Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 10. janúar 2020.  Útgáfa 150a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins

1985 nr. 43 4. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 1985. Breytt með: L. 84/1991 (tóku gildi 1. jan. 1993, sjá þó ákvæði til bráðabirgða). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Skipan Verðlagsráðs og verkefni.
1. gr.
Verðlagsráð sjávarútvegsins annast meginframkvæmd laga þessara. [Ráðherra] 1) skipar Verðlagsráð eftir tilnefningu eftirtalinna aðila, þannig:
A. Af hálfu fiskseljenda:
   2 fulltrúar tilnefndir af Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
   1 fulltrúi tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands.
   1 fulltrúi tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.
B. Af hálfu fiskkaupenda:
   1 fulltrúi tilnefndur af Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda.
   1 fulltrúi tilnefndur af Sjávarafurðadeild S.Í.S.
   2 fulltrúar tilnefndir af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
   2 fulltrúar tilnefndir af Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda.
   2 fulltrúar tilnefndir af Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi.
   2 fulltrúar tilnefndir af Félagi síldarsaltenda á Suðvesturlandi.
   4 fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Fulltrúar í Verðlagsráði skulu skipaðir til tveggja ára í senn. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og taka sæti í Verðlagsráði í forföllum aðalmanna. Verðlagsráð kýs sér formann og ritara til eins árs í senn, annan úr hópi fiskseljenda og hinn úr hópi fiskkaupenda. Skulu þeir ásamt framkvæmdastjóra undirbúa fundi ráðsins.
Heimilt er þeim, sem tilnefna eiga fulltrúa samkvæmt þessari grein, að skipta um fulltrúa sína í Verðlagsráði, eftir því sem rétt þykir, til þess að sjónarmið þeirra fiskseljenda og fiskkaupenda, sem hlut eiga að máli við hverja verðákvörðun, komi sem best fram.
Verðlagsráði er heimilt með samþykki ráðherra að ráða sér framkvæmdastjóra og annað starfsfólk er annist dagleg störf eftir því sem þörf krefur.
    1)L. 126/2011, 109. gr.
2. gr.
Við ákvörðun um verð á sjávarafla skal Verðlagsráð skipað 8 fulltrúum, jafnmörgum frá fiskseljendum og fiskkaupendum skv. 1. gr.
3. gr.
Fiskideild. Þegar ákveða skal verð á sjávarafla, öðrum en þeim sem tilgreindur er í 4. og 5. gr., skal Verðlagsráð skipað 4 fulltrúum fiskseljenda samkvæmt 1. gr. og 4 fulltrúum fiskkaupenda, þannig: 1 frá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda og 1 frá Sjávarafurðadeild S.Í.S. og 2 frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þegar ákveða skal verð á rækju og hörpudiski skal Verðlagsráð skipað 4 fulltrúum fiskseljenda samkvæmt 1. gr. og 4 fulltrúum fiskkaupenda, þannig: 2 frá Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda, 1 frá Sjávarafurðadeild S.Í.S. og 1 frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þegar ákveða skal verð á lifur og fiskúrgangi úr sjávarafla, öðrum en síld, skal Verðlagsráð skipað 6 fulltrúum; 3 fulltrúum seljenda, þannig:
   1 fulltrúi tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
   1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Sjómannasambandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.
   1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af fulltrúum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda og Sjávarafurðadeild S.Í.S. í Verðlagsráði og má hann ekki eiga aðild að kaupum á fiskúrgangi, vera félagsbundinn eða hafa hagsmuna að gæta í samtökum verksmiðja þeirra er tilnefna fulltrúa kaupenda samkvæmt þessari málsgrein;
og 3 fulltrúum kaupenda tilnefndum af Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Þegar ákveða skal verð á síldarúrgangi skal Verðlagsráð skipað 6 fulltrúum; 3 fulltrúum seljenda, þannig:
   1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Sjómannasambandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands.
   1 fulltrúi tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
   1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af fulltrúum Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi. Þessi fulltrúi má ekki eiga aðild að kaupum á síldarúrgangi, vera félagsbundinn eða hafa hagsmuna að gæta í samtökum verksmiðja þeirra er tilnefna fulltrúa kaupenda samkvæmt 2. mgr.;
og 3 fulltrúum kaupenda tilnefndum af Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
4. gr.
Síldarsöltunardeild. Þegar ákveða skal verð á síld til söltunar skal Verðlagsráð skipað 4 fulltrúum fiskseljenda samkvæmt 1. gr. og 4 fulltrúum fiskkaupenda, þannig: 2 frá Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og 2 frá Félagi síldarsaltenda á Suðvesturlandi.
5. gr.
Bræðsludeild. Þegar ákveða skal verð á síld og loðnu til bræðslu, svo og öðrum fiski sem veiddur er eingöngu eða að verulegu leyti til bræðslu, skal Verðlagsráð skipað 4 fulltrúum fiskseljenda samkvæmt 1. gr. og 4 fulltrúum fiskkaupenda tilnefndum af Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda.
Með reglugerð má ákveða að verðlagning samkvæmt 4. og 5. gr. sé bundin við ákveðið verðlagssvæði.
6. gr.
[Verð á öllum tegundum fersks sjávarafla, úrgangsfiski og fiskúrgangi, sem seldur er hér á landi, skal ákveðið með frjálsum samningum milli kaupenda og seljenda eða með sölu á uppboðsmarkaði, sbr. lög nr. 123 28. desember 1989.
Verðlagsráði er þó heimilt með meiri hluta atkvæða að ákveða lágmarksverð einstakra tegunda sjávarafla fyrir tiltekið tímabil.] 1)
    1)L. 84/1991, 1. gr.
7. gr.
Skylt skal öllum opinberum aðilum, svo sem Fiskifélagi Íslands og Hagstofu Íslands, ásamt útflutningssamtökum fiskframleiðenda, svo og öðrum þeim aðilum sem hafa með höndum sölu og/eða vinnslu sjávarafurða, að láta Verðlagsráði í té allar upplýsingar er því geta að gagni komið við störf þess og þessir aðilar geta veitt. Samtökum útvegsmanna skal á sama hátt skylt að láta Verðlagsráði í té allar upplýsingar um reksturskostnað fiskiskipa.

II. kafli. Um verðákvarðanir Verðlagsráðs.
8. gr.
Verðlagsráð skal við ákvarðanir sínar um lágmarksverð á sjávarafla meðal annars hafa hliðsjón af markaðsverði sjávarafurða á erlendum mörkuðum, svo og framleiðslukostnaði þeirra. Jafnframt skal Verðlagsráð haga verðákvörðunum sínum þannig að þær stuðli að bættri meðferð afla, þ.e. tekið verði mið af gæðum sjávarafla eftir því sem markaðsaðstæður bjóða.
[Verðlagsráð kveður sjálft á um verðlagstímabil.] 1)
    1)L. 84/1991, 2. gr.
9. gr.
Verðlagsráð skal í störfum sínum vinna að verðákvörðunum svo tímanlega að verðlagning sjávarafla liggi fyrir áður en nýtt verðlagstímabil hefst. Ákveða skal með reglugerð hvenær verðákvörðun skuli liggja fyrir í síðasta lagi.
[10. gr.]1)
Ákvarðanir Verðlagsráðs eru bindandi sem lágmarksverð og má enginn selja sjávarafla undir því verði sem ákveðið hefur verið samkvæmt ákvæðum þessara laga.
    1)L. 84/1991, 3. gr.

III. kafli. Ýmis ákvæði.
[11. gr.]1)
[Ráðherra] 2) ákveður verðlagsráðsmönnum þóknun fyrir störf þeirra og greiðist hún úr ríkissjóði ásamt öðrum kostnaði við ráðið og starfsemi þess.
    1)L. 84/1991, 3. gr. 2)L. 126/2011, 109. gr.
[12. gr.]1)
[Ráðherra] 2) setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara að fengnum tillögum Verðlagsráðs.
    1)L. 84/1991, 3. gr. 2)L. 126/2011, 109. gr.
[13. gr.]1)
[Brot gegn lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.] 2)
Nú tregðast aðili, sem samkvæmt lögum þessum er skylt að gefa Verðlagsráði skýrslu eða upplýsingar, við að láta þær í té og má þá beita dagsektum frá 500 kr. til 5000 kr. þar til hann uppfyllir skyldur sínar.
    1)L. 84/1991, 3. gr. 2)L. 88/2008, 234. gr.
[14. gr.]1)
Lög þessi öðlast þegar gildi.
    1)L. 84/1991, 3. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.