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 58/2007.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 3. mgr. orðast svo: Ráðherra er heimilt að gera samninga við ríkisstofnanir og/eða einkaaðila um að annast verkefni við úttekt og eftirlit á landi sem nýtt er við gæðastýrða framleiðslu.
 2. Orðin „og Landgræðslu ríkisins“ í 3. málsl. 3. mgr. falla brott.
 3. 4. málsl. 3. mgr. fellur brott.


XIX. KAFLI
Breyting á lögum um dýravernd, nr. 15/1994, með síðari breytingum.

28. gr.

     2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     Umhverfisráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um flutning á dýrum öðrum en búfé að höfðu samráði við Matvælastofnun.

29. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Umhverfisráðherra er heimilt, að höfðu samráði við Matvælastofnun, að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um hvernig staðið skuli að aflífun dýra annarra en búfjár.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, með síðari breytingum.

30. gr.

     Við 17. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir er orðast svo:
 1. Reglugerð um flutning búfjár. Í reglugerðinni skulu m.a. sett fyrirmæli er tryggja velferð búfjár í tengslum við flutninga. Þá skal setja fram kröfur um flutning búfjár frá brottfararstað til áfangastaðar, þ.m.t. hleðsla, umferming og afferming, og um þær kröfur sem gerðar eru til flutningstækja sem flytja búfé auk hleðslubúnaðar. Heimilt er að setja reglur um flutningsskilríki flutningsaðila, skyldur gæsluaðila með búfé, sérstök leyfi flutningsaðila sem veitt verða af Matvælastofnun og reglur til að skylda aðila sem vinna við flutning á búfé til að sækja námskeið. Við setningu reglugerðar um flutning búfjár skal aflað umsagnar Umhverfisstofnunar.
 2. Reglugerð um aflífun búfjár. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um að búfé skuli aflífað með skjótum og sársaukalausum hætti og án þess að önnur dýr verði þess vör, sem og að búfé skuli ávallt svipt meðvitund áður en blóðtæming fer fram. Þá skal setja í reglugerðina fyrirmæli um hvernig nánar verði staðið að meðferð, skoðun og aflífun búfjár í sláturhúsum og utan sláturhúsa, svo og vegna aflífunar búfjár vegna sjúkdómavarna. Heimilt er að setja kröfur um fræðslu og hæfi aðila sem vinna við aflífun búfjár, t.d. um skyldu til að sækja námskeið. Við setningu reglugerðar um aflífun búfjár skal aflað umsagnar Umhverfisstofnunar.


XXI. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum.

31. gr.

     Við 5. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Með umsókn um leyfi til innflutnings á nýjum dýrategundum skal fylgja áhættumat sem umsækjandi um leyfi hefur aflað. Í áhættumati skal m.a. meta hættu á því hvort viðkomandi tegund geti sloppið út í umhverfið og þá hvaða áhrif það kunni að hafa á lífríkið.
     Ráðherra er heimilt, að höfðu samráði við umhverfisráðherra, að setja í reglugerð nánari fyrirmæli um það með hvaða hætti áhættumat skuli fara fram.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn landbroti, nr. 91/2002, með síðari breytingum.

32. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 3. gr., 2. mgr. 8. gr., 10. gr. og 11. gr. laganna kemur: umhverfisráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

6. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings vatnamælinga til umhverfisráðuneytis.
XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003.

33. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Starfsemi vatnamælinga Orkustofnunar lýtur yfirstjórn umhverfisráðherra frá 1. janúar 2008. Umhverfisráðherra skal vinna að sameiningu Veðurstofu Íslands og vatnamælinga Orkustofnunar í eina stofnun eigi síðar en 1. janúar 2009. Orkustofnun annast starfsemi vatnamælinga, undir yfirstjórn umhverfisráðherra, þar til ný stofnun tekur til starfa.

7. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings matvælamála til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.
XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.

34. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í lögum þessum nefndur ráðherra, fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum. Matvælastofnun er ráðherra til ráðgjafar.

35. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Matvælastofnun annast opinbert eftirlit samkvæmt lögum þessum með:
 1. frumframleiðslu, innflutningi og útflutningi búfjárafurða,
 2. smitsjúkdómum búfjár,
 3. meðferð, skoðun og mati á sláturafurðum,
 4. heilbrigðisskoðun eldisfisks,
 5. meðferð, flutningi, geymslu, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, að undanskilinni smásölu,
 6. innflutningi annarra matvæla en getið er í a–e-lið.


36. gr.

     7. gr. laganna fellur brott.

37. gr.

     8. gr. laganna fellur brott.

38. gr.

     Í stað orðanna „hlutaðeigandi ráðherra“ í 2. mgr. 10. gr. og 18. gr. laganna kemur: ráðherra.

39. gr.

     1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
     Matvælastofnun skal sjá um að halda uppi fræðslu fyrir almenning um þau málefni sem lög þessi ná til. Jafnframt skal stofnunin vinna að eflingu fræðslustarfs fyrir þá sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla og veita ráðgjöf við gerð námsefnis fyrir kennslu um matvæli og meðferð þeirra, sbr. 2. mgr.

40. gr.

     1. mgr. 20. gr. laganna orðast svo:
     Framleiðsla og dreifing matvæla er háð leyfi heilbrigðisnefndar. Heimilt er að binda slíkar leyfisveitingar ákveðnum kröfum til þess að tryggja að matvæli verði ekki fyrir skemmdum eða spillist á annan hátt. Þegar ákvæði þessi eiga við um starfsemi sem er undir opinberu eftirliti Matvælastofnunar skv. 6. gr. er leyfisveiting í höndum þeirrar stofnunar.

41. gr.

     21. gr. laganna fellur brott.

42. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Heilbrigðisnefnd hefur undir yfirumsjón Matvælastofnunar opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla. Matvælastofnun hefur þó opinbert eftirlit með matvælum sem falla undir ákvæði 6. gr. Matvælastofnun skráir nauðsynlegar upplýsingar um framleiðslu og dreifingu matvæla vegna matvælaeftirlits. Matvælastofnun skal hafa aðgang að niðurstöðum úr sýnatökum heilbrigðisnefnda sveitarfélaganna. Þá er ráðherra heimilt að fela stofnuninni eftirlit með afmörkuðum þáttum.

43. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hlutaðeigandi ráðherra“ hvarvetna í 1. og 2. mgr. kemur: ráðherra.
 2. 3. mgr. fellur brott.


44. gr.

     Í stað orðanna „til hlutaðeigandi stofnana, sem eru ráðuneytum til ráðgjafar samkvæmt ákvæðum III. kafla laganna“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „hlutaðeigandi ráðherra“ hvarvetna í 1. mgr. kemur: ráðherra.
 2. Í stað orðanna „Umhverfisstofnunar, Fiskistofu og Landbúnaðarstofnunar“ í 1. og 4. málsl. 1. mgr. kemur: Matvælastofnunar.


46. gr.

     Í stað orðanna „Hlutaðeigandi ráðherra“ í 26. gr. laganna kemur: Ráðherra.

47. gr.

     Í stað orðanna „Umhverfisstofnun, Landbúnaðarstofnun eða Fiskistofu“ í 28. gr. laganna kemur: eða Matvælastofnun.

48. gr.

     Við 30. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 1. mgr., svohljóðandi:
     Matvælastofnun getur gripið til þvingunarúrræða og viðurlaga vegna brota gegn lögum þessum.

49. gr.

     Á eftir 30. gr. laganna kemur ný grein sem verður 30. gr. a, svohljóðandi:
     Rísi ágreiningur milli heilbrigðisnefndar og sveitarstjórna um framkvæmd þessara laga skal vísa málinu til fullnaðarúrskurðar ráðherra. Sama gildir um ágreining milli Matvælastofnunar og heilbrigðisnefnda um framkvæmd laga þessara.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um Umhverfisstofnun, nr. 90/2002.

50. gr.

     Orðin „ lögum nr. 93/1995, um matvæli, með síðari breytingum“ í a-lið 2. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, nr. 55/1998, með síðari breytingum.

51. gr.

     Í stað orðsins „Fiskistofa“ í 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

52. gr.

     Í stað orðsins „Sjávarútvegsráðuneytið“ í 2. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 22. gr. laganna kemur: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið; og í stað orðsins „sjávarútvegsráðuneytis“ í 5. mgr. 14. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um eldi nytjastofna sjávar, nr. 33/2002, með síðari breytingum.

53. gr.

 1. Í stað orðsins „sjávarútvegsráðherra“ í 1. mgr. 3. gr., 4. gr., 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Fiskistofu“ í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 3. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 4. Í stað orðanna „Landbúnaðarstofnun“ og „Landbúnaðarstofnunar“ í 6. gr. laganna kemur Matvælastofnun, og: Matvælastofnunar.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum.

54. gr.

 1. Orðið „matvælum“ í 2. mgr. 3. gr. laganna og orðin „matvælum og“ í ákvæði til bráðabirgða III við lögin falla brott.
 2. Orðin „m.a. með tilliti til manneldismála“ í 2. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

55. gr.

     Orðið „matarsýkingar“ í 2. mgr. 29. gr. laganna fellur brott.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 58/2007.

56. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 1. mgr. 38. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 3. Orðin „laga nr. 7 12. mars 1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og“ í 1. mgr. 66. gr. laganna falla brott.
 4. Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytis“ í 3. mgr. 85. gr. A laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum um Landbúnaðarstofnun, nr. 80/2005, með síðari breytingum.

57. gr.

 1. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 1. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 1. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

58. gr.

     Við 2. gr. laganna bætast þrír nýir stafliðir er orðast svo:
 1. að annast eftirlit með meðferð fisks og framleiðslu sjávarafurða samkvæmt lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, nr. 55/1998,
 2. að annast eftirlit með matvælum samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995,
 3. að annast eftirlit með fiskeldi samkvæmt lögum nr. 57/2006, um eldi vatnafiska, og lögum nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar.


59. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 5. gr. a, sem orðast svo:
     Ráðherra getur falið Matvælastofnun að gera samkomulag við aðrar ríkisstofnanir um að annast tiltekna þætti í starfsemi stofnunarinnar.

60. gr.

     Við lögin bætast þrjú ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (I.)
     Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er heimilt að ákveða með auglýsingu, er birta skal í B-deild Stjórnartíðinda, að flutningur málefna frá Fiskistofu til Matvælastofnunar, sbr. h- og j-lið 2. gr., komi til framkvæmda að hluta eða öllu leyti síðar á árinu 2008.
     
     b. (II.)
     Við flutning á málefnum frá Fiskistofu og Umhverfisstofnun til Matvælastofnunar skv. h-, i- og j-lið 2. gr. halda starfsmenn störfum sínum og starfskjörum. Við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
     
     c. (III.)
     Á árinu 2008 skal heimild skv. 5. gr. a til að gera samninga við Fiskistofu um að annast tiltekna þætti í starfsemi Matvælastofnunar ná til allra verkefna sem við gildistöku þessara laga eru á verksviði stofnunarinnar samkvæmt lögum nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum, þ.m.t. ákvarðana um þvingunarúrræði og viðurlög skv. III.–VI. kafla laganna, svo sem leyfissviptinga, ákvarðana um stöðvun vinnslu og dreifingar afurða, stöðvun innflutnings, innköllun, endursendingu, förgun, eyðingu, geymslu og ráðstöfun afurða, og ákvarðana um önnur þvingunarúrræði og viðurlög, svo og ákvarðana um kostnað við að framfylgja ákvæðum laganna.

61. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um Matvælastofnun.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um Fiskistofu, nr. 36/1992, með síðari breytingum.

62. gr.

     2. málsl. 2. gr. laganna fellur brott.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, með síðari breytingum.

63. gr.

 1. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum.

64. gr.

 1. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 2. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, nr. 96/1997, með síðari breytingum.

65. gr.

 1. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 2. Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytisins“ tvívegis í 3. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis; og í stað orðanna „landbúnaðarráðuneyti“ og „landbúnaðarráðuneytinu“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
 3. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 4. Í stað orðsins „Hún“ í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986, með síðari breytingum.

66. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í b-lið 2. mgr. 14. gr., 25. gr., 1. mgr. 27. gr., 2. mgr. 63. gr., 2. mgr. 66. gr., 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 2. mgr. 69. gr. laganna kemur: Matvælastofnunar.

XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, með síðari breytingum.

67. gr.

 1. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 1. mgr. 3. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994, með síðari breytingum.

68. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 2. mgr. 2. gr., 2. mgr. 3. gr. og 6. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ tvívegis í 4. gr. og 5. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um útflutning hrossa, nr. 55/2002, með síðari breytingum.

69. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 2. gr., 2. mgr. 4. gr. og 7. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 2. gr. og orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 6. gr. laganna kemur: Matvælastofnunar, og: Matvælastofnun.

XXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum.

70. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ tvívegis í 2. mgr. 2. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 3. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðuneytið“ í 6. gr. laganna kemur: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
 4. Í stað orðanna „Landbúnaðarstofnun eða fulltrúi hennar“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: Matvælastofnun eða fulltrúi hennar.

XL. KAFLI
Breyting á lögum um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, með síðari breytingum.

71. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. og 2. mgr. 2. gr., 1. mgr. 5. gr., 2. mgr. 13. gr., 15. gr. og 17. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 4. gr., 11. gr., 1. mgr. 13. gr., 1. og 5. mgr. 16. gr. og 3. tölul. 17. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.
 3. Í stað orðsins „landbúnaðarráðuneytið“ í 11. gr. og „landbúnaðarráðuneytisins“ í 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, og: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

XLI. KAFLI
Breyting á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006.

72. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 44. gr. og 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I við lögin kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XLII. KAFLI
Breyting á lögum um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, nr. 67/1990, með síðari breytingum.

73. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ þrívegis í 2. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XLIII. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

74. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 2. mgr. 1. gr., 4. mgr. 11. gr., 6. mgr. 33. gr. og 5. mgr. 43. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XLIV. KAFLI
Breyting á vatnalögum, nr. 20/2006.

75. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ tvívegis í 2. mgr. 35. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

XLV. KAFLI
Breyting á lögum um dýravernd, nr. 15/1994, með síðari breytingum.

76. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 5. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

XLVI. KAFLI
Breyting á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

77. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í 3. mgr. 4. gr., 2. mgr. 6. gr., fyrirsögn á undan 11. gr. og 1. og 2. mgr. 11. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XLVII. KAFLI
Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 94/1962, með síðari breytingum.

78. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnun“ í e-lið 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Matvælastofnun.

XLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006.

79. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. og 2. mgr. 4. gr., 1. mgr. 8. gr. og ákvæði til bráðabirgða við lögin kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

XLIX. KAFLI
Breyting á lögum um fiskrækt, nr. 58/2006.

80. gr.

 1. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 4. gr., 13. gr. og ákvæði til bráðabirgða við lögin kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

L. KAFLI
Breyting á lögum um eldi vatnafiska, nr. 57/2006.

81. gr.

 1. Í stað orðsins „Landbúnaðarráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 2. Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

LI. KAFLI
Breyting á lögum um Rannsóknadeild fisksjúkdóma, nr. 50/1986, með síðari breytingum.

82. gr.

     Í stað orðsins „Landbúnaðarstofnunar“ í 5. tölul. 5. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

8. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins til iðnaðarráðuneytis.
LII. KAFLI
Breyting á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997, með síðari breytingum.

83. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: iðnaðarráðherra.

84. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Iðnaðarráðherra.
 2. Í stað orðanna „einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: einn án tilnefningar, einn.


85. gr.

     Orðin „iðnaðarráðherra og“ í 2. mgr. 8. gr. laganna falla brott.

9. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings Einkaleyfastofu til viðskiptaráðuneytis.
LIII. KAFLI
Breyting á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum.

86. gr.

 1. Í stað orðsins „Iðnaðarráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. b laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: viðskiptaráðherra.
 2. Í stað orðsins „iðnaðarráðuneytið“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: viðskiptaráðuneytið.

LIV. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998.

87. gr.

     Í stað orðsins „Iðnaðarráðherra“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Viðskiptaráðherra.

LV. KAFLI
Breyting á lögum um hönnun, nr. 46/2001, með síðari breytingum.

88. gr.

 1. Í stað orðsins „iðnaðarráðuneyti“ í 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: viðskiptaráðuneyti.
 2. Í stað orðsins „Iðnaðarráðherra“ í 2. mgr. 52. gr. og 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Viðskiptaráðherra.

LVI. KAFLI
Breyting á lögum um félagamerki, nr. 155/2002.

89. gr.

 1. Í stað orðsins „iðnaðarráðuneyti“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: viðskiptaráðuneyti.
 2. Í stað orðsins „Iðnaðarráðherra“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: Viðskiptaráðherra.

10. ÞÁTTUR
Breytingar vegna flutnings fasteignakaupa og fasteignasölu til viðskiptaráðuneytis.
LVII. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, með síðari breytingum.

90. gr.

 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr., fyrirsögn 23. gr. og 26. gr. laganna kemur: viðskiptaráðherra.
 2. Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: viðskiptaráðuneytis.

11. ÞÁTTUR
Breytingar vegna tilfærslu málefna Keflavíkurflugvallar frá utanríkisráðherra til samgönguráðherra.
LVIII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nr. 76/2000.

91. gr.

 1. Í stað orðsins „og“ í 2. gr. laganna kemur: en samgönguráðherra.
 2. Í stað orðsins „Utanríkisráðherra“ í 3. málsl. 14. gr. laganna kemur: Samgönguráðherra.
 3. Í stað orðsins „utanríkisráðherra“ í 2. mgr. 15. gr. laganna kemur: samgönguráðherra.

12. ÞÁTTUR
Breyting á lögum um Stjórnarráð Íslands.
LIX. KAFLI
Breyting á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum.

92. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Nú flytjast stjórnarmálefni milli ráðuneyta, sbr. 8. gr., og skal þá ljúka meðferð ólokinna stjórnsýslumála í því ráðuneyti sem við málefni tekur.

LX. KAFLI
Gildistaka.

93. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.